Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1960, Page 27

Sameiningin - 01.04.1960, Page 27
Sameiningin 25 sem Móses talaði um forðum: „Ef þú gætir þess ekki að halda öll fyrirmæli lögmálsins, þau sem rituð eru í þessari bók — munuð þér verða reknir burt úr því landi, er þér haldið nú inní. Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóð- anna frá einu heimskauti til annars, — hvergi mun hvíld- arstaður vera fæti þínum, heldur mun Drottinn gefa þér skjálfandi hjarta, þrotnandi augu og ráðþrota sál.“ (V. Mós. 28). Þrátt fyrir röksemdir og fullyrðingar Araba, sem að ofan greinir, hafa Gyðingar ávallt átt meiri samúð að mæta en Arabar í deilunni um Palestínu. Landið hefir jafnan gengið undir nafninu Gyðingaland í meðvitund alþjóðar. Kristin kirkja spratt úr gyðinglegum jarðvegi. Kristur var Gyð- ingur. Þessir þjóðbræður hans hafa verið landflótta og flakkandi um víða veröld í hart nær tvö þúsund ár. Þeir hafa verið grimmilega ofsóttir á ýmsum tímum, og þó aldrei eins hatramlega og í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir þurfa að eignast heimili sem þjóðflokkur. Arabar eru lýtt þekktir í hinum vestræna heimi; þeir eru menningarlega talað á bernskuskeiði. Gyðingar eru vel þekktir; þeir eru næstu nágrannar allra þjóða. Þeir eru frábærilega sam- heldnir og dugmiklir. Þeir náðu miklum pólitískum áhrifum víða um lönd og náðu áheyrn og samúð áhrifamanna í ýmsum löndum. Þeir höfðu sín á milli alþjóðlegt þjóðrækn- isfélag, Zíonista félagið sem hafði á dagskrá sinni sem aðal- mál endurheimting Palestínu. Aðaláróðursmenn Zíonista félagsins á Bretlandi voru þeir dr. Weizmann og Rothschild lávarður. Hófu þeir markvissar tilraunir til að fá stjórn Breta til að mynda Gyðingaríki í Palestínu undir brezkri vernd. En brezka stjórnin vildi ekki ganga inn á þetta, fyrst lengi. En Zíonistar héldu áfram viðleitni sinni í höf- uðborgum Evrópu, París, Berlín, Rómaborg og einnig í Washington. Vestanhafs, þar sem menn höfðu enn minni kynni af staðháttum í Gyðingalandi, tókst að vinna hylli almennings við hugsjónir og kröfur Zíonista. Loks unnu Gyðingar það á, að Balfour lávarður, sem þá var forsætis- ráðherra Breta, skrifaði Rothschild lávarði bréf, sem er dagsett 2. nóv. 1917, þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.