Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1960, Page 36

Sameiningin - 01.04.1960, Page 36
34 Sameiningin ingu og hafa þau verið tekin til notkunar fyrir skrifstofu kirkjunnar og sunnudagaskólann. Vígsluathöfnin hófst með skrúðgöngu, í henni tóku þátt djáknanefnd og safnaðarstjórn ásamt byggingarnefnd- inni og ungmennafélagsskap kirkjunnar. Sóknarpresturinn, séra Valdimar J. Eylands D.D., prédikaði og lagði út af orðum Jesaja: „Minnist hellubjargsins, sem þér eruð höggnir af, og treystið Guði.“ (Jes. 51:1-3). Á annan jóladag kl. 11 f. h. var hin nýja kirkja St. Stephens kirkjunnar í St. James formlega tekin til notkunar. Var guðsþjónustan öll með miklum hátíðarbrag og um allt hin virðulegasta. Fráfarandi prestur safnaðarins, séra Eric H. Sigmar, prédikaði, en kveðjur fluttu þeir Dr. Earl Treusch, formaður Canadian Lutheran Council, séra Ian Harvey, prestur í Silver Heights United Church, og Dr. V. J. Eylands, prestur Fyrstu lútersku kirkju. Afhenti hann hinum unga söfnuði tvo nýja kórstóla frá kirkju sinni, sam- kvæmt ráðstöfun safnaðarnefndarinnar. Einnig afhenti hann séra Eric að brottfarargjöf frá Kirkjufélaginu Kristslíkneski Thorvaldsens. Lúterska kirkjan í Árborg hefir verið endurnýjuð að miklu leyti á árinu 1960. Að viðbættum breytingum og end- urnýjun á aðalbyggingunni hafa verið byggðar tvær álmur út frá kirkjunni kórmegin. Er hér um að ræða aukið rúm fyrir sunnudagaskóla, skrifstofu prests, og rúm fyrir fundi og samkomur. Þessi viðbygging er hin myndarlegasta og söfnuðinum til mikils sóma. Viðbyggingin var vígð og há- tíðlega tekin til notkunar sunnudaginn 18. desember. Sókn- arpresturinn, séra O. Jack Larson, prédikaði við það tæki- færi og lagði út af orðum Amosar: „Vei hinum andvara- lausu á Zion . . .“ Hann útlistaði fyrir söfnuðinum mikil- vægi þess skrefs, sem tekið hefði verið til að gera söfnuð- inn hæfari til þjónustu við byggðina, og hvatti um leið til stærri átaka í framtíðinni. Herðubreiðarsöfnuðurinn á Langruth, Man., hefir fest kaup á nýju prestsseturshúsi. Húsið var keypt með aðstoð

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.