Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 28
124 aö hann getur ekki gefið ykkur neina vinnu, af því hann getur ekki trúaö ykkur fyrir neinni vinnu, þá eruð þiö ekki til neins. Til hvers eru peningar, sem ekki er hægt að brúka? Þið farið í búð með þá og ætlið að kaupa eitthvað fyrir þá. En kaupmaðurinn segist ekki talca þá. Eru þeir þá nokkurs virði, peningarnir ykkar, ef þið getið ekki fengið neitt ívrir þá? Haldið þið þá, að þið verðið nokkurs virði, ef guð getur ekki notað ykkur til þess að gera neitt fyrir sig? Það er þá mikils virði fyrir ykkur, að þið farið vel með sunnudagana ykkar. Ef þið gerið það, þá er eitt víst — þið farið vel með hinn tírnann ykkar, hina dagana alla. Guð hefur .gefið okkur sunnudaginn, og vill, að við förum vel með hann, ti.l þess að við förum vel meö hina dagana, og lífið verði okkur lil blessunar. Guð vill, að sunnudagurinn geri okkur góð, ekki bara þann daginn, heldur alla hina dagana. Ef sunnudagurinn gerir það ekki, þá gerir hann okkur vond — bæði þann dag og alla hina. Og sunnudagurinn gerir okkur áreiðanlega vond, ef við förum illa með hann. Þið ski.ljið það þá, börnin mín, að þið megið ekki fara illa með sunnudagana ykkar, svo að þið verðið ekki vond börn, lieldur góð. Það eru, því miður, til börn, sem fara skelhlega illa með sunnudagana sína. Þau hugsa þá ekkert um guð. Þau læra ekkert um guð. Vilja ekki fara á sunnudagsskóla. Vilja ekki fara í kirkju. Vilja ekki hlusta á guös orð, eða lesa það. Vilja ekkert gera, nema ólmast og vera i sollinum allan daginn. Læra þá á sunnudeginum að vera óhlýðin og gleyma guði. Þau börn verða vond. En vond börn megið þið aldrei verða. Bn mtinið p.í að fara vcl með sunnudagana ykkar. Munið mig i:m að lofa guði að tala við ykkur á sunnudögunum. Og munið að hlýða hon- um. Biðjið til hans. Syngið líka sálmana ykkar á sunnudög- unum. Farið á sunnudagsskóla, þar sem sunnudagsskóli er. Earið til kirkju, þegar þið getið. Takið þá eftir, og verið með að syngja. Já, lœrið að syngja á sunmidögunum. Syngja mik- ið cg syngja vel og syngja það, sem fallegt er. Þið eigið að vera syngjandi börn, og svo að verða syngjandi mcnn. Sunnu- dagarnir eiga að hjálpa ykkur til þess. Og þegar þið hafið guð hjá ykkur og eruð hlýðin börn lians, þá getið þið líka leikið ykkur á sunnudögunum og verið glöð með góðri samvisku. Yriekur ríður á því að geta verið glöð með góðri samvisku. Og það getið þið, ef þið farið vel með sunnudagana. Mumð I

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.