Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 30
Evan Orensten, útsendari vefsíð- unnar coolhunting.com, þræddi sýningar íslenskra hönnuða á HönnunarMars í mars síðastliðn- um. Coolhunting.com er einn vin- sælasti hönnunarvefurinn í heim- inum með blaðamenn um allan heim og milljónir lesenda á mán- uði. Umfjöllun á vefnum getur því haft mikið að segja fyrir viðkom- andi hönnuð. Orensten hefur öðru hvoru birt umfjallanir um það sem honum þótti áhugavert á HönnunarMars, og fyrir helgina fór hann fögrum orðum um íslenska skartgripi. „Öll jákvæð umfjöllun, hvort sem er í netheimum, í blöðum eða manna á milli hefur áþreifanlega þýðingu fyrir mig,“ segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir, hönnuður Hring eftir hring. „Því hærra sem miðill- inn er skrifaður í heimi hönnunar, þeim mun meiri er ávinningurinn. Umfjöllunin á Coolhunting skilaði mér samdægurs fyrirspurnum frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkj- unum,“ segir hún og í sama streng taka Hafsteinn Júlíusson, hönn- uður Growing jewellery, og Helga Mogensen. Gaman sé að rekast á eigin hönnun á jafn virtri og víð- lesinni síðu. „Þetta hefur virki- lega hvetjandi áhrif á mig sem hönnuð,“ segir Helga, en Orensten var hrifinn af því hvernig hún breytti grófu hráefni í fallegt skart. Skartgripalínuna Cut, vinningstillögu Maríu Krist- ínar Jónsdóttur vöruhönnuðar í samkeppni Hendrikku Waage á síðasta ári, segir Orensten glæsi- lega. „Það er afar ánægjulegt að sjá faglega umfjöllun um eigin hönnun á vef sem ég nota sjálf til að fylgjast með því sem er að ger- ast í hönnun á alþjóðavísu,“ segir María Kristín. Íslensk hönnun hefur áður fangað athygli útsend- ara coolhunting og ef slegið er inn leitarorðið icelandic á síðunni má sjá fyrri umfjallanir. heida@frettabladid.is 12. maí 2011 FIMMTUDAGUR2 Tískuvikan í Sydney fór fram í lok apríl. Þar sýndu bæði gamalreyndir og upprennandi ástralskir tískuhönnuðir nýjustu línur sínar. Alex Perry er einn þekktasti hönn- uður Ástrala og þá helst fyrir síða samkvæmiskjóla. Leikkonur á borð við Jennifer Lopez, Evu Lon- goria og Natalie Portman hafa allar klæðst kjólum eftir hann á rauða dreglinum en hönnun hans þykir henta vel í Hollywood. Perry olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum á mánudag- inn var þegar sýningarstúlkurn- ar svifu fram í síðum flæðandi kjólum í öllum regnbog- ans litum. Gagnrýn- endur sögðu hann þó ekki hafa komið á óvart með nýjungar, línan þótti kunnugleg. Öðrum þótti það þó hans helsti styrk- leiki. - rat Glamúr í Sydney Hollywood- leikkonur leita gjarnan í smiðju Perrys á rauða dreglinum. Athygli á netinu hvetjandi Vefsíðan Coolhunting.com fjallaði um Íslenska skartgripahönnuði nú fyrir helgina. Milljónir lesenda um allan heim fylgjast með vefsíðunni, sem leitar uppi það áhugaverðasta í hönnun, mat og menningu. Helga Mogen- sen notar gróf efni í skartgripi sína. Hringur úr línunni Cut. Cut-skartgripa- lína eftir Maríu Kristínu Jónsdóttur vöruhönnuð vann samkeppni Hendrikku Waage á síðasta ári. Growing jewell- ery eftir Hafstein Júlíusson vöru- hönnuð. Íslenskt skart fangaði auga útsendara coolhunting.com á HönnunarMars. Hringur úr línunni Hring eftir hring. Hring eftir hring eftir Steinunni Völu Sigfúsdóttur nýtur sívaxandi vinsælda. Kjólar fyrir öll tilefni • Útskriftir • Brúðkaup • Afmæli • Eða bara sumarið • Ótrúlegt úrval af nýjum sumarkjólumFRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi Skósíðir hversdagskjólar, sem hafa verið á undanhaldi í all- mörg ár, sjást nú í auknum mæli og verða eflaust áberandi í sumar. Þeir passa líka vel við íslenskt sumar enda er oft vinda- samt og kalt þó að sólin skíni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.