Sameiningin - 01.04.1960, Qupperneq 31
Sameiningin
29
Sameinuðu þjóðirnar hefðu rétt til að ráðstafa landinu á
þennan hátt. Heimtuðu þau að málið skyldi lagt fyrir alþjóða
dómstól, en sú krafa var felld með eins atkvæðis mun. Öll
Asíuríkin greiddu atkvæði á móti skiptingunni.
Þessi úrlausn málsins gaf Gyðingum hið græna ljós.
Bretar voru í þann veginn að flytja allan her sinn úr land-
inu. Gyðingar gripu tækifærið og lýstu yfir því á alþjóða-
vettvangi, að ríkið ísrael væri stofnað í Palestínu. Truman
Bandaríkjaforseti viðurkenndi hið nýja ríki samstundis og
Rússar skömmu síðar. Arabaríkin sendu nú hersveitir til
Palestínu, til þess að halda öllu í skefjum og vernda borgara
landsins. Gyðingar höfðu einnig flutt herdeildir inn í landið,
og hófust nú þegar grimmúðleg vopnaviðskipti. Arabar
fengu ekki staðizt skipulagning og vopnaburð Gyðinga. Á
skömmum tíma náðu Gyðingar miklum hluta landsins á
sitt vald, en Arabar voru hraktir frá heimilum sínum svo
þúsundum skipti. Eftir nokkurt þóf skipuðu Sameinuðu
þjóðirnar báðum hernaðaraðilum að leggja niður vopn. Var
þeirri skpian hlýtt. Af þessu skapaðist hin einkennilega
landamæralína, sem nú aðskilur þessi tvö ríki. Hún liggur
í ótal hlykkjum og bugðum um endilangt landið og markar
þá stöðu, sem hersveitirnar voru í á vopnahlésdaginn. Á
milli þessara þjóða ríkir enn þá hernaðarástand og fullur
fjandskapur. Ferðamönnum er ekki leyft að fara úr einu
ríkinu í annað. Borginni helgu, sem Gyðingar gerðu að
höfuðborg sinni, er skipt í tvennt, og eru gaddavírsgirðingar
og aðrar tálmanir hér og hvar á strætunum, auk þess sem
vopnaðir hermenn eru á stjái á flestum gatnamótum, þar
sem ísrael og Jordan mætast.
Talið er, að um ein milljón arabískra flóttamanna séu
nú í Jordan ríkinu. Voru þeir flestir áður búsettir í vestur-
hluta landsins, þar sem nú er ísrael. Þeir dveljast í tjöldum
og jarðhúsum víðs vegar, atvinnulausir og vonlitlir um
framtíðina. Hafa þeir sér til lífsuppeldis daglega sjö centa
tillag á mann, sem þeim er veitt af Sameinuðu þjóðunum.
Vart er hægt að hugsa sér ömurlegri kjör en þetta fólk á
nú við að búa.