Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 26
122 Mumð það að biðja á kvöldin. GleymiS því ekki! Mun- ið, að þið þurfið að hafa guð hjá ykkur. Þegar þið leggist út af á koddann ykkar í Jesú nafni eins og guðs börn, þá þurfið þið ekki að óttast neitt. En þið leggist ekki út af á koddann ykkar í Jesú nafni eins og guðs börn, ef þið biðjið ekki. Hugs- ið um það, hvernig þið hafið verið um daginn, hvort þið hafið ekki verið vond — hvort þið hafið ekki verið óhlýðin. Og ef þiö sjáið það, biöjið þá guð að fyrirgefa ykkur og hjálpa ykkur til að vera góð og hlýöin börn. Hugsið líka um það, hvað guð var góður við ykkur liðna daginn, og þakkið honum fyrir það, og biðjið hann aö vera hjá ykkur nóttina og vaka yfir ykkur. Biðjið hann líka að blessa foreldrana ykkar, systkinin ykkar og leiksystkinin og alla menn á, allri jörðinni. En hugsið ,líka sér- staklega um heiðingjana og alla þá menn, sem ekki þekkja guð. Þeir eru í myrkri og eiga svo bágt. Biðjið fyrir þeim. Biðjið guð aS senda til þeirra menn, sem kenni þeim að þpkkja guð. Og biðjið hann að hjálpa mönnunum, sem eru nú að kenna þeim að þekkja guð, svo að heiðingjarnir geti borist út úr myrkrinu og inn í IjósiS hjá guSi. ViljiS þið ekki gera þetta, góðu börnin mín? Og á morgnana eigið þið líka að biðja. Munið það! Gleymið því ekki! Þið þurfið eins að hafa guð hjá, ykkur á daginn. ÞakkiS guði fyrir nóttina, að hann vakti þá yfir ykk- ur. Þakkið honum líka fyrir daginn, sem hann gaf ykkur, fyr- ir ljósið og lífið. Biðjið hann aS hjálpa ykkur til að lifa í ljós- inu eins og góS börn hans. Hjálpa ykkur til að forSast alt Ijótt —syndina, ljóta myrkrið, en elska hann og alt gott—alt ljósið. Þegar þið elskiö guð og hlýSið honum, þá gangið þið í ljósinu. Og þegar þið byrjiS daginn með því að biðja guð að hjálpa ykkur til að vera góð börn, þá, byrjið þið daginn í Jesú nafni. Enginn kristinn maður á að byrja daginn sinn öðruvísi en í Jesú nafni. Munið þið að gera það. Mnnið að enda daginn og byrja hann í Jcsú nafni. ------o------- Notið tíniann vel. V. „Nei, ekki er hann búinn enn! Hvaö ætli verði úr þessu? Hvað skyldi honum endast lengi þetta efni, „barna“-mannin- itm ?“ „Þei—þei! Hann heyrir til ykkar“. — Já, eg heyri, börnin nún góð. Hvaö lengi mér endist efnið, ætla eg ekki að segja ykkur. En eg hef dálítiö meira að segja um þaS við ykkur.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.