Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 22
22 12. maí 2011 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
S
töðug fjölgun kynferðisbrota á borði lögreglu er mikið
áhyggjuefni. Jafnvel þótt líklegt teljist að kynferðisbrot-
um hafi í raun ekki fjölgað jafnmikið og þeim málum sem
koma á borð lögreglu heldur skýrist fjölgunin að minnsta
kosti að hluta af góðu heilli þverrandi umburðarlyndi í
samfélaginu gagnvart slíkum brotum, eins og Helgi Gunnlaugsson
afbrotafræðingur bendir á í frétt í blaðinu í dag.
Helgi bendir einnig á að vaxandi vitund borgaranna um
kynferðisbrot og meiri umræða í fjölmiðlum geti skýrt fjölgun
kynferðisbrotamála hjá lögreglu.
Það eru út af fyrir sig góðar
fréttir að hærra hlutfall þeirra
sem fyrir kynferðisbrotum verða
skuli fara með þau til lögreglu.
Ekki er þó hægt að loka aug-
unum fyrir því að sá möguleiki
er vissulega fyrir hendi að um
fjölgun brota sé að ræða. Eins og
Helgi bendir á þá er ekki hægt
að útiloka að fjölgun brotanna endurspegli sérhyggju og græðgi
góðærisáranna „sem líkja má við siðrof“.
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, Björgvin Björgvinsson, sagði í frétt blaðsins í gær að
kynferðisbrotamál kæmu yfirleitt í bylgjum til lögreglu en að nú
væri aukningin hins vegar stöðug. Þetta sagði hann valda lög-
reglunni miklum áhyggjum. „Við höfum hreinlega ekki undan,“
sagði hann.
Hver sem skýringin er á fjölgun kynferðisbrotamála hjá lögreglu
þá hljóta viðbrögðin að felast í að efla kynferðisbrotadeildina. Lágt
hlutfall kæra í kynferðisbrotamálum og enn lægra hlutfall dóma
er þekkt staðreynd. Þegar við bætist að rannsóknardeildin annar
ekki málafjöldanum verður útlitið enn svartara. Því blasir við að
byggja verður kynferðisbrotadeildina upp þannig að hún ekki bara
anni málum heldur nái helst að auka hraðann við vinnslu þeirra.
Skilvirkt starf kynferðisbrotadeildar er ekki bara lykillinn að
því að fjölga ákærum og dómum í kynferðisbrotamálum heldur
sjálfsögð þjónusta við þolendur afar sársaukafullra brota. Það
blasir við að löng bið brotaþola eftir því að rannsóknadeild ljúki
störfum sínum þannig að unnt sé að taka ákvörðum um ákæru
hlýtur að taka mjög á og draga úr kjarki til að halda málinu til
streitu. Sömuleiðis hlýtur vitneskja um að kynferðisbrotadeild anni
illa verkefnum sínum að bera í sér fælingarmátt frá því að kæra
kynferðisbrot til lögreglu.
Mikill sigur felst í því að þagnarhjúpnum hefur verið svipt af
kynferðisbrotum þannig að þeim þolendum kynferðisofbeldis sem
bera harm sinn í hljóði fer fækkandi. Við megum ekki gleyma því
að ekki er nema um það bil aldarfjórðungur síðan bæði kynferðis-
brot, ekki síst gagnvart börnum, og ofbeldi í nánum samböndum
lágu nánast í þagnargildi.
Næsta verkefni er að bjóða þolendum kynferðisofbeldis upp á
skilvirka rannsókn á málum þeirra, allt frá móttöku í kjölfar brots.
Í framhaldinu væri svo eðlilegt að sjá fjölgun ákæra og dóma í
kynferðisbrotamálum.
Kynferðisbrotakærum rignir yfir lögreglu.
Efla verður kyn-
ferðisbrotadeild
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Óskhyggja
Gunnar Bragi Sveinsson og þrír aðrir
alþingismenn stigu í pontu í gær
og lýstu yfir vanþóknun sinni og
áhyggjum af málflutningi og orðfæri
þingmanna. Lögðu þeir áherslu á
að ef Alþingi ætli sér að vinna traust
almennings á nýjan leik verði
þingmenn að haga orðum
sínum með siðaðri hætti.
Lofsvert er að benda á þetta
mein og krefjast úrbóta, en
því miður er þar sennilega
um óskhyggju að ræða og
ólíklegt að bragarbót verði
þar á. Er vísað til sögunnar
í þeim efnum.
Siðrof?
Í umræðunum var minnst á að siðrof
hefði orðið í kjölfar hrunsins. Svo má
vera, en það er ekki eins og pólitískt
skítkast manna á milli sé eitthvað nýtt.
Ýmsir gullmolar hafa fengið að fljúga á
þingi í gegnum árin, eins og „aftur-
haldskommatittur“, „skítlegt eðli“,
„gunga og drusla“ og þar fram eftir
götunum.
Sumt breytist einfaldlega ekki.
Afsökunarbeiðni
Í dálkinum á þriðjudag
var fullyrt að úttekt
Ríkisendurskoðunar
hefði leitt í ljós
að Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri
Menntaskólans Hraðbrautar, hefði
„misfarið með almannafé í áraraðir“.
Slíka fullyrðingu er ekki að finna í
úttekt Ríkisendurskoðunar þótt þar
séu ýmsar athugasemdir gerðar við
rekstur Hraðbrautar og samskipti
menntamálaráðuneytisins við
skólann. Orðalag í dálkinum
var sömuleiðis óviðeigandi
og á köflum meiðandi í garð
Ólafs. Fréttablaðið biðst
afsökunar á mistökunum.
thorgils@frettabladid.is,
ritstjorn@frettabladid.is
Er hræðsla borgaryfirvalda um væntan-legar bætur ef undið væri ofan af
skipulagsmistökum síðari ára á rökum
reist? Brýn þörf er á að breyta deiliskipu-
lagi vegna varðveislu gömlu byggðarinnar
innan Hringbrautar og Snorrabrautar.
Það þýðir í reynd fækkun fermetra í
nýbyggingum. Er víst að það valdi ein-
hverjum fjártjóni? Verða ekki fermetrar
í gömlu húsi í fallegu umhverfi verðmæt-
ari en í nýju húsnæði sem jafnvel treður
á umhverfi sínu? Á ekki að láta reyna á
„tjónið“ fyrir rétti? Í hverju tilviki þarf
þá „tjónþoli“ að sýna fram á að hann hafi
orðið fyrir tjóni. Það er nefnilega ekki
sjálfsagt að allar breytingar á skipulagi
og varðveisla húsa valdi tjóni nema síður
sé. Af hverju eru t.d. Þjóðverjar að byggja
upp borgarmiðjur í Dresden og Frankfurt
í takt við það sem áður var? Væntanlega af
því það borgar sig.
Sýnt hefur verið fram á það út um allan
heim ekki síst á meginlandinu og vestan-
hafs að það getur verið arður af arfinum.
Þarna spilar ánægja borgaranna inn í.
Í hvers konar umhverfi þrífst fólk best?
Hér í Reykjavík vantar skýra stefnu í hús-
vernd og skipulagi innan Hringbrautar og
Snorrabrautar. Á árunum 1995-1997 voru
unnar tillögur að „Húsvernd Í Reykjavík“
Sú vinna varð aldrei hluti Aðalskipulags
eins og nauðsynlegt er. Tók heldur ekki á
Laugavegssvæðinu. Aftur voru unnar til-
lögur um sama efni sem nefnist „Borgar-
og húsverndarstefna Reykjavíkur, skýrsla
vinnuhóps/maí 2008“. Sú skýrsla er enn
að velkjast í kerfinu. Skipulagsyfirvöld
segjast vera að vinna í málinu og það
tengist gerð nýs aðalskipulags og
Þróunaráætlunar miðborgarinnar. Ekki
er enn ljóst hvað út úr því kemur. Að mínu
mati á hin almenna regla að vera sú að
varðveita nánast öll eldri hús á svæðinu
og nýbyggingar séu vandaðar og taki fullt
tillit til byggðarinnar sem fyrir er. Þetta
þýðir endurskoðun á því deiliskipulagi
sem í gildi er og síðan verða borgaryfir-
völd að taka slaginn hvað bætur varðar ef
einhverjar verða.
Það voru orð í tíma töluð í leiðara
Fréttablaðsins sl. mánudag þar sem segir
um borgaryfirvöld: „Vilja þau halda áfram
og sökkva dýpra í fen skipulagsmistaka
fortíðarinnar – sem er líka dýrt – eða vilja
þau höggva á þennan hnút og hlúa að að
gömlu húsunum í miðbænum?“.
Ef til vill er það ekki eins dýrt og menn
halda. Látum á það reyna.
Bótaskylda vegna breytinga
Skipulagsmál
Magnús
Skúlason
arkitekt og
formaður
Íbúasamtaka
miðborgar