Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 12. maí 2011
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice
Í sumar er eins gott að veðrið verði gott, að minnsta kosti fyrir herrana, þó vorið hafi farið hægt af stað heima á
Fróni. Herratískan er fáguð en
frjálsleg og karlarnir verða mjög
herralegir hvað varðar stílinn.
En fyrst og fremst verða fötin
létt, úr þunnum, mjúkum efnum.
Líkt og stuttbuxur fyrir konur
eru bermúda stuttbuxurnar enn
og aftur ómissandi í klæðaskáp
herranna þó auðvitað geti það
farið eftir hitastigi hvort
hægt er að spóka sig um
með kríkana bera án þess
að stofna heilsu sinni í
hættu. Það er hins vegar
áhugavert að sjá að jakka-
föt með stuttum buxum
eru að skapa sér
varanlegan sess
í herratískunni
sem eins konar
sumarútgáfa
af jakka-
fötum. Og
af hverju
skyldu
herrar
ekki breyta
síddinni á
buxum sínum
yfir sumarið
líkt og konur
sem klæðast
styttri pilsum?
Fyrir einum fimm-
tán, tuttugu árum
man ég eftir Maríusi
Sverrissyni söngvara
í jakkafötum með ber-
múdabuxum, sem þá
þótti auðvitað afskap-
lega skrítið. En nú eru
aðrir tímar og tuttugu
árum seinna er þetta
aðal málið. Reyndar
er fleira sumarlegt á
komandi mánuðum eins
og skyrtur og jakkar sem
oft eru úr hör eða bómull.
Gamli góði pólóbolurinn
stendur fyrir sínu í sumar
og sannar að aldrei á að henda
neinu sem er í heilu lagi og
sæmilega nothæft því tískan fer
alltaf í hringi og það sem var úti
í gær er inni í dag.
Litirnir eru ljósari en oft áður
fyrir herrana, hvítt er ómiss-
andi, bæði í buxum og jökkum
og hvítur blazer ómissandi í
öllum fataskápum sem hægt er
að nota með hvítum eða drapp-
litum buxum, bermúdabuxum
eða gallabuxum. Annars er
mikið um ljósa beige-liti eða
fölgrátt. Í sumar er bleika
æðið sem einkenndi síðustu
sumur algjörlega horfið en
fyrir þá sem myndu segja að
litirnir séu fölir og óspenn-
andi í sumar þá eru háls klútar
í ýmsum sterkum litum
notaðir til að hressa
upp á yfirbragðið og þá
í staðinn fyrir bindið.
Sömuleiðis geta þeir
verið ágætir til að halda
á sér hita þegar vindur
er napur þannig að tísk-
an getur stundum verið
parktísk.
Hafi leðursandalar
oft verið í sumartísk-
unni þá held ég að
þeir hafi aldrei sést
eins mikið og í eins
mörgum útgáfum og í
sumar. Þeir geta verið
með mörgum bönd-
um úr leðri, bundnir
um ökkla, opnir með
aðeins tveimur leður-
böndum sem fara í
kross yfir ristina
eða þá með leður-
bandi á milli stóru-
tánnar og hinna
(tongs). Og þá er
bara að óska körlum
landsins þægilegs
hitastigs til að geta
notið fjölbreytni
tískunnar.
bergb75@free.fr
Á stuttum buxum á löngum sumardögum
Hönnuðurinn Sruli Recht mun
hanna fimm nýjar vörulínur
fyrir bandaríska fylgihluta-
fyrirtækið Nooka.
„Við fáum frjálsar hendur til að
endurhanna formin frá grunni,“
segir Sruli Recht en bandaríska
hönnunarfyrirtækið Nooka hefur
fengið hann til að hanna fyrir sig
fimm nýjar vörulínur í takmörkuðu
upplagi.
Nooka var stofnað árið 2005 og
er þekktast fyrir framúrstefnuleg
armbandsúr í skærum litum, þar
sem tíminn er settur fram á óhefð-
bundinn hátt. Hönnuðir á borð við
Karim Rashid og John Fluevog hafa
hannað úr fyrir Nooka.
Aðspurður segist Sruli þegar
búinn að ákveða hvernig hann
nálgist verkefnið. Hann vill þó ekk-
ert gefa upp um hvernig vörurnar
muni líta út, vinnan sé enn á frum-
stigi og ekki sé ákveðið hvenær
þær komi á markaðinn. - rat
Hannar fyrir Nooka
Sruli Recht mun hanna fimm nýjar vörulínur fyrir fylgihlutafyrirtækið Nooka.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Töff föt fyrir sumarið Kyn
ni
ng
VORSPRENGJA Í MÖST C
Suðurlandsbraut 50
20-80% afsláttur
af öllum vörum
BASIC PLUS
Háholt 13-15 Mos
Kjóll 18.990
BELLADONNA
Skeifunni 8
Kjóll blár/rauður
verð 13.980
www.belladonna.is
TÖSKU OG HANSKABÚÐIN
Skólavörðustíg 7
www.th.is