Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 16
112 farast hcnum um þaö þessi sterku orð: „Vér getum ekki um þaö efazt, að Tahpanhes — fyrsti staðrinn á leiöinni til Egypta- lands—hafi veriö stööugt hæli fyrir Gyðinga meðan land þeirra lá undir árásum Assýríumanna, einkum fyrir þá sök, aö fólkið, sem þar varö fyrir þeim, var ekki tómt egypzkt fólk, heldr blendingr erlendra þjóða, einkunr Grikkir. Þarna var upp- spretta, er grísk orö og nöfn gátu hceglega streymt frá inn í hina hebresku tungu löngu fyrir tímabil það, sem við Alexand- er er kennt. Og rná vel vera, aö hin grísku hljóðfœra-nöfn hafi verið komin inn í tungu Gyðinga áðr en Jerúsalem féll og kveð- ið þar viö í forgörðum Salómons-musteris.“ En annað er ervitt í bók Daniels, sem langt um meir hefir borið á. Það er Bcltsasar cg það, sem um þann rnann er sagt. Einvaldsdrottni þeinr er svo lýst sem hann hafi verið síðasti Babýlonar-konungrinn, cg að hann hafi beöið bana á þeirri nótt, er her Sýrusar vann hina babýlonsku konungshöll. En'eftir þvi, sem út leit, þekktu fcrnir rithöfundar, sem minnast þess þáttar í sögu Babýlonar, engan konung með því nafni. Siðasta konung þess rikis nefna þeir Nabonadius eða Nabonidus. Stein- spjalda-minnismörkin, sem úr jörðu hafa verið grafin, staðfesta frásögu þeirra með því, að konungr sá hafi heitið Nabonahid. Augsýnilega varð þvi ekki haldiö frani, að Beltsasar væri að eins annað r.afn, senr Nabonahid hafi borið, og að það hafi sam- tíðarmönnum hans verið kunnugt. Og fór þá uppfuni Daní- elsbókar að verða enn þá grunsamari. Atburðir þeir, sem þar cr frá sagt úr æfisögu Be’tsasars, eiga engan stað í æfisögu Na- bonahids. Hinn síðarnefndi dó ekki, þegar höllin var tekin. Hann var alls ekki í Babýlon, þegar borgin var unnin, og hann .lifði svo árum skifti eftir að babýlonska ríkið var komið undir yfirvald Persa. Fyrsti ljósgeislinn ráðgátu þessari til skýringar kom með því, er áletran nokkur fannst í musterisrústum í Mugheir. Það var skýrsla eitir Nabonahid eða í hans nafni um viðgjörð á liofi því, er kennt var við Sin, mánaguðinn, svo hljóðandi: ,.Aö því er mig sncrtir, Nabonnidus, Babýlonar-konung, þá frelsaðu mig frá synd gegn þínum rnikla guðdómi, og veit mér aö gjöf líf hinna fyrri fjarlxgu daga; cg að því er snertir Beltsasar. elzta soninn, afsprengi hjarfa mins, þá lát óttann við þinn mikla guð- dóm vera í hjarta hans, cg lát ekki synd fá vald \-fir honum, — lát hann mettaöan verða af fylling lífsins.“ Þetta hrindir burt öl'.um efa um það, að Beltsasar sé sannsögu.leg persóna þess tíma cg að hann hafi veriö erfingi að babýlonska konungshá- sætfnu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.