Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 44

Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 44
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● brúðkaup Þrátt fyrir að brúðkaupsdagurinn sé einn gleðilegasti dagur í lífi nýbakaðra hjóna, getur hann tekið verulega á, enda mikil spenna sem fylgir undirbúningnum. Þá er gott að ljúka þessum viðburðaríka degi með góðum nætursvefni í fallegu hótelherbergi og byrja næsta dag með morgunverði í rúmið. Hér má líta brúðarsvítur fjögurra hótela í Reykjavík. Rósablöð á mjúkri sæng Brúðarsvítan er skreytt og parið fær miðnætursnarl þegar það kemur þreytt og svangt úr langri brúðkaupsveislu. Þá er einnig hægt að kaupa gjafapakka. Til dæmis Ástar Saga en í þeim pakka felst gisting í Junior svítu, nudd í paraherbergi Mecca Spa, óvænt fjögurra rétta máltíð á Grillinu, morgunverður uppi á herbergi og rómantískur glaðningur. www.hotelsaga.is Hægt er að velja á milli nokkurra sér- sniðinna pakka fyrir brúðhjónin. Það eru silfur-, gull- og demantspakki. Í öllum pökkunum er gisting á Hilton og glæsilegur morgunverður. Að auki er hægt að velja uppfærslu á svítum, velja um að fá blóm og freyðivín upp á her- bergi, morgunverð í rúmið auk aðgangs að NordicaSpa og Hilton Executive Lounge. www.hilton.is Hægt er að velja staðlaðan pakka sem í er kampavín, fersk jarðarber, rjómi og súkkulaði auk morgunmatar í rúmið. Annars geta starfsmenn Þingholts klæðskerasaumað kvöldið eftir óskum brúðhjónanna. Umhverfi Hótel Þingholts er sérstætt og skemmtilegt en hótelið er hannað af Gunnu Jónsdóttur arkitekt. www.centerhotels.is Þegar brúðhjón koma í svítuna fylgir henni konfekt sem lagað er í eldhúsi Hótel Holts, ávextir og kampavín. Ef brúðhjónin hafa ákveðnar óskir er þeim fylgt eftir bestu getu. Til dæmis er hægt að láta skreyta herbergið, panta morgunverð í rúmið eða málsverð á bráðfínum veitingastað Hótel Holts. www. hotelholt.is HÓTEL HOLT HÓTEL SAGA HILTON REYKJAVÍK NORDICA HÓTEL ÞINGHOLT Sjaldan fellur eggið langt frá vinningshafanum Skráðu þig á Vísi* fyrir 17. apríl og svaraðu einni laufléttri spurningu. *visir.is/frettabladid www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Glæsilegur sparifatnaður Stærðir 36-52

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.