Fréttablaðið - 14.04.2011, Qupperneq 74
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR46
golfogveidi@frettabladid.is
Veiðimönnum sem kaupa leyfi
í Ytri-Rangá og Eystri-Rangá í
sumar stendur til boða ókeypis
veiðistaðalýsing á bökkum ánna
um miðjan maí.
Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá
Lax-á, segir að 14. maí verði farið
á bakka Ytri-Rangár og daginn
eftir í Eystri-Rangá. „Við förum í
gegnum hvern einasta veiðistað og
holur sem hafa verið að gefa fyrir
þá sem hafa keypt leyfi. Þetta er
alveg frábært fyrir þá sem eru
að fara í sumar að fá þessa kynn-
ingu,“ segir Stefán.
Um 2.400 dagstangir eru í boði
í Rangánum hvert sumar þannig
að gríðarlegur fjöldi veiðimanna
leggur þangað leið sína. Því má
búast við að margir sýni framtak-
inu áhuga.
„Töluverður fjöldi hefur skráð
sig nú þegar. Það lítur jafnvel
út fyrir að við þurfum að skipta
þessu og vera með tvo hópa báða
dagana,“ segir Stefán, sem kveðst
reikna með að hver kynning taki
um fjórar klukkustundir. Ef vel
takist til megi búast við að boðið
verði upp á sambærilegar kynn-
ingar á öðrum veiðisvæðum fyrir-
tækisins. - gar
Fá fría leiðsögn við ána
HARPA HLÍN ÞÓRÐARDÓTTIR Veiðikona með flugulax við Hellisey í Ytri-Rangá.
MYND/STEFÁN SIGURÐSSON
Uppskrift:
Öngull – Legglangur straumfluguöngull,
Tvinni – Appelsínugulur UNI 6/0, Stél – Fanir
úr appelsínugulri marabou fjöður og nokkrir
þræðir af flashabou, Kragi – Gulgrænt chenille,
Vöf – Ávalt silfur, Búkfjaðrir – Appelsínugul
hanahálsfjöður, Búkur – Appelsínugult chenille,
Augu – Þverhaus
Góð í bleikju
og sjóbirting
Frá því sjóbirtingsveiðin
hófst hinn 1. apríl hefur
mikið farið fyrir þessari
flugu í umræðunni.
Appelsínugulur
Nobbler hefur gefið
mörgum veiðimanni góða
veiði í upphafi veiðitíma-
bils.
FL
U
G
A
N
MYND/FLUGAN.IS
„Vorveiðin hefur gengið ágætlega
þótt það sé búið að vera hundleiðin-
legt veður,“ segir Páll Þór Ármann,
framkvæmdastjóri Stangaveiði-
félags Reykjavíkur.
Páll segir tíðarfarið hafa gert
veiðimönnum erfitt fyrir. „En það
hefur samt gengið vel. Til dæmis
hefur verið ágætis veiði í Soginu.
Þar var hoplax til að byrja með en
síðan hefur verið svolítið af sjóbirt-
ingi og það finnst mönnum mjög
skemmtileg tilbreyting,“ segir Páll,
sem kveður sjóbirtingsveiðina í Sog-
inu nú ekki dæmigerða. „Það hefur
ekki verið eins mikið af sjóbirtingi
í Soginu undanfarin ár og hann er
því að koma okkur skemmtilega á
óvart. Það er spurning hvort það er
einhver breyting í gangi.“
Þá segir Páll að þokkalega veiðist
í Varmá við Hveragerði. „Það hefur
ekki verið nein veisla heldur bara
jafnt og þétt,“ segir hann. Aðallega
hafi veiðst á svæðinu við Stöðvarhyl
en veiðimenn hafi einnig verið að
fikra sig neðar í ána þar sem stað-
bundinn fiskur sé að gefa sig. „Það
hefur líka verið fín veiði í Steins-
mýrarvötnum,“ bætir hann við.
Miklar breytingar eru orðnar
við Tungufljót í Skaftárhreppi.
Páll segir veiðimenn hafa verið
að kroppa upp eitthvað af fiski en
strik setji í reikninginn að Eldvatn
komi nú saman við Tungufljót miklu
neðar en verið hefur. Í stað þess að
vatnaskilin séu við hinn drjúga
veiðistað Syðri-Hólma séu skilin
komin niður undir Hrífunes.
„Þetta er orðið eins og það var
fyrir um tuttugu árum. Menn eru
svolítið að velta því fyrir sér hvað
áhrif þetta hefur og muni hafa. Það
virðist að minnsta kosti ljóst að
þetta verður svona í sumar,“ segir
Páll.
Stangaveiðifélagið hefur nú samið
við Veiðifélag Elliðavatns um að
annast sölu veiðileyfa. Á aðalfundi
veiðifélagsins verður væntanlega
staðfest að veiðin í vatninu hefjist að
þessu sinni 20. apríl. „Svæðaskipt-
ing verður áfram sú sama og annað
hefðbundið eins og verið hefur, til
dæmis verður áfram frítt fyrir ung-
linga og eldri borgara í Reykjavík
og Kópavogi.“ gar@frettabladid.is
Óvæntir sjóbirtingar
vekja lukku í Soginu
SYÐRI-HÓLMUR Hin gamalkunnu skil í Syðri-Hólma sem gefið hafa ófáa sjóbirtinga í
Tungufljóti eru nú hvergi sjáanleg á þeim veiðistað. MYND/SIGURBERG GUÐBRANDSSON
Vorveiðin hefur víða verið
þokkaleg þrátt fyrir endem-
is veðráttu undanfarið. Í
Soginu hafa sjóbirtingar
slegið í gegn en við Tungu-
fljót brjóta menn heilann
um áhrif þess að vatnaskil-
in við Eldvatn hafa færst
langt niður eftir.
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
FERÐAÆVINTÝRI
Í FERMINGARGJÖF
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/U
TI
5
42
12
0
3/
11
NÚ BER VEL Í VEIÐI
Urriðaveiði í Laxárdal og Mývatnssveit
495 1.341 LAXAR hafa að meðaltali veiðst í Hrútafjarðará á þrjár
stangir síðustu sjö ár.
LAX veiddist að meðaltali
sumar hvert úr Laxá í Kjós
síðustu tíu árin.