Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 11
107 gamli trúboðsprestr, 77 ára aö aldri, settr í fangelsi og hafðr l?ar í tvö ár. Hann dó, 80 ára gamall, 23. Júní 1791, virtr og elskaðr bæði af kristnum mönnum og heiðingjum. Enginn trúboðinn þoldi meiri hörmungar en hann, en hann umbar allt i barnslegu trausti til frelsarans. Nú þarf að nefna til sögunnar mann þann, er afkastamestr hefir verið alira trúboöa á Indlandi og kallaðr hefir veriS post- uli Indlands, Johan Friedriclt Schwartz. Hann kom til Tranque- bar áriS 1750. HafSi veriS útvalinn til verksins af Herman Franke í Halle á Þýzkalandi, og hafSi numiS nokkuS í tungu- máli Tamíla af trúboSanum Schultze, þá er hann var í Þýzka- landi. Eftir fjögra mánaSa dvöl á Indlandi gat hann því byrj- aS aS prédika. Hann varSi miklu af tíma sínum til aS upp- frœSa œskulýSinn. 2. Júlí 1751 skírSi hann fyrsta lærisvein sinn, og þaS sama ár bœttust ekki færri en 400 sálir viS söfnuS- Inn, og hafSi Schvvartz kennt þeim öllum og snúiS til kristinnar trúar. Samverkamenn hans könnuSust þegar viS yfirburði hans, ■og var hann gjörSr umsjónarmaSr safnaSanna og skólanna. Litlu síSar tókst hann á hendr trúboðsferSir inn í konungsríkiS Tanjore. Á þeim ferSum hitti hann Hindúa, MúhameSsmenn, Mára og rómversk-kaþólska menn. Hvar sem hann kom boS- aSi hann Krist og hann krossfestan með postullegri djörfung. Hann myndaSi söfnuSi í mörgum nýjum byggSum landsins. ÁriS 1766 flutti Schwartz frá Tranquebar til Trichinopoly. ÞaS var stór og mikilsvarSandi borg á Indlandi. Nú varS hann aS nema persnesku til þess aS geta náS tali af lærSu mönnunum, því þar var persneska aSal-mál menntaSra Hindúa. ÁriS 1772 var hann búinn aS fá atta heiSingja til uppfrœSslu. Einn þeirra hét Sattianadden. Hann varS síSar kristinn prestr og vann meS 'góSum árangri meSal landa sinna. Enska stjórnin veitti Schwartz féstyrk. Hann varSi öllum tekjum sínum og launum til eflingar trúboSinu og til aS styrkja þurfandi. Af eigin efnum reisti hann bæði kirkju og skólahús. Á tólf árum sneri hann 1,238 heiSingjum til sannrar trúar og skírSi þá. ÁriS 1776 flutti Schwartz til Tanjore og kom þar á trú- FoSi. Enska stjórnin hafSi hann i hávegum, og fékk hann ein- att til aS vera milligöngumaSr sinn viS hina heiSnu ríkishöfS- ingja, því heiSingjar virtu og elskuSu „kristna manninn" eSa „,góSa föSurinn" eins og þeir nefndu hann. í Tanjore fékk Schwartz stofnaS heimili fyrir munaSarleysingja, hiS fyrsta, sem stofnaS var á Indlandi. Einn volclugr höfSingi MúhameSs*

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.