Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 20
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is „Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um ára- tugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til sam- anburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútn- um. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, bat- inn er brot- hættur þótt hann hafi verið sársaukafull- ur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtar- skeiði í sam- drátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækk- anir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostn- aðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is 216,8 Verðbólga í Bretlandi verður lík- lega yfir markmiðum og hagvöxt- ur minni en áætlað var næstu tvö árin, samkvæmt ársfjórðungsspá Englandsbanka sem birt var í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir seðlabankastjóranum Mervyn King að horfur til skamms tíma hafi versnað frá því í febrúar. Í spánni kemur fram að almenn hækkun á vöruverði samhliða hækkun á virðisaukaskatti í Bret- landi muni koma illa við neytendur. Það hægi svo á efnahagsbatanum eftir fjármálakreppuna. Breski seðlabankinn gaf síðast út verðbólguspá í febrúar. Þar er gert ráð fyrir því að verðbólga verði í kringum 2,0 prósent um næstu áramót en einu prósentu- stigi hærri að ári. Í nýju spánni er gert ráð fyrir að verðbólga verði í kringum 5,0 prósentin næstu tvö ár og að hagvöxtur verði 1,7 pró- sent um áramótin í stað 2,0 pró- senta. Gert er ráð fyrir 2,2 pró- senta hagvexti á næsta ári í stað 3,0 áður. Greiningaraðilar höfðu almennt reiknað með því að Englandsbanki myndi draga úr horfum frá í febrúar, ekki síst þar sem hagvöxtur var 0,3 prósentu- stigum undir hagspá bankans á fyrsta ársfjórðungi. Dagblaðið hefur eftir seðla- bankastjóranum King að erfitt sé að spá fram í tímann, eink- um vegna öfgafullra sveiflna á hrávöruverðsmörkuðum. Ekki megi útiloka að stýrivextir verði hækkaðir fyrir árslok einmitt til að hindra að verðbólga fari úr böndunum. - jab Breski seðlabankinn spáir minni hagvexti á árinu: Líklegt að stýrivextir hækki fyrir árslok NEFJUM STUNGIÐ SAMAN Breski seðla- bankastjórinn Mervyn King, sem hér ræðir við kollega sinn Ben Bernanke, segir hækkun á hrávörumörkuðum hægja á efnahagsbatanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STIG VAR GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR í lok síðustu viku. Gengi krónunnar hafði þá ekki verið veikara í tæpt ár, eða frá 27. maí árið 2010. „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríð- arlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þús- und heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmda- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrir- tækið sölu á hugbúnaðinum Air- Server. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjall- síma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðn- um var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Banda- ríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnað- ar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple- tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seld- ust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrif- að um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu við- tali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í for- ritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrir- tæki hafa sýnt hugbúnaði hans mik- inn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hug- búnaðinn á vefsíðunni www.air- serverapp.com. - jab Íslenskur hugbúnaður vekur athygli í helstu tölvu- og tæknitímaritum heims: Alltaf þörf á góðum forritum HÖFUNDUR AIRSERVER Fjöldi heim- sókna á vefsíðuna þar sem hugbúnað- urinn AirServer er seldur fór úr sjötíu á dag í tíu þúsund eftir umfjöllun erlendra tímarita. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hæstiréttur Írlands VARÐANDI ALLIED IRISH BANKS P.L.C. OG VARÐANDI (STÖÐUGLEIKA) LÖG UM LÁNASTOFNANIR 2010 (“LÖGIN”) Þann 14. apríl 2011 gaf Hæstiréttur Írlands út úrskurð um víkjandi skuldaábyrgðir samkvæmt 29. gr. laganna, inter alia um breytingu á ákveðnum skilmálum og/eða kjörum víkjandi skulda Allied Irish Banks plc. (´AIB´) með eftirfarandi ISIN kóðum:- XS0498532117; XS0498531069; XS0498530178; XS0435957682; XS0435953186; XS0368068937; XS0232498393; XS0214107053; XS0208845924; XS0197993875; XS0180778507; XS0100325983; XS0227409629; XS0120950158; XS0208105055; XS0257734037; XS0257571066; IE0000189625 Dómstóllinn tilkynnti að úrskurðurinn um víkjandi skuldaábyrgðir væri endurskipulagningarráðstöfun vegna tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins frá 4. apríl 2001 nr. 2001/24/EC. Samkvæmt 31.gr. laganna er hægt að setja fram beiðni til Hæstaréttar Írlands, Four Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi, með tillögu um fyrirvara byggðan á eiðsvarinni yfirlýsingu, eigi síðar en fimm virkum dögum eftir úrskurðinn um víkjandi skuldaábyrgðir, í því skyni að að víkja til hliðar úrskurðinum um skuldaábyrgðir samkvæmt skilyrðum þar í. Samkvæmt 64 (2) gr. laganna er áfrýjun vegna úrskurðar um víkjandi skuldaábyrgðir til hæsta dómsstigs óheimil án leyfis Hæstaréttar. Hægt er að nálgast afrit af úrskurðinum hjá aðalskrifstofum Hæstaréttarins með því að senda tölvupóst á: listroomhighcourt@courts.ie Mikilvægt að draga úr einkaneyslunni Efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS hefur gengið eftir og landið er að snúa úr djúpri kreppu í lítils háttar hagvöxt. Ekkert má út af bregða og mikilvægt er að halda kúrs, segir forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. GÁMAR Á HAFNARBAKKANUM Hættulegt getur verið að flytja inn meira en flutt er úr landi, að sögn forstöðumanns greiningar Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Slitastjórn gamla Landsbankans hefur ráðið bankana UBS og Bank of America Merrill Lynch sem ráð- gjafa um framtíð bresku matvöru- keðjunnar Iceland Foods. Síðast- nefndi bankinn vinnur jafnframt með Icelandic Group um hugsan- lega sölu á erlendum eignum. Gamli Landsbankinn á 67 pró- senta hlut í Iceland Foods. Í net- útgáfu breska viðskiptablaðs- ins Financial Times í gær sagði að bankarnir myndu leggja mat á það hvort selja ætti fyrirtækið fljótlega eða bíða betri tíma. Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods, lagði fram tilboð í verslunina í fyrra upp á einn milljarð breskra punda, jafn- virði tæpra 190 milljarða króna á núvirði. Því var ekki tekið. Fin- ancial Times segir skilanefndina geta fengið talsvert hærri upp- hæð fyrir hana, 1,8 til tvo millj- arða punda, allt að 370 milljörðum króna. - jab Tveir bandarískir bankar vinna með Íslendingum: Eiga að ákveða sölu á Iceland-keðjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.