Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 10

Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 10
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR Foreldrar gegna lykilhlutverki við að móta heilbrigðan lífsstíl barna með góðu fordæmi og hispurslausum samræðum. Með því að kaupa áfengi fyrir unglinginn viðurkenna foreldrar að það sé eðlilegur hluti af lífi ungs fólks að drekka áfengi. Ekki kaupa þér vinsældir – vertu fullorðinn! E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 15 8 „Ekki kaupa landa, pabbi ætlar að blanda“ Páskaglaðningur American Express® Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu frá 15. til og með 30. apríl! FRÉTTASKÝRING Hvernig verður vaxtagreiðslum vegna Icesave háttað, tapi Ísland málaferlum? Nýlegar fréttir af því að til standi að selja verðmætustu eign þrotabús Landsbankans, bresku verslana keðjuna Iceland Foods, ýta undir vonir um að heimtur úr þrotabúinu dugi til að greiða kröf- ur vegna Icesave. Eins og fram hefur komið gera Bretar og Hollendingar kröfu um að fá endurgreiddan kostnað við að greiða breskum og hollenskum innstæðueigendum á Icesave- reikningunum fé sem þeir töpuðu á falli Landsbankans. Nú þegar margt bendir til að Iceland Foods seljist á hærra verði en skilanefnd Landsbank- ans metur eignina í sínu eigna- safni aukast líkur á því að þrota- búið standi undir kröfum Breta og Hollendinga. Það þýðir þó ekki að vextir fáist greiddir úr þrotabúinu. Bretar og Hollendingar líta svo á að þeir hafi lánað íslenskum stjórnvöldum þegar þeir bættu innstæðueigend- um tap sitt vegna falls Landsbank- ans, og þar með að þeim beri að fá greidda vexti. Vaxtakröfur eru ekki forgangskröfur í þrotabúið, og því afar ólíklegt að búið standi undir því að greiða þær. Í samningum sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðast- liðinn laugardag höfðu þjóðirnar þrjár samið um að íslensk stjórn- völd greiddu afar lága vexti af þessari skuld. Vextirnir áttu að vera 3,3 prósent af skuldinni við Bretland en 3 prósent af skuld Íslands við Holland. Í fyrri Icesave-samningi, sem felldur var í þjóðaratkvæða- greiðslu í fyrra, var samið um 5,5 prósenta vexti. Írland, Portúgal og Grikkland greiða enn hærri vexti af lánum sem ríkin hafa fengið frá öðrum Evrópuríkjum vegna efna- hagserfiðleika. Lárus Blöndal, sem sat í samn- inganefnd Íslands vegna Icesave, segir að enn sé til staðar möguleiki á að engir vaxtakostnaður falli á íslenska ríkið þó að ríkið verði dæmt til að greiða Bretum og Hol- lendingum bætur með vöxtum. Hann bendir á spá Lars Christian sen, forstöðumanns grein- ingardeildar Danske Bank, um allt að 25 prósenta styrkingu íslensku krónunnar á næstu þremur árum. „Ef gengið styrkist lyftist þakið á því sem fæst úr þrotabúinu,“ segir Lárus. Styrkist krónan fái Tryggingarsjóður innstæðueig- enda og fjármagnseigenda fleiri krónur úr þrotabúinu en ella, sem geti dugað til að greiða vexti. Þetta er þó óvissu háð. Alls óvíst er að Bretar og Hollendingar sætti sig við jafn lága vexti og náðust í samningaviðræðunum. Stjórnvöld í ríkjunum tveimur hafa raunar lýst því yfir að þau myndu krefj- ast hærri vaxta yrði samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef vextirnir verða jafn háir og í fyrri samningum [5,5 prósent] er mjög ólíklegt að við getum fengið upp í alla vextina,“ segir Lárus. brjann@frettabladid.is Mögulegt að vextir fáist úr þrotabúinu Enn er mögulegt að Ísland sleppi við að greiða kostnað vegna Icesave þótt málið tapist fyrir dómstólum. Hagstæð gengisþróun gæti lækkað greiðslur í krónum. Ólíklegt ef vextirnir verða jafn háir og í fyrri samningi segir Lárus Blöndal. LANDSBANKINN Kröfur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjármagnseigenda í þrotabú Landsbankans eru forgangskröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Ef vextirnir verða jafn háir og í fyrri samn- ingum [5,5 prósent] er mjög ólíklegt að við getum fengið upp í alla vextina. LÁRUS BLÖNDAL HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.