Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1960, Page 34

Sameiningin - 01.04.1960, Page 34
32 Sameiningin kveður að, hafa flutzt til Palestínu frá Bandaríkjunum. í lýðræðisríkjum, þar sem fólk nýtur almennrar velmegunar, eru Gyðingar í lífshættu; þeir týnast í samruna við aðrar þjóðir. Hér tilfærði forsetinn ummæli úr Talmud, trúarbók Gyðinga: „Hver sá (Gyðingur), sem dvelur langvistum er- lendis, er guðlaus.“ Fimm hundruð fulltrúar Zíonista sátu grafalvarlegir undir ræðu forseta. Formaður Alheimsfélags Zíonista, sem þarna var viðstaddur, Nahum Goldmann, viðurkenndi í svar- ræðu, að takmarki félagsins væri engan veginn náð, þar sem aðeins einn fimmti hluti Gyðinga dvelur nú í „heimalandi“ sínu. Þá lét formaður Bandaríkjadeildarinnar svo ummælt: „Fólksflutningur í stórum stíl frá Bandaríkjunum til Pal- estínu er með öllu óhugsandi. Við gerum sálsjúka aumingja úr börnum okkar, ef við segjum þeim, að Bandaríkin séu ekki þeirra land, heldur að hið eiginlega ættland þeirra og fósturjörð sé í annarri heimsálfu, fyrir handan höf.“ Ekkert skal um það fullyrt, hvort borgarstjóri arabísku Jerúsalem er í ætt við spámennina, sem á þessum slóðum sögðu fyrir óorðna hluti, fyrir öldum síðan, né um það hvort Ben-Gurion er sá Móses, er leitt fái landa sína um heim allan úr herleiðingunni, heim til fyrirheitna landsins. Hitt er ljóst, að Palestínudeilan er enn óleyst, og að hún getur orðið örlagarík fyrir allan heiminn. Þá er það og ljóst, að þeir eru sælir, sem eiga þá móðurmold, sem enginn girnist.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.