Sameiningin - 01.04.1960, Side 35
Sameiningin
33
Ki rkj ufélagsf rétti r
Séra Eric H. Sigmar hefir nýlega sagt af sér prestskap
við St. Stephens kirkjuna í St. James, Man., og þá um
leið forsetastörfum Kirkjufélagsins. Hann hefir tekið köllun
Zion lútersku kirkjunnar í Camas, Washington, og er nú
fluttur þangað ásamt fjölskyldu sinni. Er hér um að ræða
einn af stærri söfnuðum Pacific synodunnar; telur söfnuð-
urinn um 650 fermda meðlimi og hefir nýlega byggt sér
glæsilegt guðshús.
Eins og kunnugt er, er séra Eric sonur merkishjónanna
Dr. og Mrs. H. Sigmar. Hann var fæddur í Wynyard, Sask.,
þar sem faðir hans var þá prestur. Menntun sína hlaut hann
að Mountain, N.D., við ríkisháskóla N.D. í Grand Forks,
menntaskóla í Gettysburg, Penn., og Mt. Airy prestaskólann
í Philadelphia. Hann var vígður til prests 15. júní 1947.
Hann hefir þjónað prestaköllunum í Glenboro, Manitoba,
Seattle, Washington, og nú síðast í St. James, Man.
Hugheilar blessunaróskir fylgja séra Eric og fjölskyldu
hans út í hinn nýja verkahring þeirra.
Séra Eiríkur Brynjólfsson, prestur íslenzku kirkjunn-
ar í Vancouver, B.C., átti við veikindi að stríða fyrri hluta
vetrar, og varð að dveljast langdvölum á sjúkrahúsi. Forseti
kirkjufélagsins óskaði eftir því, að beðið væri fyrir séra
Eiríki í öllum kirkjum Kirkjufélagsins sunudagana 4. og
11. desember s. 1. Séra Eiríkur mun nú kominn heim af
sjúkrahúsinu og á batavegi. Við erum þakklát Guði í hvert
skipti, sem við reynum trúfesti hans, og vonum, að við
eigum eftir að njóta starfskrafta séra Eiríks enn um langa
stund.
Fyrsta lúterska kirkjan hefir tekið til notkunar nýja
viðbyggingu við kirkjuheimili safnaðarins við Victorsstræti
í Winnipeg. Viðbyggingin var hátíðlega tekin til notkunar
með vígsluathöfn við morgunguðsþjónustu sunnudaginn 20.
nóvember s. 1. Fimm herbergi eru í þessari nýju viðbygg-