Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 50
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is Ásgerður Júníusdóttir messósópran syngur lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Björk Guðmundsdótt- ur og Magnús Blöndal Jóhanns- son á hljómdisknum Langt fyrir utan ystu skóga, sem nýkomin er út. Tónskáldin þrjú eiga það sameiginlegt að dansa á mörkum klassískrar tónlistar og annarra tónlistarstefna, til dæmi djass, popps, leikhús-, kvikmynda- og raftónlistar. Á disknum koma út í fyrsta sinn nýjar útsetningar Jónasar Sen á sönglögum Bjarkar. Björk pant- aði útsetningarnar sjálf og voru þær unnar í samráði við hana, en Jónas hefur leikið undir á hljóm- plötum og á tónleikaferðalögum með Björk. Einnig má á disknum finna nýjan texta eftir skáldið Sjón við fyrstu tónsmíð Bjarkar, lagið Kjarval, sem kom út á hljómplötu þegar hún var tólf ára. Meðleikarar Ásgerðar á diskn- um eru Jónas Sen og Sveitin, djass- kvartett sem settur var saman fyrir upptökur disksins en í honum eru Pétur Grétarsson, Þórður Högnason, Kjartan Valdemarsson og Óskar Guðjónsson. Langt fyrir utan ystu skóga er þriðji hljómdiskur Ásgerðar Júní- usdóttur. Á sínum öðrum diski, Í rökkri, flutti hún sönglög Magn- úsar Blöndal Jóhannssonar en hér hafa þau verið sett í annan búning. Þá eru lög Gunnars Reynis Sveins- sonar flutt í nýjum djassútsetning- um Péturs Grétarssonar og Sveit- arinnar. Smekkleysa gefur diskinn út. Ásgerður flytur sönglög Bjarkar JÓNAS OG ÁSGERÐUR Langt fyrir utan ystu skóga er þriðji hljómdiskur Ásgerðar. Þar syngur hún meðal annars sönglög Bjarkar Guðmundsdóttur, sem Jónas útsetti sérstaklega að beiðni Bjarkar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í ritinu Að finna undraljós má finna safn greina um Þórberg Þórðarson. Berg- ljót Kristjánsdóttir, annar ritstjóra verksins, segir að enn sé stöðugt verið að gera nýjar uppgötvanir á höfundarverki Þórbergs. Greinasafnið Að skilja undraljós kom út í fyrra en fór ekki í dreif- ingu fyrr en nú. Það inniheldur sextán greinar um Þórberg Þórðar- son, verk hans og hugðarefni. Flest- ar eiga þær rætur í fyrirlestrum frá 2008 þegar þess var minnst í Háskóla Íslands og á Þórbergssetri í Suðursveit, að 120 ár voru liðin frá fæðingu þessa sérstæða höfundar. Hjalti Snær Ægisson og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir ritstýrðu safninu, sem Bergljót segir að sé um margt í anda Þórbergs. „Að því leyti að það er horft á hann frá ýmsum sjónar- hornum, ekki bara þröngt svið akademíunnar,“ segir hún. Höfundarverk Þórbergs gekk í endurnýjun lífdaga á áratugn- um sem leið og má það eflaust ekki síst þakka bókum Péturs Gunnars sonar um skáldið, sem og þeim aukna krafti sem hljóp í rannsóknir til dæmis í sambandi við 120 ára afmæli þess. Bergljót segir að upp úr dúrnum hafi komið að Þórbergur eigi sérstaklega upp á pallborðið hjá ungu fólki í dag. „Ungt fólk drekkur hann í sig. Ég held að það sé rétt sem Pétur Gunnarsson segir að þegar Þór- bergur skrifaði Suðursveitarbæk- urnar, var hann að fjalla um sam- félag sem samtíðarmenn hans þekktu og þótti því ekkert merki- legt að fá lýsingu á. Hins vegar stendur ungt fólk nú til dags uppi með lýsingar af samfélagi sem það ætti ekki ef Þórbergs nyti ekki við.“ Bergljót segir yngra fólk einnig lesa í verk Þórbergs með öðrum hætti en þeir eldri. „Það má til dæmis lesa í grein- um Atla Antonssonar og Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, sem bæði lesa hann í ljósi erlendra áhrifa en eru ekki föst í gömlu klisjunum um að Þórbergur hafi verið þessi þjóðlegi og allt að því sjálfskapaði snillingur.“ Benedikt Hjartarson setur Þór- berg einnig í erlent samhengi og sýnir hvernig jaðarþjóðir í Evrópu komust í tengsl við framúrstefnu- hreyfingar í gegnum esperanto. „Það er leið sem engum hafði dottið í hug.“ Kristján Eiríksson ritar grein um Þórberg og esperanto en hann hefur þýtt efni sem Þórbergur skrifaði á því máli. „Og þess er beðið með mik- illi eftirvæntingu,“ segir Berg- ljót, „því í ljós kemur að á fjórtán ára tímabili, sem gjarnan hefur verið álitið eyða í hans höfundar- ferli, var Þórbergur sískrifandi á esperanto.“ Rannsóknum og nýjum upp- götvunum er því síst lokið að sögn Bergljótar. „Til dæmis er Soffía Auður Birgisdóttir með stóra bók í smíð- um um Þórberg, sem ég vona að komi út á þessu ári.“ bergsteinn@frettabladid.is Klisjan um séríslenska snillinginn á undanhaldi Út er komið ritið Ást er þjófnaður eftir Eirík Örn Norðdahl; safn ritgerða um höfundarétt, þjófnað og framtíðina í ótal hlut- um, eins og segir í til- kynningu frá Perspired by Iceland sem gefur ritið út. Bókin var samin, brot- in um og prentuð á einum mánuði. Fyrstu greinina birti Eiríkur Örn á vef- svæði sínu, norddahl.org, 11. apríl en bókin kom út sléttum mánuði síðar. Ást er þjófnaður fæst hjá perspiredbyiceland. com og norddahl.org – sem rafbók eða pöntuð sem prentuð bók í vasa- broti, á 156 síðum. Þjófnaðarbálkur Eiríks KODDU LÝKUR Myndlistarsýningunni Koddu lýkur næstkomandi sunnudag. Á sýningunni rýna listamenn í góðærið á Íslandi og hrunið sem fylgdi. Sýningin olli nokkru fjaðrafoki vegna leyfislausrar notkunar á bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson, sem taldi brotið á sæmdarrétti sínum. Sýningin er í Nýlistasafninu við Skúlagötu og í Alliance-húsinu við Grandagarð. EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 10 árum yngri á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir Matur sem yngir og grennir Þorbjörg Hafsteinsdóttir Konan í búrinu - kilja Jussi Adler Olsen Mundu mig, ég man þig - kilja Dorothy Koomson Sláttur - kilja Hildur Knútsdóttir Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 04.05.11 - 10.05.11 Engan þarf að öfunda - kilja Barbara Demick Sjálfstæð þjóð Eiríkur Bergmann Skurðlæknirinn - kilja Tess Gerritsen Handbók um íslensku Jóhannes B. Sigtryggsson ritst. BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR Segir yngra fólk lesa Þórberg Þórðarson með öðrum hætti en þeir eldri, til dæmis lesa yngri greinar- höfundar bókarinnar hann í ljósi erlendra áhrifa frekar en að viðhalda klisjunni um hvað Þórbergur hafi verið þjóðlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.