Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 58

Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 58
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nei... Blessaður Jói! Hvað segirðu? Jújú, það... ... gengur allt vel. Frábært að heyra! Vissir þú að mel- ónan hefur góð áhrif á heilasell- urnar? Nóg af vítamínum og bætiefnum. Vel valið! Væri ekki frábært ef allir í heiminum myndu bara hressa sig aðeins við? Af hverju getur okkur ekki komið saman... ... látið okkur lynda saman... ... gleymt því liðna... ... litið framhjá einu og einu lélegu ein- kunnablaði... Maður á alltaf að bíða eftir sam- henginu. Hæ, hvernig líður þér? Ágæt.... ... lega. Ég sé strax að þú ert ekki eins fölur og síðast. LÁRÉTT 2. óviljugur, 6. eftir hádegi, 8. skar, 9. er, 11. tveir eins, 12. skjögra, 14. veira, 16. ætíð, 17. þrá, 18. tæra, 20. númer, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. sæti, 3. íþróttafélag, 4. niðurstaða, 5. sunna, 7. kvalastaður, 10. mán- uður, 13. æxlunarkorn, 15. skrifa, 16. haf, 19. strit. LAUSN LÁRÉTT: 2. ófús, 6. eh, 8. hró, 9. sem, 11. ll, 12. slaga, 14. vírus, 16. sí, 17. ósk, 18. æta, 20. nr, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. fh, 4. úrlausn, 5. sól, 7. helvíti, 10. maí, 13. gró, 15. skrá, 16. sær, 19. at. Eftiröpun er einlægasta hrósið. AAAATJJÚÚ! HÓST! HÓST! HÓST! HÓST! HÓST! HÓST! DEYÐU! BÚMM! Ég reyndi árangurslaust að koma mér þægilega fyrir á hörðum stólnum. Sneri mér á alla kanta og studdi hönd undir kinn. Þurfti helst að sofna en vissi að það væri borin von. Ég hef alltaf öfund- að þá sem geta sofnað nánast hvar sem er, standandi upp á endann ef því er að skipta. Ég var strandaglópur á flugvelli í erlendri borg og klukkan var langt gengin yfir miðnætti. BROTTFARARTÍMI flugvélarinnar var löngu liðinn. Engar upplýsing- ar höfðu þó enn birst á skjánum um tafir eða nýjan brottfarar- tíma og því ekkert annað að gera en bíða. Óljósar fréttir höfðu borist af óveðri heima á Íslandi sem tafði flug, en þeim var erfitt að trúa þar sem hitinn hafði farið upp í 17 gráður þennan dag í útlandinu og sólin hafði sviðið á mér nef- broddinn. MÍNÚTURNAR siluð- ust áfram. Ég reyndi að lesa, leggjast fram á borðið og dotta, labba hring um stöðina í leit að betri sætum. Íhugaði að leggjast á gólfið úti í horni til svefns, en kunni ekki við það. Ég maulaði kanilsnúða sem ég hafði orðið mér úti um í sjoppu, sem betur fer því á vellinum var allt lokað og ekkert ætilegt að hafa. Það var helst að ég festi blund við skraf tveggja ferðafélaga minna um tónskáld fyrri alda. Orð eins og Vínar- skólinn, Webern og Schönberg hljómuðu eins og ágætis vögguvísa í eyrunum. MÖRGUM óþægilegum klukkustundum síðar dró loks til tíðinda; von var á vélinni frá Íslandi innan skamms og þá styttist í brottför. Eftir skrykkjótta flugferð heim og óheyrilega langa bið eftir farangri, rútuferð í slyddu og leigubíl síðasta spöl- inn stóð ég loksins á tröppunum heima. Ég barmaði mér yfir svefnleysinu og bar mig aumlega eftir næturlanga bið á flug- vellinum. Gerði mikið úr aumum vöðvum og kvartaði undan lélegu upplýsingaflæði flugfélagsins og lagðist svo til svefns í mjúku rúmi. ÞAÐ var ekki fyrr en ég vaknaði síðdeg- is endurnærð að ég kíkti betur á fréttir. Þar las ég um fólk sem einnig hafði lent í töfum vegna óveðursins. Ég snarhætti að barma mér. Meðan ég sat inni í rúmgóðri flugstöðinni um nóttina og hlustaði á skraf um klassískar tónsmíðar höfðu aðrir setið fastir í flugvél á Keflavíkurflugvelli og horft á þakplöturnar fljúga hjá í veður- ofsanum. Vínarskólinn og veðurofsi FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Á MORGUN Hrefna Björk Sverrisdóttir hefur á ungri ævi áorkað að gefa út tvö tímarit, reka tískuverslun í Noregi, framleiða sjónvarpsþætti og nú ætlar hún að opna Krakkaland ásamt sambýlismanni sínum. www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.