Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 42

Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 42
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR Draumakjóllinn fu Kjólar: Prinsessan Álfabakka 14b. Hár: Bryndís Sig- hvatsdóttir hjá Gallerí útliti Bæjarhrauni 6. Förðun: Þura Stefáns- dóttir hjá Gallerí útliti. Hún notar eigin förðunarvörur sem heita MakeupTime 4U. Það er draumur nánast hverrar konu að velja sér einhvern tíma á ævinni fallegan brúðarkjól. Margar hafa fyrirfram mótaðar hugmyndir um það hvernig hann eigi að vera en sumar ramba á þann rétta um leið og þær byrja að svipast um. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði brúðarkjólaúrvalið í bænum. Með í för var Linda Benediktsdóttir, lífefnafræði- nemi við Háskóla Íslands, og fyrirsæta hjá Elite. Af þeirri ferð að dæma eru hlýralausir kjólar enn við lýði og er gjarnan um að ræða umfangsmikil pils með slóða. Flestir kjólarnir eru hvítir en þó má sjá stöku glit og jafnvel lit bregða fyrir. Eins fást stuttir kjólar fyrir þær sem vilja auk þess sem sumar kjósa samkvæm- iskjóla í stað hefðbund- inna brúðarkjóla og geta þeir verið allavega að lit og lögun. Kjólarnir eru úr P rinsessunni og Tveimur hjörtum. - ve Kjólar: Tvö hjörtu, Bæjarlind 1-3.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.