Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 58
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR42
folk@frettabladid.is
Charlie Sheen hefur gefið út lagið
Winning á i-Tunes. Meðal þeirra
sem koma við sögu í laginu eru
Snoop Dogg og gítarleikari Korn,
Rob Patterson. Þetta kemur fram
í bandaríska blaðinu Los Angeles
Times.
Lagið er nefnt eftir frægum frasa
leikarans og fór á netið á þriðjudag-
inn. Gítarleikarinn Patterson lét
hafa eftir sér í samtali við Times að
lagið væri gott. „En í alvöru talað,
ekki taka þetta of alvarlega, þetta
á að vera fyndið og skemmtilegt.“
Charlie Sheen sjálfur sparaði ekki
stóru orðin á twitter-síðu sinni.
„Fólk á eftir að elska lagið, hver
vill ekki vera í sigurliðinu,“ skrif-
aði Sheen og vitnaði í titil lagsins.
Sheen hefur þegar tilkynnt að
allur ágóði af sölu lagsins muni
renna til fórnarlamba hvirfilbylj-
anna í Bandaríkjunum.
Sheen gefur
út Winning
Í SIGURLIÐI Charlie Sheen hefur gefið
út smáskífu sem heitir að sjálfsögðu
Winning.
Bandaríski leikarinn Will Smith
vill hafa það gott á tökustað, ef
marka má nýlegar fréttir New
York Post, því hann hefur leigt
sér tveggja hæða færanlegan
íbúðarvagn til að geta slakað á
milli takna. Smith er nú staddur
í New York þar sem tökur á MIB
3 eða Menn í svörtu 3 standa yfir
og hefur komið íbúðarvagninum
sínum fyrir í miðju SoHo-hverfinu.
Nágrannar tökustaðarins kvarta
sáran undan ferlíkinu í viðtöl-
um við New York Post. „Þetta er
algjörlega fáránlegt, ég kann vel
að meta Will Smith en hvað varð
um alla hógværðina? Þetta fyrir-
bæri er stærra en íbúðin mín,“
hefur blaðið eftir Brigette Moreno.
Myrna Reisman bætir því við að
hún hafi aldrei séð annað eins.
„Hvernig þætti Will Smith ef ég
legði einhverju svona á lóðinni
hans?“
Smith, sem er vanalega meðal
tekjuhæstu leikara Hollywood,
lætur sig ekki muna um að punga
út níu þúsund dölum í leigu á fer-
líkinu, sem skartar meðal annars
litlum bíósal með hundrað tommu
skjá, fullkomnu eldhúsi, risa-
stóru svefnherbergi og vel útbúnu
baðherbergi.
55 feta einkalíkamsræktarstöð
Smiths er síðan lagt rétt hjá en hún
er líka á hjólum.
Lúxuslíf Will Smith á tökustað
STJANAR VIÐ SIG Will Smith er mikill
nautnaseggur og hefur á leigu tveggja
hæða íbúðarvagn á meðan hann leikur
í MIB 3.
Lady Gaga, söngkonan vinsæla,
tróð upp á góðgerðatónleikum í
New York á mánudagskvöld og
aðstoðaði við að safna 47 millj-
ónum dollara til styrktar góðu
málefni.
Eins kaldhæðnislega og það
kann að hljóma heitir góðgerða-
sjóðurinn sem réð Lady Gaga til
verksins Hrói höttur og eru það
helst bankamenn sem greiða him-
inháar upphæðir fyrir að sitja
á besta stað og hlýða á heims-
frægar poppstjörnur. Hápunkt-
urinn var hins vegar uppboð sem
Fergie úr Black Eyed Peas stóð
fyrir en sá sem bauð hæst fékk
að semja lag og taka það upp með
samstarfsfélaga hennar úr hljóm-
sveitinni, Will I.Am. Meðal ann-
arra sem komu fram voru Tony
Bennett og Kid Rock og úti í sal
voru þau Sarah Jessica Parker,
Michael J. Fox, Naomi Watts og
Gisele Bundchen.
Að lokum má geta þess að öll
söfnunin rann til styrktar sér-
stökum samtökum sem styðja
við og hjálpa fátæku fólki í New
York-ríki.
Hjálpar til
við góð-
gerðamál
SÖNG Lady Gaga kom fram á góðgerða-
tónleikum þar sem 47 milljónir
söfnuðust.
Gjöfin þín
Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 5.900 krónur eða meira,
dagana 11. - 18. maí í Debenhams.
Gjöfin inniheldur:
Advanced Night Repair – viðgerðardropa, 7ml
TimeZone Crème – Fyrirbyggjandi krem við línum og hrukkum, 15ml
Advanced Night Repair Eye – Augnkrem fyrir öll vandamál augnsvæðisins, 5ml
Pure Color Lipstick – Varalit, litur – candy
Pure Color Eyeshadows – Augnskuggabox með tveimur augnskuggum
Sumptuous Mascara – Svartan maskara
Stóra og góða snyrtitösku ásamt spegli
* Verðgildi gjafarinner er ca. 22.650.-
* meðan birgðir endast
Það er eins og augnhárin margfaldist, þéttist og lengist í það óendanlega.
Sumtuous Extreme Lash Multiplying Volume Mascara.
Nýr og árangursríkur maskari sem þykkir augnhárin og gerir þau glæsilegri.
Þrjár tegundir trefja stuðla að þéttingu sem jafnast næstum á við fölsk augnhár. Lash Advancing
Vitamin Complex nærir og styrkir augnhárin. Glitaðir litir gæða augun einstöku bliki og seiðmagni.
pund kostar nóttin á villunni á Seychelles-eyjum sem Vilhjálmur Bretaprins
og Katrín, hertogaynja af Cambridge, gista á í brúðkaupsferð sinni. Það
gerir 755 þúsund íslenskar. 4000