Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 24
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR24
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
„Íslendingar eru afar duglegir að nýta
sér bókasöfn og þá sérstaklega nú eftir
efnahagshrunið. Útlán safnanna hafa
aukist mjög mikið síðustu tvö til þrjú
árin,“ segir Hrafnhildur Hreins dóttir,
formaður Upplýsingar, félags bóka-
safns- og upplýsingafræða. Félagið
stendur fyrir því að dagur helgaður
bókasöfnum verður haldinn hátíðlega
í fyrsta sinn um allt land í dag.
„Okkur finnst mikilvægt að benda á
það hvað bókasöfnin okkar eru mikil-
væg fyrir þjóðfélagið. Við ákváðum
því að halda þennan dag til að minna
á það en ekki síður er þetta hugsað til
að bókasafn- og upplýsingafræðingar,
sem og allir þeir sem vinna í kringum
söfnin, geri sér glaðan dag.“
Að sögn Hrafnhildar er tölfræði um
fjölda bókasafna á landinu einfaldlega
ekki til. „Mín ágiskun er að þau séu í
kringum 280-300 og eru þá meðtalin
öll sérfræðisöfn, söfn háskóla, rann-
sóknarstofnana, skólasöfn og hrein-
lega öll flóra bókasafna. Aukningu
útlána er almennt að finna á öllum
þessum söfnum og á Háskólasöfnunum
líka en þau voru þó mjög góð fyrir.“
Hrafnhildur nefnir sem dæmi að árið
2007 voru 866.896 titlar lánaðir út sam-
kvæmt tölum úr Gegni, sem er bóka-
safnsgrunnur sem stór hluti bókasafna
nota. Lánþegar voru þá um 160.000
talsins. Í fyrra voru 980.404 titlar lán-
aðir út, um 113.500 fleiri titlar en þrem-
ur árum áður. Þá voru lánþegar orðnir
195.000. „Á meðan þessi mikla aukning
verður erum við að skera niður á söfn-
unum, bæði í innkaupafé og mannafla
auk þess sem opnunartími hefur verið
styttur. Við sem teljum okkur vera
mikla bókaþjóð þar sem bókasöfn hafa
alltaf spilað stórt hlutverk í bókamenn-
ingunni verðum að standa vörð um
söfnin okkar.“
Starf upplýsinga- og bókasafnsfræð-
inga snýst um ýmislegt að sögn Hrafn-
hildur. „Við vinnum í takt við tækni-
þróun og þarfir þjóðfélagsins við að
skipuleggja upplýsingar á hvaða formi
sem er, þar með taldar bækur. Þann-
ig er leitast við að auka þekkingu og
styðja við menntun og rannsóknir. Í
félagi okkar eru rúmlega 600 félagar
en það eru ekki bara upplýsinga- og
bóksafnsfræðingar sem vinna á söfnum
heldur fólk með alls kyns bakgrunn,
bókmenntafræðingar, sagnfræðingar,
bókaverðir og fleiri.“
Ýmislegt spennandi verður á boðstól-
um á bókasöfnum landsins í dag. Um
140 bókasöfn taka þátt í dagskránni,
efna til leikja, kynninga, upplestra og
alls kyns viðburða eða bjóða safngesti
einfaldlega hjartanlega velkomna.
„Dagskrána má finna inni á vef
okkar, upplysing.is. Svo eitthvað sé
nefnt mun Héraðsbókasafn Rang-
æinga gefa bókamerki. Amtsbókasafn-
ið á Akureyri birtir lista yfir 100 bestu
íslensku bækurnar sem stéttin var að
velja. Safnið í Hveragerði sýnir hvernig
bækur eru plastaðar. Bókasafn Fella-
skóla leitar að slagorði og í Borgar-
bókasafninu býðst þeim sem ekki eiga
bókasafnsskírteini eitt slíkt ókeypis.
Þá er metnaðarfull dagskrá hjá Lands-
bókasafninu en þetta eru ótal margir
viðburðir og þess virði að fólk geri sér
ferð og kynni sér söfnin sín.“
juliam@frettabladid.is
DAGUR BÓKASAFNSINS: HALDINN Í FYRSTA SKIPTI Í DAG
STÓRAUKIN BÓKAÚTLÁN
SÖFNIN MIKILVÆG „Við sem teljum okkur vera mikla bókaþjóð þar sem bókasöfn hafa alltaf spilað stórt hlutverk í bókamenningunni verðum
að standa vörð um söfnin okkar,“ segir Hrafnhildur Hreinsdóttir, formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Á þessum degi árið 1939 kom út skáldsagan
Þrúgur reiðinnar eftir rithöfundinn John Stein-
beck. Steinbeck hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir
bók sína og síðar Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum. Ekki fögnuðu þó allir bókinni þegar
hún kom fyrst fyrir sjónir almennings.
Í bókinni segir frá Joad-fjölskyldunni, land-
búnaðarverkamönnum á kreppuárunum. Fjöl-
skyldan flyst frá Oklahoma til Kaliforníu í von
um frelsi og hamingju. Mörgum þótti Steinbeck
gera of mikið úr eymd fátækra verkamanna og
var ráðist á rithöfundinn úr öllum áttum sam-
félagsins. Roosevelt Bandaríkjaforseti tók þó
mark á skrifum Steinbecks og lagði sig fram um
að ræða um og bæta kjör stéttarinnar.
Þrúgur reiðinnar er fyrir löngu orðin sígild.
Bókin er enn lesin í bandarískum skólum og
nýtur talsverðra vinsælda. Kvikmynd var gerð
eftir sögunni í Hollywood árið 1940. Í aðal-
hlutverki var Henry Fonda en John Ford leik-
stýrði. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Stefáns
Bjarman árið 1943.
ÞETTA GERÐIST: 14. APRÍL 1939
Þrúgur reiðinnar kom út
Merkisatburðir
1695 Hafís rekur inn á Faxaflóa í fyrsta sinn í áttatíu ár. Ísinn hafði
rekið suður með Austfjörðum og vestur með Suðurlandi.
1931 Alþingi er rofið og boðað til kosninga. Þingrofið veldur mikl-
um deilum.
1963 Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Íslands, ferst við Ósló. Tólf
manns týna lífi, flestir Íslendingar.
1987 Leifsstöð, flugstöð Leifs Eiríkssonar, er vígð. Framkvæmdir
höfðu staðið yfir í fjögur ár.
1992 Ráðhús Reykjavíkur er tekið í notkun, fjórum árum eftir
fyrstu skóflustungu.
91 ÓLÖF PÁLSDÓTTIR myndhöggvari er 91 árs í dag.„Ég hef oft hugsað hvað það hefði nú verið mikið léttara að verða málari
og geta sest niður á hvaða hundaþúfu sem er með blað og blýant.“
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Ragna Sigrún
Guðmundsdóttir
lést að heimili sínu laugardaginn 9 apríl. Útför hennar
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20 apríl
klukkan 13:00
Pétur Hafsteinn Bjarnason Selma Karlsdóttir
Bryndís Bjarnadóttir Hörður Gunnarsson
Bjarnheiður S. Bjarnadóttir Kristjón Másson
Bjarni Þór Pétursson
Edda Björk Pétursdóttir
Már Kristjónsson
Brynjar Harðarson
Ragna Sigrún Kristjónsdóttir
Auður Þóra Harðardóttir
Birta Hugadóttir
Eva Lóa Pétursdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
Áskels V. Bjarnasonar
Ránargötu 18, Akureyri.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar á Akureyri fyrir
einstaka hlýju og umönnun.
Þórhildur Margrét Ingólfsdóttir
Jakobína Elín Áskelsdóttir Rúnar Davíðsson
Bjarni Áskelsson Anna Rósa Magnúsdóttir
Ingólfur Áskelsson Helga Signý Hannesdóttir
Sæmundur Guðmundsson
og afabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
Erla Hulda
Valdimarsdóttir
frá Hrútsholti,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá
Borgarneskirkju laugardaginn 16. apríl kl. 15.00.
Jónas Jónasson
Inga Guðjónsdóttir
Helgi Guðjónsson
Sesselja Guðjónsdóttir Björgvin Svavarsson
Steinunn Guðjónsdóttir Jón Atli Jónsson
Jenný Guðjónsdóttir Hallsteinn Haraldsson
Guðríður Guðjónsdóttir Stefán Þorsteinsson
Magnús Guðjónsson Litany Tayag Guno
Erla Jóna Guðjónsdóttir Ómar Bjarki Hauksson
ömmu- og langömmubörn.
70 ára afmæli
Sigurður Kristjánsson
fyrrv. kaupfélagsstjóri
verður sjötugur 16. apríl nk. Af því tilefni
bjóða þau hjónin Sigurður og Kristín þeim
sem vilja heiðra afmælisbarnið með
nærveru sinni að þigg ja léttar veitingar í
sal Guðríðarkirkju í Grafarholti kl. 20.00
föstudagskvöldið 15. apríl. Þau hjónin
vonast til þess að sjá sem fl est
kunnugleg andlit.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa
Ragnars Pálssonar
Skarðshlíð 40F, Akureyri.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar og kórs
og starfsfólks Glerárkirkju.
Guð blessi ykkur öll.
Katrín Ingvarsdóttir
Jóhanna Ragnarsdóttir Kristján Matthíasson
Albert Ragnarsson Bryndís Viðarsdóttir
Níels Ragnarsson Þórhildur Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.