Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Síða 6

Sameiningin - 01.01.1920, Síða 6
6 eins um bráðabirgöar-ráðstöfun að ræða, og svo líka það, sem mestu varðar, að hinn ritstjórinn, séra Guttormur Guttormsson, mun bæta meiru á sig blaðinu til uppbótar. Mun það bæta, að nokkru skakkafallið. N. Steingrímur Thorláksson. --------o-------- Á víð og dreif. Réttur fátækra. Oft hafa heyrst umkvartanir um það, að fátækir og ríkir stæði ekki jafnt að vígi fyrir dómstólum þessa lands, — að peningar hefðu meiri þyngd en góðu hófi gegndi, í metaskálum réttvísinnar. Að ekki sé þær aðfinslur gripnar úr lausu lofti, það sannar bæklingur, sem logmaður einn í Boston, Heber Smith að nafni, hefir nýlega komið á prent. Bókin heit- ir Justice and the Poor (“Kéttlætið og fátæklignamir”); hún er samin og gefin út á kostnað sjóðs þess, sem auð- maðurinn Carnegie stofnaði fyrir nokkram árum til styíktar rannsóknum í Mannfélagsfræði. Eliuli Root, nafntogaður lögfræðingur og stjórnmálamaður, einn af leiðtogum íhaldsmanna í Eepúbl’íka-flokknum, hefir lokið lofsorði á bók þessa, og tekið í sama streng og höfundur- inn. Ætti þetta tvent að vera nóg sönnun þess, að efni ritsins sé enginn a'.singa-blástur úr Bolshevikum. Lýtin eru þrennskonar á réttarfari landsins, segir Smith. Fyrst er þessi sífeldi dráttur. Lagaleiðin er alt of tafsöm, dóm- stólarnir óheyrilega seinir á sér. Þetta seinlæti er æfin- lega ríka manninum í vil, en hallar á fátæklinginn, sem ekki hefir föng á að bíða. Stafar þetta af úreltum venj- um og flóknum lagaformum. Þá eru útgjöldin, sem ríkið sjálft heimtar af hverjum manni, er í málsókn fer. Fá- tæklingurinn getur oft og tíðum ekki ráðist í þann kostn- að, einkum þegar deilt er um smáar f járupphæðir. Hann verður svo að fyrirgjöra rétti sínum, þegar málshöfðun er ókleif eða svarar ekki kostnaði. Þó er þriðji gallinn verstur. Það er töllur mála- fJutningsmannsins. Höfundurinn á ekki við það, að lög- menn sé of ásælnir. Meinið liggur dýpra. Réttarfarið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.