Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Síða 26

Sameiningin - 01.04.1960, Síða 26
24 Sameiningin reiðin. Þeir láta sér fátt um finnast alla menningu og tækni nútímans og bera djúpa fyrirlitningu fyrir bænda- lýð og bæjarmönnum, telja þá hafa fætur fasta við jörð, en sjálfa sig frjálsa sem fugla loftsins. Fjöldi Araba er einnig iðnaðar- og verzlunarmenn og hafa fyrir löngu samið sig að siðum og háttum vestrænna manna. En þrátt fyrir útilok- unarstefnu fyrri alda og innbyrðis deilur eru Arabar nú betur sameinaðir en nokkru sinni fyrr. Þjóðerniskennd þeirra hefir vaknað fyrir alvöru, einmitt í sambandi yið hið umdeilda föðurland. Þeir eru einnig sameinaðir um trú og tungu. Flestir eru þeir Múhameðstrúar og tala arabísku eða afbrigði hennar. Þó eru víða stórir hópar af kristnum Aröbum, svo sem í Líbanon, Sýrlandi, Egyptalandi og í Jerúsalem, Betlehem og Nazaret í Gyðingalandi. Það er talið, að um fimmtíu milljónir Araba eigi heima í löndunum austan og sunnan við Miðjarðarhafið. Arabar neita því harðlega, að Gyðingar eigi nokkur sérréttindi í Palestínu, telja þá ekki eiga neitt sögulegt til- kall til landsins. Þeir gera lítið úr sérsamningi þeim, sem talið er að Drottinn hafi gert við þá grein fjölskyldunnar, sem frá ísak er sprottin. Hafi slíkur sérsamningur verið gerður, þá hafi þeir sjálfir brotið hann af sér og hlotið makleg málagjöld. Þeir benda á, að Gyðingar hafi aftur og aftur reynt að ná landinu á vald sitt, en það hafi aldrei tekizt nema um stundarsakir. Þeir benda á, að fyrsta inn- rásin af hálfu Gyðinga var gerð á dögum Jósúa. Hann náði að vísu hálendi Júdeu á sitt vald, en frumbyggjar landsins, forfeður þeirra sjálfra, héldu strandlengjunni og sléttunum cg bjuggu þar í friði öld fram af öld. Fyrst lengi voru þeir sjálfstæðir, en síðan undir stjórn Rómverja og byzantíska keisaradæmisins. Gyðingum var hins vegar stökkt úr land- inu aftur og aftur, og svo mun enn verða, segja þeir. í fornöld voru þeir herleiddir, fyrst til Egyptalands, síðan til Babylon. Loks flýðu þeir land fyrir fullt og allt, að undanteknum smáhópum, sem eftir urðu hér og þar fyrir hart nær tveim þúsundum ára, þegar Títus jafnaði Jerú- salem við jörðu. Þeir héldu ekki þann samning, sem þeir töldu Drottin hafa gert við sig. Þeir hafa sopið syndagjöldin,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.