Sameiningin - 01.04.1960, Side 40
38
Sameiningin
Séra Wallace Bergman:
íslenzka Kirkjufélagið og hin nýja
lúterska kirkja í Ameríku
Saga Sameiningarinnar
Innan eins eða tveggja ára mun verða mynduð ný höf-
uðkirkja innan raða lúterska kirkjuhópsins í Norður-
Ameríku. Þessi nýja kirkja, sem mun hljóta nafnið „Lúterska
kirkjan í Ameríku" (Lutheran Church in America), verður
mynduð við sameiningu fjögurra lúterskra kirkjufélaga,
„Augustana lútersku kirkjunnar", Sameinuðu lútersku
kirkjunnar“ (U.L.C.A.), „Suomi synodunnar“ og „Amerísku
evangelísku lútersku kirkjunnar“. Þessar fjórar höfuðkirkj-
ur hafa starfað að mestu á aðskildum grundvelli fram til
þessa, aðallega vegna þjóðernislegra erfða og uppruna,
fremur en af guðfræðilegum ágreiningi. Augustana kirkjan
er sænsk að uppruna, Suomi er finnsk, Amerísk-evangeliska
kirkjan er dönsk, en Sameinaða kirkjan (U.L.C.A.) er af
all blönduðum uppruna, þó að stór hluti hennar sé af þýzk-
um ættum.
Þegar landnemar frá þessum löndum komu til stranda
Norður-Ameríku, í'iuttu þeir með sér marga hluti verð-
mæta, svo sem móðurtungu, sér-menning og trú. Frá
skandinavísku löndunum, sem öll hafa lúterska ríkiskirkju,
kom að sjálfsögðu iúterskt fólk, sem gróðursetti og hlúði
að lúterskri trú meðal landnemanna, með sérstakri áherzlu
á tengslin við þjóðlöndin, sem þau komu frá.
Þannig gerist það, að vér höfum margar greinar af
lúterskum sið í Norður-Ameríku, sem hafa starfað að mestu
leyti aðskildar, aðallega, eins og áður er getið, vegna mis-
munar á þjóðerni.
Eftir því sem árin líða, verður þessi mismunur þýð-
ingarminni, og fólkið, sem tilheyrir þessum hópum, kemur