Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1960, Side 17

Sameiningin - 01.04.1960, Side 17
Sameiningin 15 Krists og stöndum staðfastir í boðun orðsins með ræðu okkar, dagfari og öllum hæfileikum, þeim sem Guð hefir gefið okkur, þá munum við ekki verða að gjalti þó svo virðist sem syrti í álinn um stund. En minnumst þess, að láta ekkert af þessu stíga okkur til höfuðs, því að án gjafar Jesú erum við einskis megnugir. Höldum því huganum við þetta eitt,r og látum það ekki gleymast; ekki í kvöld, og ekki á morgun, ekki á öllu hinu komandi ári. Tökum orð Páls postula til okkar og gerum þau að leiðarsteini í hegðun okkar og framferði á því ári: „Að endingu bræður, allt sem er satt, allt sem er sómasamlegt, allt sem er rétt, allt sem er hreint, allt sem er elskuvert, allt sem er gott afspurnar, hvað sem er dygð, og hvað sem er lofsvert. Hugfestið það.“ (Filippí. 4:8). Amen. Jón Bjarman: Bænin — Brostinn hlekkur? Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. Þannig kveður Hallgrímur Pétursson um bænina, og þannig var hugarfar feðra okkar til þessa fyrirbrigðis, sem bæn kallast. Á því leikur enginn vafi, að íslendingar á 19. öldinni voru bæði guðrækin og bænrækin þjóð. Heim- ilisguðrækni í formi húslestursins var fastákveðinn þáttur í daglegu lífi þjóðarinnar. Sama er að segja um bænir. Börnin lærðu bænir við móðurkné, bæði „Faðir vor“, drott- inlegu bænina, og aðrar, sem skapazt höfðu meðal þjóðar- innar í gegn um aldir allt frá upphafi kristinnar trúar á íslandi. Gott dæmi um íslenzka bænrækni voru ferða- bænir og sjóferðabænir. Um það bil, sem fólk reið úr garði,,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.