Sameiningin - 01.04.1960, Side 39
Sameiningin
37
skipt niður í 30 landfræðilegar synodur, þar af munu þrjár
verða í Kanada, en hinar allar í Bandaríkjunum. Söfnuðir
þeir, sem nú tilheyra íslenzka Kirkjufélaginu, myndu falla
saman við fimm af þessum synodum, ef Kirkjufélagið
greiðir atkvæði sameiningunni í hag, en hver þessara synoda
myndi verða nægilega fjölmenn til að hafa á að skipa
tveimur föstum embættismönnum, bæði forseta og sérstök-
um fulltrúa fyrir trúboð, Evangelism og Stewardship.
Ég hefi áður rætt og ritað um öll atriði þessa máls á
opinberum vettvangi, t. d. í forsetaskýrslu minni frá síð-
asta kirkjuþingi. Ég vil endurtaka það, að það er ein-
læg sannfæring mín, eftir að hafa þaulhugsað þetta mál,
að hin viturlegasta stefna, sem íslenzka Kirkjufélagið
á völ á í þessu máli, er að ljá sameiningunni fylgi sitt og'
verða þátttakendur í henni. Það er erfitt að slíta þau bönd,
sem tengja okkur við fortíðina. En verum þess jafnframt
minnug, að samþykktir hinnar nýju kirkju gera ráð fyrir,
að stoínuð verði sérstök áhugasamtök meðal hópa, sem
búa að sameiginlegum þjóðar- og menningarerfðum. Það
liggur þess vegna í augum uppi, að sú stefna skuli tekin
meðal okkar að stofna til „íslenzk lúterskra samtaka“ (Ice-
iandic Lutheran Conference).
Slík samtök myndu skapa nauðsynlegan tengilið milli
safnaða og einstakra áhugamanna um kirkjumál, sem væru
af íslenzkum uppruna og ætt. Það myndi gera mörgum
prestum og leikmönnum, sem hafa verið slitnir úr sam-
bandi við íslenzka Kirkjufélagið um árabil, fært að vera
meðlimir slíkra samtaka.
Þó að ég hafi kvatt ykkur vinir mínir í íslenzka Kirkju-
félaginu, þá finnst mér síður en svo, að ég hafi kvatt
vkkur í hinzta sinn. Því að það er einlæg von mín, að okkur
eigi aftur eftir að auðnast að starfa að sameiginlegum
áhugamálum í slíkum íslenzk lúterskum samtökum.
Guð blessi ykkur öll! Þökk sé ykkur fyrir gömul og
góð kynni, og fyrir vináttu ykkar og fyrir samþjónustuna
við Drottin. „Ég þakka Guði mínum í hvert skipti, sem
ég hugsa til yðar.“ Og ég hlakka til nánari kynna, sem
framtíðin mun flytja okkur.