Sameiningin - 01.01.1920, Page 21
21
2. ó, himna Guð! eg hrópa’ á þig
í heimsins istríði’ og sorg,
æ, liðsinn mér og leiddu mig
í lífsins ihelgu borg.
3. pað er svo dauft og dapurt hér,
og dimm er æfibraut;
kveik ljós í hug og hjarta mér
og hrind burt sorg og þraut.
4. pitt Ijós, ó Jesú! lýsir rann,
það lyftir sorg af brá,
og kennir mér að þekkja þann,
sem Iþú ert kominn frá.
5. í ljósi þínu leyfðu mér
að lifa hverja stund,
svo sál mín hljóti sess hjá þér,
þá isofna’ eg hinsta blund.
6. Eg glögt nú finn, æ, faðir kær!
hve föðurhöndin þín
hún hjálpar, styður, hjúkrun ljær
og huggar sálu mín.
--------0---------
I RADDIR FRÁ ALMENNINGI |
Dcild þcssa annast séra G. Guttormsson. í
S A M T A L.
A—Eitt langar mig til að vita, sem enginn prestur hefir
sagt mér og eg hefi ekki getað fundið í nokkurri bók.
B—Ef það er nokkuð viðvíkjandi kristindómi, þá láttu mig
heyra það.
A—pað er mér minnisstætt, að þegar Kristján níundi
Danakonungur kom til íslands á þjóðhátíðinni, þá voru margir
af þeim, sem áttu að koma fram fyrir hann, svo ófróðir um hirð-
siði, að þeir leituðu sér upplýsinga um það, hvernig þeir ætti
að koma fram fyrir konung og heilsa honum með viðeigandi
kurteisi.
B—Mér finst það ekki koma neitt trúarefnum við, hvernig
menn eiga að korna fram fyrir Danakonung.