Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1906, Blaðsíða 9
Síöustu árin, sem Ziegenbalg lifði, hafði hann liaft sér til aðstoöar og samvinnu ágætis-mauninn Johan Gruendler, einn af hinum þremr trúboðum, sem frá Danmörku komu árið 1709. Hafði hann verið önnur hönd Ziegenbalgs og tók nú við starf- inu af ástvini sínum og samverkamanni, er hann fé.ll frá. En heilsa hans var mjög biluð og gat hann ekki risið undir öllu því verki, sem nú hvxldi á honum. Hann bað guð að gefa sér krafta til 'þess að geta haldið áfram þar til nýir menn kœmii. Þrír menn komu 1719. Hétu Jxeir Benjamin Schultze, Nikolas Dal og Johan Kistenmacher. Hinn síðastnefndi lifði að eins litla stund eftir að hann kom til Indlands. Gruendler tók nú á öhum kröftum sínum til að kenna þessunx nýju mönnum að vmna cg koma skipulagi á verk þeirra. Gleði sú, er honum var að komu þessara starfsmanna, var þó von bráðar ytirskyggð af sorg yfir athœfi konunglega skólans í K.höfn og forstöðumanns- ins W. H. Wendt, er gjörði Gruendler allt til skapraunar, sem hann mátti. Hjarta hans ofþyngdist af sorg, og snemma á ár- inu 1720 sofnaði hann, rólegr í Jesú. Likami hans var jarðaðr við altarið í kirkju hinr.ar Nýju Jerúsalem í Tranquebar við hlið vinar hans Ziegenbalgs. Gruendler hafði sagt, að hann vildi lifa og deyja i Indlandi og í upprisunni fá að koma fram fyrir hásæti iambsins í hópi hinna dökku brœðra sinna. Og drottinn tippfyliti þá ósk hans. Fráfall þeirra Ziegenba.igs og Gruendlers var hið mesta tjón fyrir túboðið. Einn hinna þriggja nýju manna, Benjamin Schultze, reyndist ágætismaðr. Hann lærði málin á örstuttum líma cg að nýju fengu heiðingjarnir að heyra náðarboðskapinn á sinu eigin máli. Schultze var óþreytandi starfsmaðr. Hann þýddi alla Davíðs sálma og 112 kirkjusálma. Að tveim árum liðnum hafði hann lokið þýðingu alls gamla testamentisins, sem Ziegenbalg var búinn að þýða aftr að Rutarbók. 575 börn voru nú í skólunum. í Júní 1725 bœttust enn við þrír starfsmenn. Þeir hétu Christian Pressier, Christopher Walthei og Martini Bosse. Hinn síðastnefndi varð, því miðr, trúboðinu að eins til skaða •cg skammar. Hinir tveir voru góðir menn og störfuðu með Tnikilli samvizkusemi. Einkum umbnettu þeir kennsluna í skól- Tinum mjög mikið. Walther var sérstaklega mikið göfugmenni. Hann varð þó reyndr í eldofni miki.lla sorga. Hann missti konu sína cg öll börn sín í dauðann. Við andlát einnar dóttur sinnar mælti hann: „Ó, elskulegi faðir, þú tekr frá mér eitt eftir annað.“ Þegar siðasti sonr lians dó, sagði hann: „Ó, drott'nn! hve sárt þú slær mig. En það er fyrir beztu, einung-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.