Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 24
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR Margt er sagt um skuldir sjávar útvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávar- útvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðun- um og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegs- fyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athug- unarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athug- unarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stálið En rétt er það hins vegar að sjávar- útvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastóls- ins að afrakstursgetu fiskistofn- anna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluð- um það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árang- urs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrir- tækjunum og umfram allt þjóð- arbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostn- aði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigand- anum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu stað- reynd. Fyrir vikið verður umræð- an svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmni Í fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afrakst- urinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildar- kerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakst- ursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútveg- urinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóð- ur og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunum Í öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotan- um að afrakstursgetu fiskistofn- anna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópu- sambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 millj- örðum króna, eða 100 milljörð- um á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætl- aðar um 470 milljarðar og tekju- skattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flota- stærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna? Þetta er munurinn. Okkar sjávar- útvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerð- um innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skatt- borgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmála- umræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almanna- hagsmunum betur, að láta útgerð- irnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu? Á að senda skattborgur- unum reikninginn? Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógrækt- arstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum rík- isstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreif- ingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðað- ar eru í frumvarpi að nýjum nátt- úruverndarlögum væru því fagn- aðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lög- málum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skóg- rækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skóg- ræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúru- vernd heldur afbrigði landbún- aðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngrip- um manns- ins er hins vegar nátt- úruvernd því hún er í takt við eðli- lega þróun íslenskrar náttúru. Sem- sagt skóg- rækt getur verið nátt- úruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningur- inn. Þarna þarf að greina alger- lega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarð- rækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróður- lenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líf- fræðileg fábreytni“ og samning- urinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi teg- undir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi til- gangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógrækt- inni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróður- setji ekki lengur barrtré í birki- skóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðar- framleiðslu, á takmörkuðum land- búnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktar- landa? Skógrækt eða náttúruvernd Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum er náttúruvernd Skógrækt Snorri Baldursson líffræðingur og áhugamaður um náttúruvernd Sjávarútvegur Einar K. Guðfinnsson alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.