Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 2
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR2
DÓMSMÁL Starfsmaður í Lands-
bankanum á að endurgreiða slita-
stjórn bankans tæplega níutíu
milljónir króna samkvæmt dómi
Héraðsdóms Reykjaness.
Starfsmaðurinn, Jón Þór Gunn-
arsson, var forstöðumaður á fyr-
irtækjasviði frá árinu 2004. Það
ár gerði hann kaupréttarsamn-
ing við bankann sem fól í sér að
hann fékk rétt til að kaupa fimm
milljónir hluta í bankanum á geng-
inu sjö. Áunninn kaupréttur átti
að safnast upp á næstu árum og
kauprétturinn verða virkur 1. des-
ember 2007. 24. september var svo
gert samkomulag við hann um ein-
greiðslu á kaupauka, og kauprétt-
urinn þannig gerður upp. Þess-
um samningi vildi slitastjórnin fá
slitið.
Stefndi sagðist hafa gengið eftir
því ítrekað við bankann að kaup-
réttarsamningurinn yrði gerður
upp við hann frá því í desember
2007. Það hafi gengið svo langt að
hann hafi ámálgað það að leita til
dómstóla vegna þess. Greiðslan
hafi verið hluti af launakjörum
hans.
Í dóminum kemur fram að
Landsbankinn hafi aðeins verið
skuldbundinn til að selja Jóni
Þóri hlutabréf, en ekki greiða
honum eingreiðslu. Héraðsdómur
féllst á kröfur slitastjórnarinnar
og dæmdi hann til að greiða 89,1
milljón króna auk dráttarvaxta.
- þeb
SKIPULAGSMÁL Borgaryfirvöld
vinna nú að því að flytja högg-
mynd Ásmundar Sveinssonar af
Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður
í miðbæ þar sem henni var upp-
haflega ætlaður staður árið 1949.
Þegar Vatnsberinn var pantað-
ur hjá Ásmundi var listaverkinu
ætlaður staður á horni Banka-
strætis og Lækjargötu. Þegar
höggmyndin var tilbúin spruttu
hins vegar upp miklar deilur þar
sem margir töldu myndina sem
var gefin af konunni með vatns-
föturnar einfaldlega ljóta. „Hún
var sögð of digur, herðasigin og
ekki nógu leggjalöng,“ segir í
greinargerð umhverfis- og sam-
göngusviðs um flutning styttunn-
ar, sem endaði í Litluhlíð í Öskju-
hlíð árið 1967 eftir að hafa fram
að því staðið við vinnustofu lista-
mannsins við Sigtún.
„Nú skilur fólk almennt hvernig
listamaðurinn túlkar erfiði
alþýðufólks með því að láta átök-
in og þyngslin umbreyta form-
gerð líkamans,“ segir hins vegar
í greinargerðinni. „Nú er lag að
leiðrétta þetta og bjóða Vatnsber-
ann heim í miðbæinn úr útlegð-
inni,“ segir áfram í greinargerð-
inni, þar sem stungið er upp á
því að Vatnsberinn verði á miðju
Austurstræti þar sem nú er ekið
inn í götuna frá Lækjargötu „til
að gefa í skyn að gatan sé fyrir
fótgangandi“.
Meirihlutinn í skipulagsráði
hefur samþykkt flutning stytt-
unnar fyrir sitt leyti en fulltrúar
sjálfstæðismanna sátu hjá.
Í menningar- og ferðamálaráði
segist meirihlutinn ekki leggj-
ast gegn hugmyndinni en vill að
verkið sé fært frá götunni svo
„það líti ekki út eins og vega-
tálmi“. Sjálfstæðismenn í ráðinu
sátu hjá og sögðu í bókun að þótt
margt jákvætt væri við að flytja
styttuna lægi ekki fyrir nógu
greinargóð mynd af því hvar
hún yrði staðsett og umhverfi í
kringum hana háttað. Mörgum
spurningum væri ósvarað.
„Fram hefur komið að setja
eigi styttuna niður til reynslu
í eitt ár og því muni gefast tími
til að endurskoða þá hluti betur
síðar. Hins vegar telja fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins að vanda
eigi til verksins nú, vilja sjá
betur útfærðar hugmyndir ekki
síst vegna þess að oft er hætta á
því að bráðabirgðaframkvæmd-
ir standi mun lengur óbreytt-
ar en til stóð í upphafi,“ bókuðu
sjálfstæðismenn í menningar- og
ferðamálaráði. gar@frettabladid.is
milljón er
upphæðin
sem for-
stöðumað-
urinn þarf að greiða til baka.
Hún var sögð of
digur, herðasigin og
ekki nógu leggjalöng.
ÚR GREINARGERÐ UMHVERFIS-
OG SAMGÖNGUSVIÐS
Vilja að Vatnsberinn
verði í Austurstræti
Höggmynd Ásmundar Sveinssonar, sem á sínum tíma var ætlað að standa á
horni Bankastrætis og Lækjargötu en þótti of ljót og endaði í Öskjuhlíð, verður
tekin í sátt og flutt í Austurstræti eftir 62 ára útlegð úr miðbænum.
VATNSBERINN Í AUSTURSTRÆTI „Þar sem borgarstjóri hefur bæði óskað eftir styttu af
konu í miðbæinn og lýst yfir áhuga á að færa Vatnsberann má hér alla vega slá þrjár
flugur í einu höggi,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar.
SAMSETT MYND/VILHELM
„Erpur, hvort ertu lige glad
eða skide godt?
„Ég er skide glad.“
Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða
Blazroca, hefur unnið mikið með
norrænum röppurum upp á síðkastið. Í
Fréttablaðinu í gær sagði að Erpur virðist
orðinn þekkt nafn í norrænum rappheimi
eftir að Kingsize, hiphop-tímarit Norður-
landa, tók nýverið viðtal við hann.
LÖGREGLUMÁL Banaslys varð á
þjóðvegi 1 um Kambanes, milli
Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvík-
ur, á þriðjudagskvöld. Tilkynnt
var um slysið um klukkan 21.
Fólksbifreið fór út af veginum
og hafði hún farið nokkrar velt-
ur, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu.
Ökumaðurinn, sem var einn í
bifreiðinni, kastaðist út úr henni
og lést skömmu síðar. Hann var
á fimmtugsaldri og búsettur í
Neskaupstað. Ekki er unnt að
greina frá nafni hins látna að
svo stöddu.
Rannsóknardeild lögreglun-
nar á Eskifirði fer með rann-
sókn málsins. - bj
Banaslys á Austfjörðum:
Maður á fimm-
tugsaldri lést
GRÆNLAND Bandaríkin sýna starfi
Norðurskautsráðsins óvenju mik-
inn áhuga núna, þegar Hillary
Clinton utan-
ríkisráðherra
og Ken Salazar
innanríkisráð-
herra mæta til
Grænlands á
fund ráðsins í
dag.
Ráðherrarnir
undirrita þar
samkomulag
um skipulag
björgunarstarfa á Norður-Íshafi
ásamt ráðherrum hinna aðildar-
ríkja ráðsins, sem eru Ísland,
Noregur, Svíþjóð, Finnland, Dan-
mörk, Kanada og Rússland.
Þetta er fyrsti samningur
aðildarríkja ráðsins sem hefur
lagalegt gildi í ríkjunum. Hann
þykir ótvírætt merki þess að
gildi norðurslóða vaxi nú ört. - gb
Norðurskautsráðið á fundi:
Bandaríkin
sýna áhuga
STRASSBORG Evrópuþingið hefur hert reglurnar um
umgengni þingmanna og þrýstihópa. Allir þrýsti-
hópar sem vilja fá aðgangskort að þinginu verða að
skrá sig, og þingmenn sem bera aðalábyrgð á laga-
frumvörpum verða að gera grein fyrir því hvaða
þrýstihópa þeir hafi hitt á meðan gerð frumvarpa
stóð.
Sænskir þingmenn eru ekki vissir um að þessar
reglur hefðu nægt til þess að koma í veg fyrir nýj-
asta mútuhneykslið á þinginu, sem olli miklum
titringi í mars síðastliðnum.
Þá komu blaðamenn Sunday Times upp um þrjá
þingmenn með falinni myndavél. Á upptökunum má
sjá þingmennina, sem eru frá Austurríki, Slóveníu
og Rúmeníu, ræða aðferðir og þóknun við blaða-
mennina. Þingmennirnir töldu blaðamennina til-
heyra þrýstihópi úr fjármálageiranum sem hefði
áhyggjur af lagafrumvarpi um aukið bankaeftirlit.
Austurríski þingmaðurinn sagði það engan vanda
að hafa áhrif á nefndarmenn. Slóvenski þingmað-
urinn ræddi þóknun upp á 100 þúsund evrur, eða
rúmar 16 milljónir króna, að því er segir á vef
Sænska dagblaðsins. Sá rúmenski sendi reikning
upp á 12 þúsund evrur, eða um 2 milljónir króna.
Hann kvaðst hvorki hafa gert neitt ólöglegt né það
sem væri óeðlilegt í húsinu. - ibs
Mútuhneyksli þriggja þingmanna á Evrópuþinginu olli miklum titringi:
Tökin hert með nýjum reglum
Á EVRÓPUÞINGINU Blaðamenn hafa afhjúpað mútuþægni
þingmanna.
NORDICPHOTOS/AFP
Röng íþróttasíða var í Frétta-
blaðinu í gær vegna mistaka í
prentun. Íþróttasíðan sem var
í blaðinu á þriðjudag birtist
aftur í gær.
Lesendur eru beðnir velvirð-
ingar á þessu en jafnframt er
bent á að rétta íþróttasíðu er
að finna í vefútgáfu blaðsins á
visir.is.
Mistök í prentun:
Röng íþrótta-
síða í blaðinu
Fyrrverandi forstöðumaður í Landsbankanum dæmdur í héraðsdómi:
Greiði tugmilljóna kaupauka
LANDSDÓMUR Furðulegt er að það
hafi tekið saksóknara Alþingis
sjö mánuði að skrifa upp þings-
ályktunartillögu Alþingis nánast
orðrétt. Þetta
lét Geir H.
Haarde, fyrr-
verandi for-
sætisráðherra,
hafa eftir sér
í hádegisfrétt-
um Bylgjunn-
ar í gær. Hann
sagði jafn-
framt að sér
þætti með ólík-
indum að forseti landsdóms léti
viðgangast að málsmeðferðin
hefði tafist svona lengi. Þá sagði
hann að ákæran væri ein og hálf
blaðsíða að lengd og sakarefn-
in ekki rökstudd með neinum
hætti.
Geir telur að gefa hefði átt út
ákæruskjalið í október, strax
eftir ákæru Alþingis.
- þeb
Ákæra gegn Geir H. Haarde:
Sakarefnin ekk-
ert rökstudd
GEIR H. HAARDE
SAMFÉLAGSMÁL Innflytjendur geta
nú sótt ráðgjöf og upplýsingar um
réttindi sín og skyldur í Þjónustu-
miðstöð Breiðholts í Mjódd. Boðið
er upp á lögfræðilega ráðgjöf og
almenna ráðgjöf, til að mynda um
dvalarleyfi og ríkisborgararétt-
indi, auk upplýsinga um menntun-
armöguleika og frístundir.
Túlkaþjónusta er í boði þegar
þörf krefur.
Reykjavíkurborg hefur boðið
upp á sambærilega þjónustu í Þjón-
ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða á
Skúlagötu 21. - ibs
Þjónusta aukin í borginni:
Auka á aðgengi
innflytjenda
HILLARY RODHAM
CLINTON
GRÆNLAND Samningur um björgunar-
starf undirritaður í dag.
89,1
SPURNING DAGSINS
11
-0
56
8
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
...hvert er
þitt eftirlæt
...endilega f
Hrísmjólkin frá MS fæ
ljúffengum bragðtegu
rifsberja- og hindberj
og gömlu góðu kanils