Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Síða 23

Sameiningin - 01.04.1960, Síða 23
Sameiningin 21 DR. VALDIMAR J. EYLANDS: Deilan um Palestínu Deilan um Palestínu, sem staðið hefir á milli Gyðinga og Araba, nú um nokkra áratugi, á einkum rætur að rekja til fyrri heimsstyrjaldarinnar og þeirra ráðstafana, sem stór- veldin gerðu í landsmálum þar að stríðinu loknu. Stafar deilan af því, að báðar þessar frændþjóðir gera þjóðréttar- legar og trúarbragðalegar kröfur til einkaréttar á landinu fyrir sig og niðja sína. Allir kannast við Gyðinga, sem að fornu og nýju eru einnig nefndir ísraelsmenn. Biblían er helzta heimild um uppruna þeirra, einkum I. Mósebók. Þar er sagt frá ætt- feðrum þjóðarinnar, þeim Abraham, ísak og Jakob. Ýmsir fræðimenn efast um sannleiksgildi þessara frásagna og telja jafnvel, að þessir ættfeður hafi aldrei verið til öðru- vísi en sem persónur í skáldsögu. Aðrir fræðimenn, jafn- snjallir, benda á, að fornleifafræði nútímans staðfesti hinar fornu frásögur. Tíu amerískir háskólar hafa undanfarin ár staðið að uppgreftri miklum, sem farið hefir fram við must- eriskastalann í Síkem. Hafa þeir nýlega birt skýrslu um árangurinn af þessu starfi og telja hann staðfesta fullkom- lega frásögur ritningarinnar um þennan stað. Síkem er fyrsta borgin, sem talað er um í Biblíunni. Þar háði Abime- lek ísraelskonungur mika orustu 1150 árum f. Kr. og eyddi borgina. Er greint frá þessum aðförum í Dómarabókinni. Telja fræðimenn þessir sig hafa fundið byggingar, sem stóðu þarna á dögum ættfeðra ísraels, en þess er getið, að Abraham og Jakob hafi dvalizt þar um skeið. Fræðimenn og sagnritarar Gyðinga viðurkenna yfirleitt frásögur Móse- bókar um þetta efni og telja hiklaust Abraham forföður sinn og stofnanda þjóðarinnar. Þeir benda einnig á, að það var Abraham, forfaðir þeirra, hinn frumstæði hjarðmaður, sem hlotnaðist mikilvægasta opinberun, sem mannkyni hefir nokkru sinni veitzt; vitneskja um einn Guð, skapara himins og jarðar, sem vakir æ yfir þeim börnum sínum, sem hlýðn-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.