Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 66
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is 136 66ÁHUGAKYLFINGAR léku 17. holuna á TPC Sawgrass-vellinum á meðan sérfræðingar golf.com fylgdust með. Holan er 100 metra löng par 3 og er flötin á lítilli eyju úti í vatni. SLÓGU Í VATNIÐ eða 49 prósent. Meðalforgjöfin hjá kylfingunum var 15,5. Aðeins tveir fengu fugl og fimmtíu par. Players-mótið hefst á TPC Sawgrass í dag. Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evr- ópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylf- ingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum,“ segir Sigurður Pétursson, afrekskylf- ingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópu- mótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylf- ingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinn- um á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heims- listans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síð- asta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi,“ bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar.“ Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veikt- ist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafn- vel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumóta- raðarinnar. thorgils@frettabladid.is Golfheimurinn syrgir mikinn meistara Severiano Ballesteros er látinn, 54 ára að aldri. Spánverjinn geðþekki er sigur- sælasti kylfingur Evrópu frá upphafi. Hann vann fimm risatitla á ferlinum. GOÐSÖGN Seve Ballesteros verður lengi minnst fyrir afrek sín og frammistöðu á golfvellinum. Hér er hann í sveiflu á Wentworth árið 1978 þar sem hann var nær einráður um árabil á heimsmótinu í holukeppni. NORDICPHOTOS/GETTY ■ Sigursælasti kylfingur Evrópu- mótaraðarinnar með 50 sigra ■ Fimm risatitlar: - Opna breska (‘79, ‘84, ‘88) - Masters (‘80, ‘83) ■ Sex sinnum tekjuhæstur á Evrópumótaröðinni, þrisvar valinn kylfingur ársins ■ Sat á toppi heimslistans í 61 viku ■ Sigursælasta tvíeyki í sögu Ryder-keppninnar með José María Olazábal með 12 stig úr 15 leikjum ■ Fjórir PGA-sigrar ■ Alls 91 sigur á mótum víða um heim, síðast árið 1995. Helstu afrek: TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Critics choice“ Time Out, London „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20 Klæðaburður á golfvöllum hefur valdið mörgum kylfingum heilabrotum. Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, leggur þetta til málanna: ■ Það er ljóst að skoðanir kylfinga um klæðaburð á golfvöllum eru mjög skiptar. Hvað sem því líður eru það klúbb- arnir sem setja reglur um klæðaburð á sínum völlum og hafa að sjálfsögðu fullan rétt til þess. ■ Kylfingar sem spila golf í útlöndum fara eftir þessum reglum enda annað ekki í boði. Reglurnar eru misjafnar. Til dæmis banna sumir klúbbar gallabuxur, það verður að vera kragi á bolnum sem kylfingar klæðast, ekki má nota aðra skó en golfskó, ekki má vera í æfingabuxum og svo framvegis. Þessar reglur eru einnig misjafnar eftir löndum og kylfingar sem spilað hafa á Bretlandseyjum vita að þar geta reglurnar verið mjög strangar. Engu að síður fara kylfingar eftir þeim. ■ Hér á landi hafa margir golfklúbbar sett reglur um klæðaburð og ber að fara eftir þeim alveg eins og við brjótum ekki staðarreglur eða golfreglur. Sætti kylfingar sig ekki við þessar reglur verða þeir að fara eitthvert annað, svo einfalt er það. ■ Dæmisaga: Fyrir meira en hálfri öld þegar íslendingar byrjuðu að fara í golfferðir voru hjón að spila í Edinborg, sólin skein og orðið mjög heitt. Þau ákváðu því að fara úr að ofan, konurnar á brjóstahaldaranum og karlarnir berir að ofan. Innan fárra mínútna kom vallarstarfsmaður til þeirra, vísaði þeim stystu leið af vellinum með ósk um að þau héldu sig frá vellinum í framtíðinni. Hollráð Hinna: Klæðaburður golfarans Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu: Flatir opnar víða um helgina Opnun sumarflata Vellir á höfuðborgarsvæðinu Hlíðavöllur (GKJ) opið Korpúlfsstaðir (GR) opið Nesvöllur (NK) opið Urriðavöllur (GO) á morgun Hvaleyrarvöllur (GK) á morgun Setbergsvöllur (GSE) á morgun Grafarholtsvöllur (GR) laugardaginn Mýrin (GKG) laugardaginn* Bakkakotsvöllur (GOB) Óvíst** *Flatir í Leirdal opna helgina 21.-22. maí ** Stefnt að opnun um helgina Ástand golfvalla er almennt með ágætum. Víða á höfuðborgarsvæð- inu er þegar búið að opna sumarflatir en þeir golf- klúbbar sem ekki eru búnir að því gera það annaðhvort á morgun eða um helgina. Undantekningin er Leirdalur hjá Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs. Stefnt er að því að opna flatir þar helgina 21.- 22. maí. - th
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.