Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 36
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Brúðkaupsveislur verða oft
frábærar hreinlega af sjálfu
sér, þökk sé góðum anda og
gleði. Það getur hins vegar
hjálpað til að hafa nokkrar
þumalputtareglur í huga til
að hún heppnist eins og best
verður á kosið.
TÍMAÁÆTLUN:
Til að brúðhjón og aðstandend-
ur þeirra geti notið brúðkaups-
ins þurfa skipulagsmál að vera í
góðu lagi. Gott skipulag kemur í
veg fyrir að brúðhjón og nánustu
aðstandendur séu á tauginni yfir
því að eitthvað fari úrskeiðis eða
þurfi að eyða hálfri veislunni í að
redda einhverju. Mörgum hefur
reynst vel að útbúa lauslega tíma-
áætlun fyrir fyrri part veislunn-
ar í það minnsta; hvenær gestir
koma í hús, brúðhjón koma, hve-
nær boðið er til sætis og svo fram-
vegis og skal veislustjóri hafa út-
prent af þessari tímaáætlun og sjá
um að henni sé fylgt að mestu.
VEISLUSTJÓRN:
Veislustjóri á að geta tekið á öllu
því er upp kemur í veislunni. Sé
veislan flókin í sniðum eða þeim
mun stærri getur verið gott að
veislustjóri hafi jafnvel aðstoðar-
menn, einn til tvo, sér til halds og
trausts. Við val á veislustjóra eða
-stjórum þarf því bæði að huga að
því að velja ábyrga manneskju
og að viðkomandi geti leik-
ið af fingrum fram, bæði
í útsjónarsemi og við að
ljá samkomunni líf. Þá
þurfa veislustjórar að
eiga gott með að tjá sig
opinberlega þar sem þeir
eru eins konar kynnar kvölds-
ins. Gott er að láta veislustjóra
hafa lista yfir alla
gesti til að hann geti
glöggvað sig á hverj-
ir munu koma til með
að mæta.
RÆÐUHÖLD:
Hefðin er sú að faðir brúð-
ar heldur fyrstu
ræðu veislunnar.
Oftast er miðað
við að fyrsta ræða
sé flutt að forrétti
loknum og ræð-
urnar komi svo
hver af ann-
arri, og er helst
að gæta að matur
sé ek k i
borinn inn
meðan ræða
stendur yfir. Eins skemmtileg og
ræðuhöld í brúðkaupum geta orðið
eiga þau það líka til að yfirtaka
veisluna og halda henni í herkví.
Til að koma í veg fyrir að hrein-
lega enginn tali í veislunni, eða að
veislan breytist í sveitafund þar
sem „næstur á mælendaskrá“
er alltaf einhver nýr, er
gott fyrir veislustjóra
að reyna að glöggva sig
á fjölda ræðumanna og
setja þeim einhver tíma-
mörk ef það lítur út fyrir
að mælendalistinn sé
langur. Slíkt er
jafnvel hægt að
gera fyrir sjálf-
an stóra dag-
inn ef veislu-
stjóri er með
tölvupósts-
lista gesta, þar
sem hann getur þá
beðið um að fólk
láti vita ef það
hyggst halda tölu
í veislunni. Flest-
ir ákveða slíkt
með sér nokkr-
um dögum fyrir
brúðkaupið. Sé
ljóst að fáir ætli
að halda tölu er
þá hægt að hvetja
til ræðuhalda.
Mjög sniðugt
er að veislustjóri sendi á þennan
póstlista leiðbeiningar um hvern-
ig hægt er að gera góða ræðu enn
betri; með því að gera þær hnit-
miðaðar og jafnvel nokkur ráð
varðandi rétta öndun og framsögn.
BORÐHALD OG SÆTASKIPAN
Standandi borðhald hefur síð-
ustu árin notið nokkurra vin-
sælda í brúðkaupum hérlendis.
Slíkt fyrirkomulag getur verið
þægilegt þar sem ekki þarf að
gera ráð fyrir borðum, hver eigi
að sitja hvar og bæta við eða
fækka sætum á síðustu stundu.
Sé sú leið valin er afar mikilvægt
að gera ráð fyrir eldra fólki og
fóta lúnum og bjóða upp á stóla
og sófa sem hægt er að tylla sér
á. Það er ekki allra að geta stað-
ið lengi. Sé hugað að því er ekk-
ert því til fyrirstöðu að stand-
andi borðhald verði skemmti-
legt. Það getur líka komið vel út
að hafa nokkur borð tiltæk í rým-
inu sem hægt er að standa við og
hvíla glasið á.
Sitjandi borðhald getur hentað
mörgum betur og margir kjósa
það til að geta boðið upp á kvöld-
verð. Margir raða til borðs en þá
þarf líka að vanda vel til verka
og blanda saman fólki á borð-
in þannig að vel takist til. Brúð-
hjónin þekkja þar sína gesti best
og þurfa að fara vandlega yfir þá
uppröðun með sínum nánustu og
veislustjóra. Í minni veislum ger-
ist þess oft ekki þörf að merkja
sætin.
Góða veislu gjöra skal
Ræðuhöld í brúðkaupum geta bæði verið stórskemmtileg og haldið samkomunni í
herkví.
Árlega leggur fjöldi erlendra
ferðamanna leið sína til landsins í
þeim tilgangi að heitbindast. Tosh-
iki Toma, prestur innflytjenda,
hefur haft umsjón með slíkum at-
höfnum og hefur upplifað margt
skemmtilegt í starfi sínu gegnum
tíðina.
„Einu sinni gaf ég saman par
í Hallgrímskirkju, þar sem ekki
vildi betur til en svo að slörið fauk
af brúðinni þegar hún gekk inn
kirkjugólfið. Það kom þó ekki að
sök; hún var alveg róleg, brosti
bara að öllu saman og þau gengu í
það heilaga frammi fyrir Guði og
áttu saman yndislega stund.“
Toshiki segir Hallgrímskirkju
sérlega vinsælan giftingarstað
meðal Japana. „Kirkjan ein og sér
þykir falleg en fólki finnst líka
sérstakt hversu langan tíma tekur
að ganga upp að altarinu, í augum
þess öðlast stundin enn hátíðlegri
blæ.“
Öðruvísi upplifun og ævin-
týraþrá eru að mati Toshiki helstu
ástæður þess að ferðamenn vilja
giftast á Íslandi. „Japönsk pör
koma til að upplifa fallega kirkju-
lega athöfn þar sem þær eru óal-
gengar í Japan og minna lagt upp
úr þeim en meira úr sjálfri veisl-
unni. Margir sækja líka í einfald-
leikann þar sem talsvert umstang
fylgir brúðkaupum ytra og sjá
ferðalagið sem tækifæri til að upp-
lifa ævintýri. Ísland er mjög vin-
sæll áfangastaður meðal Japana
um þessar mundir,“ upplýsir hann
og segist skilja af hverju. „Náttúr-
an er alveg einstök.“ - rve
Vilja upplifa ævintýri
Toshiki Toma, prestur innflytjenda, hefur upplifað ýmis skondin atvik í starfi sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Dúnmjúkar
brúðargjafir
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
vertu vinur á facebook
Erum fluttar í
Skeifuna 8
Alltaf
eitthvað
nýtt og
spennandi