Sameiningin - 01.04.1960, Page 41
Sameiningin
39
auga á það,- sem sameiginlegt er með þeim sem lúterstrúar,
og hefur jafnframt undirbúning þess að samtök þeirra sam-
einist. Kirkja vor, Sameinaða lúterska kirkjan, sem stofnuð
var árið 1918, var ávöxtur slíkar sameiningar.
Á síðastliðnu ári var stofnuð ný lútersk kirkja, „Amer-
íska lúterska kirkjan11 (The American Lutheran Church) með
slíkri sameiningu þriggja höfuðkirkna. Vonir standa til,;að
á árinu 1962 verið lokið við öll undirbúningsatriði sam-
einingar þeirrar, sem vér eigum þátt í, og að hin nýja kirkja,
„Lúterska kirkjan í Ameríku", taki til starfa 1. janúar 1963.
Þetta er hluti af forsögu sameiningarmálsins; — nokkuð
af því er all flókið, ef maður er ekki kunnugur sögu hinna
ýmsu hópa, sem þarna koma við sögu. En spurningin, sem
oss leikur helzt hugur á að fá svarað er: Hvaða áhrif mun
þessi sameining hafa á íslenzka Kirkjufélagið?
Árið 1941 tók íslenzka Kirkjufélagið eina þá viturleg-
ustu ákvörðun, sem það hefir tekið, þegar að það gerðist
hluti af Sameinuðu lútersku kirkjunni (U.L.C.A.) og varð
þar með eitt af 32 synodum, sem sú kirkja samanstendur
af. Síðan þetta gerðist, hefir Kirkjufélag vort átt að fagna
víðtækara kristilegu samfélagi og um leið aukinni ábyrgð.
Sem hluti af Sameinuðu lútersku kirkjunni eigum vér nú
þátt í framförum, sem leiða til enn víðtækari samfélags
fyrir tilstiili þessarar sameiningar. Á næstkomandi kirkju-
þingi fyrir árið 1961 mun íslenzka Kirkjufélagið þurfá að
taka ákvörðun um framtíðarstefnu vora innan hinnar nýju
kirkju.
Vér eigum tveggja kosta völ, a) að taka þátt í sam-
einingunni án þess að breyta í nokkru frá núverandi fyrir-
komulagi Kirkjufélags vors, eða b) leysa upp Kirkjufélag
vort, þannig að söfnuðir vorir verði hluti af þeim nýju
synodum, sem verða stofnaðar á þeim svæðum, sem þeir
eru staðsettir á. Með öðrum orðum, kirkjurnar í Manitoba,
sem tilheyra Kirkjufélagi voru, munu verða hluti af hinni
nýju Manitoba-Saskatchewan synodu, kirkjurnar í Norður-
Dakota hluti af Norður-Dakota synodu, o. s. frv. Það er auð-,