Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 16
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Umfelgun 2.990frá kr. Farþegar Sumarferða í ferð til Tenerife í fyrra hafa fæstir heyrt af úrskurði um að fyrirtækið eigi að bæta sólarhringstöf sem varð á brottförinni. Forstjórinn segir flesta hafa verið sátta með þær bætur sem fyrir- tækið bauð á þeim tíma. Mæðgur sem keypt höfðu vikuferð til Tenerife í byrjun júní í fyrra fengu einn sjöunda hluta ferðar- innar endurgreiddan auk annarra bóta vegna þess að brottför tafðist um einn dag. Um tvö hundruð manns voru í hóp sem fara átti með Sumarferð- um til Tenerife 31. maí í fyrra. Flugvél frá Iceland Express sem flytja átti hópinn utan var ekki til reiðu þegar kom að áætlaðri brott- för klukkan níu um morguninn. Bilun var í framrúðu vélarinnar sem fór ekki í loftið fyrr en klukk- an fimm næsta morgunn. Í milli- tíðinni var búið að ganga á með breytilegum tilkynningum til far- þeganna um væntanlegan fram- gang mála. Mægðunum bauðst að fá fimmtán þúsund króna gjafa- bréf frá Sumarferðum í bætur en það þáðu þær ekki. Konan kærði málið til úrskurð- arnefndar Samtaka ferðaþjónust- unnar og Neytendasamtakanna. Í úrskurði nefndarinnar segir um frásögn konunnar að hún hafi verið orðin afar þreytt við komuna til Tenerife enda þá verið búin að sofa lítið í tvær nætur. Vikuferðin í raun verið orðin fimm daga ferð. „Til að mynda hafi hún ekki treyst sér til að hjóla um eyjuna, en það hafi verið aðaltilgangur ferðarinn- ar, fyrr en á þriðja degi,“ segir í úrskurðinum. Sumarferðir sögðu úrskurðar- nefndinni að fyrirtækið væri ekki skaðabótaskylt því seinkunin hafi verið ófyrirsjáanleg. Farþegum hefði þó verið boðin endurgreiðsla vegna einnar gistinætur á hóteli og auk þess fimmtán þúsund króna inneignarnóta hjá fyrirtækinu. Úrskurðarnefndin sagði að Sumar ferðum bæri að endurgreiða mæðgunum upphæð sem svaraði til eins sjöunda hluta af vikuferð- inni og bætur að auki fyrir flutn- ing til og frá flugvellinum og greiðslu fyrir hressingu á flug- vellinum, samtals 61.044 krónur. Úrskurðurinn var kveðinn upp í nóvember síðastliðnum en Sumar- ferðir hafa þó ekki kynnt hann fyrir öðrum úr ferðahópnum. Ein- hverjir farþeganna hafa þó haft pata af úrskurðinum og náð að fá endurgreiðslu í samræmi við hann. Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segist ekki telja það í verkahring þess að gera viðvart um slíka úrskurði í máli einstakra viðskiptavina. „Hvert mál er sér- stakt og við náðum sátt við alla aðila nema þessa tvo sem við gerð- um síðan upp við í samræmi við úrskurð nefndarinnar, enda mun- aði afar litlu á því sem við buðum og því sem nefndin úrskurðaði,“ segir forstjórinn. gar@frettabladid.is TENERIFE Kona sem ætlaði að verja viku á Tenerife var svo útkeyrð eftir sólarhrings töf á fluginu frá Keflavík að hún megnaði ekki fyrr en á þriðja degi að hjóla um eyjuna eins og hún segir hafa verið megintilgang ferðarinnar. 2 bollar vatn 4 pakkar matarlím 15-20 dropar af ilmkjarnaolíu (Essential oil) fæst m.a. í Heilsu- húsinu 1-2 msk. salt matarlitur Blandið saman einum bolla af vatni, ilmkjarnaolíunni og matar- litnum og hitið í potti þangað til sýður. Takið af hellunni og blandið matarlími og salti saman við, látið leysast upp. Setjið síðan afganginn af vatninu út í pottinn og hrærið vel saman en varlega svo það freyði ekki. Hellið í sótthreinsaða krukku með loki og kælið í ísskáp í sólar- hring. Stingið síðan nokkur göt á lokið og þá eruð þið komin með ykkar eigin ilmkrukku. Gleymið alls ekki saltinu því annars myglar gelið. Setjið krukkuna upp á skáp inni á baðherbergi eða þar sem þörf er á. GÓÐ HÚSRÁÐ Ilmgel Góð leið til að losna við vonda lykt Bætur fyrir eins dags töf á ferð til Tenerife Neytendasamtökin hafa fengið í kringum 200 fyrirspurnir og erindi vegna húsaleigumála það sem af er árinu. Það jafngildir um 800 á ári, en í fyrra voru erindi vegna húsaleigumála 414 og aðeins 218 árið 2009. Fyrirspurn- irnar eru mjög fjölbreyttar, segir á vef Neytendasamtakanna, og ljóst að þörf leigjenda fyrir aðstoð og ráðgjöf af þessum toga er mikil. Engin leigjenda- samtök eru starfandi og hafa Neytendasamtökin reynt að aðstoða leigj- endur en munu ekki geta haldið því áfram ef fram heldur sem horfir. ■ Húsaleiga Neytendasamtökin fá fjölda fyrirspurna KRÓNUR var verð á einum miða í Þjóðleikhúsið árið 2010. Árið 2000 kostaði miðinn 2.100 krónur og árið 1980 kostaði hann 40 krónur. Heimild: Hagstofan „Mín bestu kaup voru þegar ég fékk mér einkaþjálfara,“ segir Eyþór Arnalds, tónlistarmaður og bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks í Árborg. „Það var fyrir um sjö árum og þannig lærði ég að koma mér í form.“ Eyþór segist hafa tekið sig alveg í gegn með hjálp einkaþjálfarans eftir að hafa horfst í augu við þann raunveru- leika að hafa fitnað og áttað sig á því að nauðsynlegt væri að huga að heilsunni til framtíðar. „Með því að kaupa þjónustu einkaþjálfara lærði maður agann og því verður miklu meira úr æfingunum,“ segir Eyþór. Þegar bæjarfulltrúinn er spurður um verstu kaup sín kom tvennt upp í hugann. Annars vegar hlutabréf í Skjá 1, sem voru að mati Eyþórs ekki góð kaup, og hins vegar bensínið. „Það er orðið afskaplega endingarlítil fjárfesting,“ segir hann. NEYTANDINN: EYÞÓR ARNALDS BÆJARFULLTRÚI Í ÁRBORG Einkaþjálfarinn hefur margborgað sig 3.900 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.