Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 38
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Blómvendir endurspegla ótvírætt
rómantíkina á brúðkaupsdaginn.
Rósir eru sígildar og það eru liljur
líka að sögn þeirra fagmanna sem
Fréttablaðið leitaði til.
„Svokallaðir kúluvendir hafa verið
langvinsælastir upp á síðkastið hjá
brúðum enda eru þeir léttir, leikandi
og elegant. Njóta sín líka vel hvort
sem er við einfaldan, stílhreinan kjól
eða íburðarmikinn,“ segir Ragnhildur
Fjeldsted í versluninni Dans á rósum við Bald-
ursgötu 36 í Reykjavík sem hefur áralanga
reynslu af blómaskreytingum. Í sama streng
tekur Katrín Reynisdóttir í Kötukoti – bros-
andi blómabúð við Kársnesbraut 114 í Kópa-
vogi sem telur rómantíska, gamaldags vendi
eiga upp á pallborðið. „Það hlýlega höfðar
til fólks núna. Maður sér það alls staðar í
tískunni, þar eru blóm og litir,“ segir hún.
Dropalaga, hangandi vendir eru líka
alltaf sígildir að sögn Ragnhildar og
hún segir litavalið oft verða skærara
þegar sólin skín sem hæst. Þá sé farið
út í skærbleikt, gult og jafnvel bláa
tóna. - gun
„Verslunin
er oft ekki
opin fyrr
en síðdegis
en það er
alltaf hægt
að hringja,“
segir Katrín
í Kötukoti.
Blómin stinga sér
mishátt upp úr vend-
inum sem gerður er úr
rósa knúppum, hortensíu og
orkídeum. Demantskristallar
koma svo með hátíðlegan
blæ því á þá stirnir hér og
þar. Úr Dansi á rósum.
„Ég bendi fólki alltaf á að velja
blóm sem brúðurin hefur mest
dálæti á,“ segir Ragnhildur
Fjeldsted í Dansi á rósum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ragnhildur í
Dansi á rósum
bjó til barmblóm
fyrir herra úr
orkídeu, litlum
rósaknúppum
og bergfléttu-
blöðum.
„Hér var ég að ögra
saman tveimur
rósum, antikrauðum
og lilla,“ segir Kata í
Kötukoti um þennan
kúluvönd sem hún
bjó til.
Vöndur úr Kötukoti með kallalilju,
írisi og trjágreinum úr skóginum.
Stilkarnir eru skreyttir perlum.
Kúluvendirnir
vinsælastir
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR
A
‹E
INS
FRÁ TEMPUR
®
EINA DÝNAN OG KODDINN
SEM VIÐURKENND ERU
AF NASA OG VOTTUÐ AF
GEIMFERÐASTOFNUNINNI
Þegur þú sefur á TEMPUR heilsudýnu, hvílast hryggur og liðir í sinni náttúrulegu stöðu.
TEMPUR þrýstijöfnunarefnið er mjúkt þar sem þú vilt og stíft þar sem þú þarft™ og
veitir þannig þrýstijöfnun, þægindi og náttúru legan stuðning.
Vaknaðu upp endurnærð(ur) og tilbúin(n) í átök dagsins.
Heilsudýnan
sem styður svo
vel við þig
að þér
finnst
þú svífa
í svefni
Öll brúðhjón 2011
fá 10% kaupauka á
öll gjafabréf !
Gildir einnig af tilboðum!