Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 70
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR54
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Það er byrjað klukkan sex og
framleitt til tíu næstu daga til
að halda dampi á lagernum. Það
streymir út í verslanir snakkið,“
segir Sigurjón Dagbjartsson,
framkvæmdastjóri Iðnmarks,
sem framleiðir Stjörnusnakk.
Vinir Sjonna syngja til úrslita
í Eurovision á laugardaginn eftir
glæsilegan árangur í undan-
úrslitum á þriðjudag. Helgin er
ein sú stærsta í sölu á ýmsum
partívarningi og Sigurjón segir
aukninguna á sölu á snakki vera
að minnsta kosti 80 prósent
miðað við aðrar helgar.
„Það er búið að hækka
framleiðslustigið um
40 prósent,“ segir
hann. „Það er partí í
öðru hverju húsi og
stemning í land-
anum, sérstaklega
vegna þess að við
komumst áfram.“
A n n a M a r í a
Á rnadótt ir hjá
Innnes, sem flytur
meðal annars inn
Maarud-snakk, hefur
sömu sögu að segja.
Aukning á sölu snakks
er á bilinu 60 til 80 pró-
sent í þeirri viku sem
Eurovision er á hverju
ári – hvort sem um er
að ræða kartöfluflög-
ur eða tortillusnakk.
Pitsusala eykst
einnig gríðarlega
um helgina. Ásdís
Þrá Höskuldsdóttir,
framkvæmdastjóri
Dominos, segir að
sérstakur viðbúnað-
ur verði um helgina
og starfsmenn verði
fleiri en ella. „Þetta
er mjög mismunandi,
en aukningin getur orðið 40 til
50 prósent,“ segir hún og játar
að sú staðreynd að Vinir Sjonna
komust áfram gefi góð fyrirheit.
„Þetta er ein af stærstu helgum
ársins fyrir utan megavikurnar
okkar.“
Áfengisneysla er fylgifiskur
Eurovisionpartíanna sem verða
haldin víða um helgina. Þrátt
fyrir það segir Einar S. Einars-
son, framkvæmdastjóri sölu- og
þjónustusviðs hjá ÁTVR, að þessi
helgi sé ekki stærri en aðrar sum-
arhelgar í sölu á áfengi. „Það er
margt á seyði í maí og salan teng-
ist líka veðri og öðru,“ segir hann.
„Það er erfitt að spá í hvað eru
Eurovision-áhrif og hvað ekki.“
Árið 2009 jókst sala á áfengi
um 35 prósent um Eurovision-
helgina, en Einar útskýrir það
þannig að sömu helgi hafi þjóðin
gengið til kosninga. „Við höfum
séð miklu meiri áhrif kosninga
heldur en Eurovision. En það er
mjög erfitt að spá í svona fyrir-
fram,“ segir hann.
atlifannar@frettabladid.is
SIGURJÓN DAGBJARTSSON: ÞAÐ ER PARTÍ Í ÖÐRU HVERJU HÚSI
Þjóðin gengur af göflunum
í neyslu á snakki og pitsum
80%
50% Stendur
í stað
„Þeir eru í gufu. Þetta er í annað sinn í dag. Ég fór
reyndar með þeim í morgun. Þeir eru farnir að líta
á gufubaðið sem einhvers konar heillagrip,“ segir
Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir, eiginkona Hreims
Arnar Heimissonar. Vinir Sjonna, fulltrúar Íslands
í Eurovision, hafa tekið miklu ástfóstri við gufu-
baðið á Radison SAS-hótelinu sínu og sækja það
grimmt, fara að minnsta kosti einu sinni á dag. Þor-
björg segir ekkert skrítið við þetta nýja áhugamál
bónda síns, þeir félagar slaki einfaldlega vel á í
hitanum.
Þorbjörg Sif var í góðum hópi með eiginkonum
þeirra Pálma Sigurhjartarsonar, Matthíasar
Matthíasarsonar, Benedikts Brynleifssonar
og Vignis Snæs þegar kom að úrslitastund í
Eurovision-höllinni á þriðjudagskvöld. Hún segir
að þær hafi allar hoppað hæð sína af kæti og vart
trúað sínum eigin augum þegar íslenski fáninn
kom í ljós. „Við vorum eiginlega alveg jafn hissa og
Norðmennirnir, vorum alveg hundrað prósent á því
að Norðmenn færu áfram.“
Kvöldið var síðan undirlagt af gleði, fyrst var
fagnað með fjölskyldu Sjonna Brink og svo farið á
svokallaðan EuroClub og dansað fram eftir nóttu.
„Við Hreimur vorum reyndar komin heim klukkan
hálf fjögur en við heyrðum af einhverjum skríða
heim um sex leytið.“ Í gærkvöldi tróðu strák-
arnir síðan upp í veislu hjá rússneska hópnum
en Þorbjörg segir það skrítið að vera þarna úti í
Eurovision-landi án nokkurrar ábyrgðar. „En við
njótum bara lífsins, sitjum á kaffihúsum og sötrum
hvítvín.“ - fgg
Gufubaðið heillagripur strákanna
VINSÆLIR Alexander Rybak tekur viðtal við Vini Sjonna en
árangur sexmenninganna hefur vakið mikla athygli.
Margrét Blöndal, útvarpskonan góðkunna af
Rás 2, hefur síðastliðna tvo mánuði unnið að
gerð ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu
dægurlagasöngkonu Íslands. Ævisaga bróð-
ur Ellýjar, Vilhjálms Vilhjálmssonar, eftir
Jón Ólafsson kom út fyrir tveimur árum.
„Þetta er okkar fremsta og dáðasta söng-
kona og þetta er þvílíkt ævintýri að takast á
við,“ segir Margrét í samtali við Fréttablað-
ið. Hún bætir því við að þetta sé jafnframt
vandasamt því Ellý hafi alla tíð verið ákaf-
lega annt um sitt einkalíf og viljað halda því
útaf fyrir sig. „Og maður stekkur ekkert af
stað með fólk sem hélt lífi sínu algjörlega
fyrir sig.“ Margrét hefur verið að viða að
sér heimildum, hefur rætt við fólk sem
vann með Ellý og fær jafnframt aðganga
að kössum sem synir söngkonunn-
ar, Nökkvi og Máni Svavarssynir,
hafa passað. „Hvað kemur upp úr
þeim kössum verður síðan bara
að koma í ljós.“
Ellý átti ótrúlegan feril sem
söngkona og Margrét segir að
hún hafi heillað fólk upp úr
skónum um leið og hún steig á
svið. „Hún var óskaplega fal-
leg, með þessa fallegu rödd og
hún varð stjarna án þess að
gera nokkuð í því.“ Margrét
segir stefnt að því að bókin
komi út í nóvember en það
er útgáfufélagið Sena sem
stendur að útgáfunni. - fgg
Margrét skrifar ævisögu Ellýjar
EINSTÖK SÖNGKONA Margrét Blöndal skrifar
nú ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu
dægurlagasöngkonu Íslands. Ellý er fyrir
miðju ásamt þeim Ragnari Bjarnasyni og
Þuríði Sigurðardóttur.
„Ég er mjög hrifin af gamaldags
breskum hefðarmyndum eins og
Downton Abbey sem er á Rúv.
Ég horfði líka á Lífverðina, þeir
voru algjör snilld.“
Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona.
TVEGGJA TÍMA
HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
„Mjög vel heppnaður farsi, hraður
og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA SJÓNVARP
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.