Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 62

Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 62
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR34 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Iceland Airwaves í Reykjavík og Aldrei fór ég suður á Ísafirði hafa verið flottustu tónlistarhátíðir landsins undanfarin ár. Airwaves ein- okar sviðið í októbermánuði og Aldrei fór ég suður er fastur passi um páskana hjá mörgum. Það hefur hins vegar verið frekar lítið að gerast á vordögum í höfuðborginni. Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess, sem hefst á morgun og stendur fram á sunnudagskvöld, er tilraun til að breyta því. Dagskráin lofar mjög góðu. Í fyrsta lagi spila á hátíðinni margir af heitustu tónlistarmönnnum Íslands, þ.á m. Agent Fresco, Sudden Weather Change, Miri, Kimono, Sóley, Swords of Chaos, Ég, Sin Fang, Nolo og Quadruplos og í öðru lagi eru nokkur vel valin útlend nöfn. Þar ber auðvitað hæst bandarísku sveitina Deerhunter, en að auki koma að utan danska keyrslurokkdúóið Fossils, grænlenska söngkonan Nive Nielsen, Baltimore indie-sveitin Lower Dens og finnski raftónlistar- brjálæðingurinn Tomutonttu, sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá. Tomutonttu er lista- mannsnafn Jans Anderzen, en hann spilar til- raunakennda og á köflum hamslausa raftónlist. Og svo eru þarna líka nöfn eins og AMFJ, Kippi kanínus, Mugison, Einar Örn ásamt SWC og Lazyblood sem er dúó skipað Ernu Ómarsdóttur dansara og Valda gítarleikara úr Reykjavík, en þau eru að vinna að sinni fyrstu plötu. Og mörg fleiri. Semsagt nóg af djúsi! Hátíðin fer fram í Norræna húsinu og á Nasa og Sódómu. Upplýsingar og tóndæmi má finna á www.reykjavikmusicmess.com. Safarík dagskrá fram undan RAFTÓNLISTARBRJÁLÆÐINGUR Hinn finnski Tomutonttu er á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni Reykjavík Music Mess. > PLATA VIKUNNAR Megas og Senuþjófarnir – (Hugboð um) vandræði ★★★★ „Enn ein gæðaplatan frá Megasi og Senuþjófunum.“ TJ > Í SPILARANUM Foo Fighters - Wasting Light Atmosphere - Family Sign Steve Sampling - The Optimist The Feelies - Here Before Battles - Gloss Drop FOO FIGHTERS BATTLES Steven Tyler, söngvari Aerosmith, segir að væntanleg sjálfsævisaga sín verði uppfull af ólifnaði, þar á meðal kynlífs- og eiturlyfjasögum. Bókin nefnist Does the Noise in My Head Bother You? og kemur út 3. maí. „Þetta verður persónuleg og djörf saga um Steven Tyler þar sem ekkert verður dregið undan,“ sagði söngvarinn. Fjallað verður um skilnað hans við aðra eiginkonu sína, áfengismeðferðina sem hann hefur gengist undir, barátta hans við lifrar- bólgu C og opinberar deilur hans við félaga sína í Aerosmith. Tyler, sem er 63 ára, hefur áður gefið út ævisöguna Walk This Way árið 1997 í samstarfi við hljómsveitina. Söngvarinn hefur vakið athygli í vetur fyrir góða frammistöðu sem dómari í þáttunum American Idol og skemmir sú athygli sem hann fær þar væntanlega ekki fyrir sölu á nýju bókinni. Dóp og kynlíf í nýrri ævisögu ÓLIFNAÐUR Sjálfsævisaga Tylers verður uppfull af kynlífs- og eiturlyfja- sögum. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 7. - 13. apríl 2011 LAGALISTINN Vikuna 7. - 13. apríl 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Adele ...................................................Someone Like You 2 Bubbi Morthens................................................... Ísabella 3 Vinir Sjonna.............................................. Coming Home 4 P!nk .............................................................F**kin‘ Perfect 5 Jessie J ..................................................................Price Tag 6 Ingó .......................................................................... Fanney 7 Valdimar Guðm. & Memfismafían... Okkar eigin Osló 8 Adele .................................................Rolling in the Deep 9 Magni .....................................................Ég trúi á betra líf 10 Hvanndalsbræður ......................................................Koss Sæti Flytjandi Plata 1 Megas og Senuþjófarnir ..... (Hugboð um) vandræði 2 Justin Bieber ....................................................My Worlds 3 Sin Fang ................................................. Summer Echoes 4 Skálmöld ...................................................................Baldur 5 Svavar Knútur ..........................................................Amma 6 Eagles.........................................Complete Greatest Hits 7 Adele .................................................................................. 21 8 Valdimar ............................................................Undraland 9 Elly Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 10 Úr leikriti ......................................Ballið á Bessastöðum TV on the Radio frá Brook- lyn í New York hefur gefið út plötuna Nine Types of Light. Hljómsveitin er þekkt fyrir að hrista saman ýmsar tónlistarstefnur í litríkan og bragðgóðan kokkteil. Bandaríska hljómsveitin TV on the Radio hefur frá upphafi blandað saman ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal rokki, fönki, dans- tónlist, djassi og sálartónlist með athyglisverðum árangri. Nýjasta hljóðversplata sveitarinnar, Nine Types of Light, er nýkomin út og fylgir hún eftir hinni vel heppn- uðu Dear Science sem kom út fyrir þremur árum. TV on the Radio var stofnuð í Brooklyn í New York árið 2001 af söngvaranum Tunde Adebimpe, sem er ættaður frá Nígeríu, og gítar- og hljómborðsleikaranum David Andrew Sitek. Fyrsta plat- an, Ok Calculator, kom út árið 2002 og var gefin út af þeim Adebimpe og Sitek. Skömmu síðar gekk Kyp Malone til liðs við þá félaga og út kom EP-platan Young Liars sem fékk fínar viðtökur gagnrýnenda. Á svipuðum tíma spilaði TV on the Radio á Iceland Airwaves hátíð- inni þar sem hún sýndi og sann- aði að stórir hlutir væru í vændum. Árið 2004 kom út fyrsta „alvöru“ hljóðversplata sveitar- innar, Desperate Youth, Blood Thirsty Babes, og hlaut hún hin virtu Shortlist-tónlistarverðlaun í Bandaríkjunum. Tilnefningar til þeirra fá þær plötur sem hafa selst undir hálfri milljón eintaka og hlaut til að mynda Sigur Rós þessi sömu verðlaun fyrir Ágætis byrjun þegar þau voru fyrst veitt 2001. Næsta hljóðsversplata TV on the Radio, Return to Cookie Mountain, kom út 2006. Hún fékk mjög góða dóma og var kjörin plata ársins af tímaritinu Spin. Góðir gestir komu þar við sögu, meðal annars David Bowie, sem hafði áður lýst yfir aðdáun sinni á sveitinni. Fjórða platan, Dear Science, kom svo út tveimur árum síðar. Hún hlaut enn betri dóma og jók vinsældir TV on the Radio til muna. Rolling Stone, Pitchfork, Spin og Guardian hrif- ust af innihaldinu og völdu Dear Science bestu plötu ársins. Árið 2009 tilkynnti Tunde Ade- bimpe að TV on the Radio ætlaði í árs frí. Sama ár gaf Kyp Malone út sólóplötu undir nafninu Rain Machine og sólóplata frá Dave Sitek kom einnig út undir nafninu Maximum Balloon þar sem Karen O úr Yeah Yeah Yeahs og David Byrne úr Talking Heads voru á meðal gesta. Upptökur á Nine Types of Light hófust síðan í fyrra í heimahljóð- veri Siteks í Los Angeles en þang- að flutti hann til að breyta um umhverfi. Platan hefur fengið góða dóma eins og fyrri verk sveitar- innar. Fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá Rolling Stone, Uncut og Spin bera vott um að hljómsveitin sé enn á meðal þeirra allra fremstu þegar tilraunakennd og margslungin tónlist er annars vegar. freyr@frettabladid.is Spennandi tónlistarkokkteill STOFNANDI Söngvar- inn Tunde Adebimpe er annar af stofnmeð- limum hljómsveitar- innar TV on the Radio sem var að senda frá sér nýja plötu. NORDICPHOTOS/GETTY Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.00 Landsþekktu rithöfundarnir þau Kristian Olsen Aaju og Mariane Petersen frá Grænlandi kynna ritverk sín.Kristian Olsen Aaju er í ár tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norður-landaráðs fyrir bók sína Det Tatoverede Budskap og Mariane Petersen ljóðasafn sitt: Storfangerens Efterkommende. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: HÖFUNDA- KVÖLD #1 „Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur“.Þórbergur Þórðarson, Mitt rómantíska æði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.