Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 26
26 12. maí 2011 FIMMTUDAGUR Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undr- andi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarp- að. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinn- ar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarps- ins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnend- ur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýr- ing. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við fram- kvæmdastjóra sinfóníuhljóm- sveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynn- ingarfulltrúa Hörpu var aug- ljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annað- hvort las eða sá, við Þórunni Sig- urðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætl- aði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfón- íuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Vík- ing Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna form- lega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrr- nefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifa- ráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórn- endur Hörpu ætli sér í framtíð- inni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listvið- burðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórn- endum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, held- ur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslending- ar mega vera stoltir af því að allt- af var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum for- svarsfólki ríkis og borgar á fram- kvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu. Starfsfólki geðsviðs Reykja-lundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hug- ræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í net- útgáfu, þar sem sækja má hljóð- skrár með texta bókarinnar. Í fyrsta sinn er slíkt efni á íslensku sett inn á veraldarvefinn þ.e. efni sem getur nýst almenningi til sjálfshjálpar, þegar lífið reynir á. Opnað var formlega fyrir vef- síðu bókarinnar þann 7. apríl s.l. en bókina má nálgast á vef- síðunni www.ham.reykjalundur. is eða á vefsíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is. Gegn vægu gjaldi er hægt að kaupa aðgang að netútgáfu bókarinnar í 3 mán- uði hið minnsta. Þar er hægt að hlusta á textann og hlaða niður á eigin tölvu og síðan setja inn á önnur tæki ef vill. Þar er hægt að stækka letrið, setja litaðan bak- grunn, vista verkefnablöð í eigin tölvu o.fl. Allt er þetta hugsað til að ná til sem flestra. Reykjalundur hefur boðið upp á hugræna atferlismeðferð frá árinu 1997, að undirlagi Péturs Haukssonar geðlæknis. Með- ferðarhandbókin hefur verið í stöðugri þróun en aldrei fyrr hefur hún verið gefin út fyrir almennan markað í vönduðu bókarformi. Forsagan er sú að margir af okkar skjólstæðing- um áttu við lesblindu eða ein- beitingarörðugleika að stríða og áttu því erfiðara með að nýta sér meðferðina sem skyldi. Eftir því sem hugmyndin þróaðist blasti veraldarvefurinn við sem nær- tækasti miðillinn. Við fengum síðan áheyrn og í kjölfarið ómet- anlegan stuðning líknarfélags, sem ásamt stjórn Reykjalundar gerði okkur kleift að koma verk- efninu í framkvæmd. Bókin er upphaflega samin sem meðferð- arhandbók í hugrænni atferlis- meðferð við þunglyndi og þannig munum við nota hana áfram sem hingað til bæði í einstaklings- og hópmeðferð. Hugræn atferlismeðferð byggir á þeirri kenningu að neikvæðar hugsanir valdi vanlíðan og hafi auk þess áhrif á hvernig maður bregst við þ.e. á hegðun. En dep- urð, framtaksleysi og neikvæðar hugsanir einskorðast ekki við þá sem eiga við alvarlegt þunglyndi að stríða. Við vitum að margir Íslendingar eiga nú við að stríða andlega vanlíðan, óvirkni, fram- taksleysi, áhyggjur og kvíða. Fullyrða má að efni bókarinn- ar á erindi til almennings, enda snýst það um að ná utan um þá þætti í lífinu sem eru nauðsyn- legir til að viðhalda andlegu heil- brigði. Í dag er sjálfshjálp víða viðurkennd sem fyrsta skref- ið til að takast á við vanlíðan af ýmsum toga. Við vitum að marg- ir hafa ekki haft sig í að leita sér aðstoðar, hafa ekki haft trú á því að utanaðkomandi hjálp geti gert þeim gott eða jafnvel haft for- dóma fyrir slíkri hjálp. Greitt aðgengi að þessu efni gæti m.a. auðveldað fólki að komast yfir þann þröskuld að leita sér hjálpar. Þunglyndi þróast oft á löngum tíma þannig að hvorki einstak- lingurinn sjálfur né umhverfi hans átta sig á ástandinu. Fyrir þá sem eiga við vægt þunglyndi að stríða getur sjálfshjálp með aðstoð svona efnis jafnvel dugað til að brjótast út úr vanlíðaninni, en þegar um alvarlegri einkenni er að ræða geta augun opnast fyrir því að leita þurfi frekari hjálpar í heilbrigðiskerfinu. Hóp- meðferð eða námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð nýtast mörgum. Með hjálp meðferðar- aðila er hægt að nota þessa nálg- un hugrænnar atferlismeðferðar til að vinna dýpra með vandann á einstaklingsmiðaðan hátt. Alvar- legt þunglyndi er mikilvægt að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum þ.m.t. lyfjameðferð og í sumum tilvikum þarf þverfaglega endurhæfingu til að ná árangri. Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslend- ingum með hruni efnahags- kerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Umtalsverður hluti þjóðarinnar er í sárum og fleiri en við viljum kannast við búa við krappari kjör en við höfum þekkt hér á landi í áratugi. Reynsla annarra þjóða segir okkur að afleiðingar alvar- legrar kreppu á andlega líðan þjóðarinnar nái hámarki þegar 2–3 ár eru liðin frá hruninu. Hugmyndir styrktaraðila okkar féllu vel að okkar eigin um tilgang verkefnisins þ.e. að auka aðgengi almennings að efni sem getur reynst hjálplegt í andlegri vanlíðan, dregið úr fordómum og aukið líkurnar á að fólk leiti sér hjálpar. Okkur er sönn ánægja að kynna þetta „tæki“ til að viðhalda og bæta geðheilsu og vonumst til að sem allra flestir muni geta notið góðs af í framtíðinni. AF NETINU Talsmáti á Alþingi og sátt þjóðar og þings Stjórnmálin eru í uppnámi eftir hrun. Endurnýjun þingmanna var nokkur í kosn- ingunum 2009 en ekki nóg. Endurskoðun á stefnumálum er komin lítt áleiðis. Stjórn- málaflokkarnir eru tregir til umræðu um ábyrgð og mynda innanflokksbandalög til að þagga niður samræður um hvað hafi farið úrskeiðis í starfi og stefnu. Virðing Alþingis bíður hnekki vegna vanrækslu stjórn- málaflokka eftir hrun að gera upp. Játning á mistökum er forsenda fyrirgefningar sam- félagsins. Talsmáti þingmanna sem ekki kunna sig er þeim til vansa. Alþingi verður samt sem áður ekki tekið í sátt þótt þeir orðljótu héldu sér saman. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Ekki þarf að fjölyrða um þann vanda sem steðjar að Íslendingum með hruni efna- hagskerfisins fyrir hálfu þriðja ári. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Nýtt úrræði til að bæta geðheilsu Hneisa í Hörpu Geðrækt Valgerður Baldursdóttir yfirlæknir á geðsviði Reykjalundar Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur Reykjalundar Menning Þröstur Ólafsson hagfræðingur Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is „Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur“. Þórbergur Þórðarson, Mitt rómantíska æði. EVA GABRIELSSON HÖFUNDAKVÖLD #4 Í kvöld, fimmtudag, 12. maí kl. 20.00 Þóra Arnórsdóttir ræðir við Evu Gabrielsson um Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: BJARTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.