Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 68
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR40 Aðdáendur bresku hljómsveitar- innar Coldplay eru ólíklegastir allra tónlistaraðdáenda til að stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti. Könnun vefsíðunnar Tastebuds. fm leiðir þetta í ljós, en vefsíðan leiðir saman fólk eftir tónlistar- smekk. Notendur vefsins voru spurðir hversu langt þeir væru líklegir til að fara á fyrsta stefnumóti. Svar- möguleikarnir voru: „Ég væri til í að hittast og spjalla“, „Ég myndi kannski kyssa“ og „Ég færi alla leið ef stemningin væri góð“. Könnunin leiddi í ljós að Coldplay- aðdáendur eru ólíklegastir til að fara alla leið á fyrsta stefnumóti á meðan aðdáendur Nirvana eru þeir líklegustu til að stunda kyn- líf í kjölfar fyrsta stefnumóts. Á meðal annarra hljómsveita og listamanna á lista yfir þá ólík- legu voru Adele, Lady Gaga, Katy Perry og Kings of Leon. Á lista yfir þá líklegu eru hljómsveitir á borð við Metal- lica, Linkin Park, Gorillaz og rapparinn Kanye West. Aðdáendur Coldplay fara ekki alla leið PRÚÐIR AÐDÁENDUR Fólk sem hlustar á Coldplay er ólíklegt til að fara alla leið á fyrsta stefnumóti. Allar sex skrímslabækurnar eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hafa verið seldar til Kína og munu koma þar út í kínverskri þýðingu á næstu árum. Gengið var frá samning- um þess efnis á bókamessunni í London sem nú stendur yfir. „Stóru tíðindin eru þau að erlendir útgefendur sýna íslenskum barnabókahöfundum mikinn áhuga. Það er mjög sjaldgæft því barnabækur seljast yfirleitt lítið og illa til útlanda,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri For- lagsins. Áslaug er himinlifandi með útkomuna og segir það mjög skemmtilegt og for- vitnilegt að bækurnar um stóra skrímslið og litla skrímslið skuli ferðast hálfa leið yfir hnöttinn. „Mér fannst mjög gaman að sjá hvað þeir sáu í bókunum sem við höfðum kannski ekkert pælt í. Þeim fannst til að mynda mjög merkilegt að sjá stóra skrímslið gráta og fannst það vera mjög gott fyrir kínverska foreldra að sjá,“ segir Áslaug. Hún er stödd á Álandseyj- um ásamt meðhöfundum sínum en þar fer nú fram mikil bókahátíð fyrir börn og unglinga. Egill segir að Kína sé óplægður akur, til að mynda hafi ekki margir íslenskir höf- undar fengið bækur sínar útgefnar þar. Hann segir þó að markaðurinn sé smám saman að opnast. „Þeir eru farnir að þýða miklu meira af vestrænum bókum og þetta er markaður sem maður horfir til.“ - fgg Íslensku barnaskrímslin seld til Kína VINSÆLAR Kínverskt forlag hefur keypt sex bækur Áslaugar Jóns- dóttur, Kalle Güettler og Rakelar Helmsdal um skrímslin. Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson blæs á sögusagnir þess efnis að hún sé með barni. Bandarískir slúðurmiðlar hafa mikið verið að velta þessu fyrir sér eftir að mynd birtist af leik- konunni úti að skokka og breiðari um sig miðja en gengur og ger- ist. Barnsfaðirinn mun þá vera leikarinn og meintur ástmaður Johansson, Sean Penn. Þess ber að geta að síðast þegar Johans son sló á sögusagnir um sjálfa sig í slúðurmiðl- unum var það einmitt um samband hennar við Penn sem nú er stað- fest. Scarlett er ekki ólétt EKKI AÐ FJÖLGA SÉR Scarlett Johansson blæs á slúðursögurnar um að hún sé ólétt eftir Sean Penn. NORDICPHOTOS/GETTY *G ild ir ek ki m eð ö ðr um ti lb oð um , B oc ag e eð a bl ýö nt um . G ild ir á ky nn in gu nn i m eð an b irg ði r e nd as t. Ei nn k au pa uk i á v ið sk ip ta vi n. Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 eða fleiri Lancôme vörur: Génifique v rðlaunadroparnir 7 ml, Génifique krem 15 ml, maskari ferðastærð, BI-FACIL augnfarðahreinsir, Absolue varalitur og kinnalitur í sólarpúðurlit. Verðmæti kaupaukans 16.550 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka LANCÔME DAGAR Í DEBENHAMS 14. – 20. APRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.