Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 6
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR6
Innanríkis ráðherrar Evrópu-
sambandsríkjanna hittast í dag
til að ræða tillögu framkvæmda-
stjórnar sambandsins um breyt-
ingar á Schengen-samkomulag-
inu. Þær verða svo afgreiddar á
fundi leiðtogaráðs sambandsins
í júlí.
Ágreiningur er milli aðildar-
ríkja Schengen um nýjar heim-
ildir einstakra landa til að taka
upp tímabundið landamæra-
eftirlit, sem Frakkar og Ítal-
ir leggja mikla áherslu á vegna
flóttamannastraums frá Norður-
Afríku.
José Manuel Barroso, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, ber
reyndar til baka fullyrðingar
um að breytingarnar séu gerðar
eingöngu til þess að bregðast við
nýtilkomnum vanda Frakka og
Ítala vegna flóttamanna frá Norð-
ur-Afríku. Hann segir þetta allt
saman hafa verið í undirbúningi
síðan á síðasta ári, að því er fram
kemur á fréttasíðunni Euractiv.
com.
Hann gagnrýnir hins vegar
Frakka fyrir að fara í kringum
núgildandi reglur og hafa í reynd
tekið einhliða upp landamæra-
gæslu. Við þessu þurfi að bregð-
ast með því að styrkja sameigin-
legu reglurnar.
„Ef við styrkjum ekki núver-
andi reglur munu aðildarríkin
halda áfram að grípa til eigin
ráðstafana,“ er haft eftir honum
á Euractiv.
Fyrir utan víðtækari heimildir
til að taka upp vegabréfaeftirlit
er gert ráð fyrir að loksins verði
lokið við að móta sameiginlega
stefnu í málefnum hælisleitenda.
Ríkin við norðanvert Mið-
jarðarhafið, svo sem Grikkland,
Spánn og Ítalía, hafa lengi kvart-
að yfir því að Schengen-kerfið láti
þau sitja ein uppi með þann vanda
að þurfa að leysa úr málum flótta-
manna frá Afríku og Mið-Austur-
löndum.
Hundruð þúsunda manna hafa
flúið frá Líbíu vegna átakanna
þar síðustu mánuði, flest til
nágrannalandanna, einkum Túnis
og Egyptalands, en tugir þúsunda
hafa farið yfir Miðjarðarhafið til
Ítalíu og hundruð þeirra farist á
leiðinni.
Stór hluti þeirra sem hafa farið
til Ítalíu hefur reynt að komast
áfram til Frakklands, enda eiga
margir þeirra ættingja þar.
Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar
vísað mörgum til baka til Ítalíu.
Upp úr þessu sprettur ágrein-
ingur Ítala og Frakka, sem ýtti
undir sameiginlega tillögu þeirra
um að breytingum á Schengen-
samstarfinu yrði nú hraðað.
Þá hefur danska stjórnin ákveð-
ið að hefja reglulegt eftirlit á
landamærastöðvum til að hindra
för glæpamanna og ólöglegra inn-
flytjenda. Allt verður það innan
ramma Schengen-kerfisins, enda
verður eftirlitið byggt á handa-
hófskenndum athugunum á ferða-
fólki. gudsteinn@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
Er Schengen-samstarfið í uppnámi?
Agreement abolishes internal
borders, enabling passport-free
movement across member countries
Non-EU nationals with Schengen
visa can travel freely throughout area
for up to three months within
six-month period
Signatories may reinstate border
controls for short period if
necessary for “public policy
or national security” reasons
Immigration checks carried out on
zone’s single external border under
single set of police rules
Police and judicial co-operation
enhanced – shared information
database on wanted or undesirable
people and stolen objects
EU moots new Schengen rules
ightening rules allowing free movement
within the Schengen zone when faced
with extraordinary flows of migrants.
The move reflects concern about the
arrival in Italy of some 25,000 illegal
migrants fleeing unrest in North Africa
Non Schengen EU:
UK and Ireland comply with
some Schengen provisions
but maintain border checks
Expected to join
in coming years
Schengen states:
Incorporates 25 European
countries – 22 EU members
plus Switzerland, Iceland
and Norway
KEY PROVISIONS OF SCHENGEN
France and Italy want
revision of Schengen
after France closed border
to trains carrying African
migrants from Italy
Switzerland
Tunisia
Libya
Norway
Iceland
UKIreland
Bulgaria
Cyprus
Romania
France
Italy
Migrants
fleeing
unrest in
North Africa
y
g
Tillaga um að herða reglur um ferðafrelsi
á Schengen-svæðinu verða ræddar á
fundi innanríkisráðherra ESB í dag.
Tilefnið er flóttamannastraumur frá
Norður-Afríku til Ítalíu og þaðan áfram
til annarra Schengen-ríkja.
Schengen-ríki Aðildarríkin
eru 25, nefnilega 22 ESB-ríki
ásamt Íslandi, Noregi og Sviss.
ESB-ríki utan Schengen
Bretland og Írland standa utan
Sche gen, hal a uppi andamæra-
eftirliti en eru þó þátttakendur í
lögreglusamstarfi.
Stefna að aðild á
næstu árum
Frakkar og Ítalir vilja endurskoða
Schengen-ákvæðin. Frakkar
hafa stöðvað ferð norður-
afrískra flóttamanna frá Ítalíu.
H LSTU ÁKVÆÐI SC EN
Inn i landamæri afnumi , sem felur í
sér h imild til vegabréfalausra f rða milli
aðildarríkjanna.
Innflytjendaeftirlit er á yt i landamærum
svæði ins og lýtur samræm um reglum.
Samstarf eflt í lögreglu- g dóms-
málum með am iginlegu gag abanka
um eftirlýst eða óæskilegt fólk og stolna
muni.
Ríkisborgar r utan EES með Schengen-
egabréfsáritun g ta ferðast ó indrað um
svæðið í allt að þrjá mánuði in an sex
mánaða ímabils.
Aðild rrík n get sett upp landamæra-
eftirlit í takmarkaðan tíma e nauðsynlegt
þykir vegna stefn stjórnvalda eða af
þjóð röryggi ástæðum.
Ísland
Noregur
Írland Bretland
Frakkland
Sviss
Túnis
Líbía
Ítalía
Rúmenía
Búlg rí
Kýpur
Flóttamenn
flýja ólguna
í Norður-
Afríku
ESB ræðir nýjar Schengen-reglur
Lj
ós
m
yn
d:
G
et
ty
Im
ag
es
Heimild: Framkvæmdastjórn ESB
© Graphic News
Deila um Schengen
Frakkar og Ítalir vilja hraða breytingum á Schengen vegna flóttamannastraums.
José Manuel Barroso segir breytingarnar hafa verið lengi í undirbúningi.
Ísland er aðili að Schengen-samstarfinu ásamt Noregi, Sviss og 22 af 27
ríkjum Evrópusambandsins.
Vegna þess að Ísland stendur utan ESB hefur það engan ákvörðunarrétt
um breytingar á Schengen-reglunum, en er heldur ekki skuldbundið til að
taka þær upp í innlend lög.
Íslendingar hafa samt sem áður meiri rétt til afskipta af Schengen-reglum
á mótunarstigi en flestum öðrum lagagjörðum Evrópusambandsins, vegna
þátttöku í sameiginlegri nefnd og þátttökuréttar á ráðherrafundum um
Schengen-samstarfið, þótt atkvæðisréttur fylgi ekki.
Íslendingar hafa síðan samviskusamlega tekið upp flestar nýjar reglur um
Schengen nokkuð fljótt, og hraðar en mörg önnur aðildarríkin.
Ísland og Schengen
Lexus notaðir bílar
SC 430
Nýskr.: 04.07
Ek.: 7.000. km.
4,3 bensín
Sjálfskiptur
7.790.000. kr.
IS 250
Nýskr.: 05.08
Ek.: 23.000. km.
2,5 bensín
Sjálfskiptur
Tilboð:
3.990.000. kr.
GS 430
Luxury
Nýskr.: 04.05
Ek.: 71.000. km.
4,3 bensín
Sjálfskiptur
Tilboð:
3.890.000. kr.
IS 250
Nýskr.: 09.09
Ek.: 6.000. km.
2,5 bensín
Sjálfskiptur
5.890.000. kr.
RX 400h
EXE
Nýskr.: 08.07
Ek.: 60.000. km.
3,3 bensín
Sjálfskiptur
Tilboð:
5.690.000. kr.
IS 250
Luxury
Nýskr.: 08.06
Ek.: 80.000. km.
2,5 bensín
Sjálfskiptur
3.790.000. kr.
DÓMSMÁL Halldór J. Kristjánsson,
fyrrverandi bankastjóri Lands-
bankans, þarf ekki að endurgreiða
100 milljónir króna sem voru
greiddar í séreignalífeyrissjóð
hans rétt fyrir hrun. Þetta er niður-
staða Héraðsdóms Reykjavíkur.
Héraðsdómur vísaði máli
sl itastjórnar Landsbankans
gegn Halldóri frá dómi í gær.
Slitastjórnin stefndi honum vegna
100 milljóna greiðslu Landsbank-
ans í séreignalífeyrissjóð hans.
Greiðslan var gerð 19. september
2008. Slitastjórnin taldi að bankinn
hefði verið orðinn ógjaldfær þegar
greiðslan var innt af hendi og Hall-
dóri bæri að greiða milljónirnar til
baka.
Verjandi Halldórs krafðist frá-
vísunar á grundvelli þess að beiðni
um matsmenn og gögn, sem áttu að
styðja málatilbúnað slitastjórnar-
innar, hefði komið of seint fram.
Matsmenn áttu að sýna fram á að
bankinn hefði verið ógjaldfær.
Héraðsdómur féllst á málatil-
búnað verjandans og vísaði málinu
frá dómi. Slitastjórn Landsbankans
hyggst áfrýja til Hæstaréttar. - þeb
Héraðsdómur vísaði kröfu slitastjórnar á hendur fyrrverandi bankastjóra frá:
Þarf ekki að borga 100 milljónir
HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON Fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans þarf ekki að
endurgreiða slitastjórn 100 milljónir
króna samkvæmt héraðsdómi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þingsályktunartillaga liggur nú fyrir Alþingi um að gerð verði úttekt á
Schengen-samstarfinu. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á samstarfinu
af Íslands hálfu að svo stöddu en Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra styður tillöguna um að gerð verði úttekt.
„Við horfum til umræðunnar í Noregi og víðar þar sem menn hafa
áhyggjur af því að Schengen takmarki rétt okkar til að fylgjast með
fólki sem hefur misjafnt mjöl í pokahorninu.“ Ögmundur segist hafa
áhyggjur af Schengen-samstarfinu, því þrátt fyrir ýmsa kosti Schengen
í samvinnu lögreglu og dómsyfirvalda til að fylgjast með skipulagðri
glæpastarfsemi þá hafi það líka mikla ókosti og takmarki möguleika
á að fylgjast með ferðum til landsins og stöðva endurkomu dæmdra
glæpamanna.
Stendur til að gera úttekt á Schengen
Hefur þú áhyggjur af yfirvof-
andi læknaskorti hér á landi?
Já 75,9%
Nei 24,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Horfðir þú á undankeppni
Eurovision á þriðjudag?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
KJÖRKASSINN
DÓMSMÁL Silkibindamálið svokall-
aða var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í annað sinn í gær.
Hæstiréttur hafði ómerkt dóm
héraðsdóms yfir manni sem
reyndi að smygla Rolex-úri, silki-
hálsbindum, silkihálsklútum og
leðurhandtösku í gegnum tollinn.
Verðmæti góssins nam ríflega
einni milljón króna.
Sakborningur kvaðst hafa verið
ákærður fyrir tiltekið ákvæði
tollalaga en dæmdur eftir öðru
ákvæði. Því vísaði Hæstiréttur
málinu heim í hérað á ný. - jss
Dómur hafði verið ómerktur:
Silkibindamálið
þingfest aftur