Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1960, Page 10

Sameiningin - 01.04.1960, Page 10
8 Sameiningin hefir dvalizt við Háskóla íslands og orðið hvers manns hugljúfi, og bróðir hans, séra Harald, starfaði tvö ár sem kennari við Guðfræðideild háskólans og samstarfið með honum þar er meðal minna beztu og hugljúfustu minninga, og hans sakna allir, nemendur og samkennarar. Mér er það einlægt áhugamál, að sambandið milli kirknanna megi enn eflast á raunhæfan hátt. Og sú afmælisgjöf, sem ég hef þá ánægju að færa yður frá þjóðkirkju íslands á þessari hátíð, á að vera áþreifanlegur vottur um vilja vorn til þess að styrkja tengslin vor í milli. íslenzka kirkjan hefir í tilefni þessa afmælis lagt fram nokkra fjárupphæð til þess að stofna sjóð, er verja skal til þess að stuðla að gagn- kvæmum heimsóknum og kynnum. Sjóðurinn verður í vörzlu biskups íslands. Ég vona, að hann eigi eftir að koma að notum og leiða til þess, að hinn blessaði arfur ávaxtist betur með oss beggja vegna, sakir gagnkvæmrar örvunar og uppbyggingar. En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði. (II. Þess. 2:7). (Þetta ávarp var flutt í upphafi kirkjuþings s. 1. sumar.)

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.