Sameiningin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameiningin - 01.04.1960, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.04.1960, Qupperneq 14
12 Sameiningin þeir til að safna saman rusltimbri, tómum kössum og öðru brenni, sem aðrir höfðu ekki séð neitt gagn í. Þetta tóku þeir og hlóðu því upp í gríðar stóra og háa bálkesti utan við bæinn eða á öðrum svæðum innan bæjarmarkanna, þar sem engin var eldhættan. Sumir bálkestirnir slöguðu upp í stærð á húsi, aðrir voru minni. Skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöld báru þeir svo eld að þessum köstum, þannig að innan skamms stóðu þeir í björtu báli, og loguðu sem glaðast, þegar gamla árið kvaddi og hið nýja gekk í garð. Á slaginu tólf var svo einnig skotið á loft þúsundum flug- elda, svo að himinninn varð einna líkastur logandi eldhafi. Síðan ég kom hingað vestur hefi ég komizt að raun um, að menn eyða áramótunum á mjög svipaðan hátt hér og hinu megin hafsins, með því að gera sér upp gleði mikla og halda stórar danssamkomur. Yngsta kynslóðin virðist þó ekki taka alveg eins virkan þátt í gleðinni og heima. Ykkur kann nú að virðast þessi inngangur minn nokkuð einkennilegur og um leið fjarri texta mínum. En ef til vill hefir hann eitthvert markmið. Mér finnst nefnilega, svo oft, eins og allt þetta, sem ég hefi verið að ræða um, bendi til einhvers ákveðins þáttar í eðli mannsins. Og hver skyldi sá þáttur vera? Frá alda öðli hefir maðurinn verið var við þetta ein- kennilega fyrirbrigði, sem við köllum tíma, og hann hefir lært að haga lífi sínu í samræmi við þá þekkingu. Hann hefir lært að skipta tímanum niður í einingar sér til hægðar- auka, eins og aldir, ár, mánuði, vikur, daga, stundir og svo framvegis. En jafnframt þessu, þá hefir hann alla tíð ótt- azt tímann. Tímamót sem þessi, þegar eitt ár kveður og annað tekur við, þau vekja honum skelfingu. Þau minna hann á eðli hans og náttúru. Hver er framtíð hans? Hið eina, sem hann veit með vissu, er að hann hefir færzt einu óri nær skapadægri sínu, þeim tíma og þeirri stundu, þegar hann verður að kveðja þessa jarðnesku tilvist, sem hann þekkir svo vel og er honum svo kunn. „Ævidagar vorir eru sjötíu ár, og þegar bezt lætur átta-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.