Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.05.2011, Blaðsíða 12
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR12 VELKOMIN Á BIFRÖST Upplifðu Bifröst Komdu í heimsókn og kynntu þér námið í 1 dag til að fullvissa þig um að það henti þér. Á sama tíma geturðu skoðað líkamsræktina, kaffihúsið, leikskólann, golfvöllinn og fleira sem háskólasvæðið hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar á bifröst.is. Opinn dagur 21. maí Opið fyrir umsóknir á bifrost.is HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem býr til óvænt og gagnleg sjónarhorn. Aðalfundur félagsins haldin miðvikudaginn 18. maí kl. 16.00, á skrifstofu félagsins að Haukanesi 23, 210 Garðarbæ. Dagskrá aðalfundar: Venjuleg aðalfundarstörf. AÐALFUNDUR www.blattafram.is Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing GRAFIÐ EFTIR MÓNU LÍSU Í klaustri heilagrar Úrsúlu í borginni Flórens á Ítalíu er nú hafin leit að jarðneskum leifum Lísu Gherardini svo ganga megi úr skugga um hvort hún hafi verið fyrirmynd málverks Leonardos da Vinci af Mónu Lísu. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis mótmælir þeirri fullyrðingu Orku- veitunnar að jarðhitanýting við Gráuhnúka muni engin áhrif hafa á loftgæði. Skipulagsstofnun fól heilbrigðis- nefndinni að veita umsögn um frummatsskýrslu Orkuveitunnar vegna fyrirhugaðrar vinnslu jarð- hita við Gráuhnúka fyrir Hellis- heiðarvirkjun. Nefndin segir að viðhald loft- gæða og endurheimt loftgæða hafi ekki fengið þá umfjöllun í frummatsskýrslu eins og óskað hafi verið eftir. Minna sé gert úr umhverfisáhrifum en efni standi til. Brennisteinsvetni í andrúms- lofti hafi bein áhrif á heilsu og umhverfisgæði almennings í landinu. Tryggja verði lífsgæði almennings. „Ekki er hægt að fallast á að loftmengun frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum verði til frambúðar við og yfir heilsuverndarmörkum í íbúð- ar- eða frístundabyggðum í Kópavogi,“ segir heilbrigðis- nefndin og bendir á að lögum um umhverfisáhrif sé ætlað að draga eins og kostur sé úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar. Frummatsskýrslan fullnægir ekki þeim skilyrðum og því ætti Skipulagsstofnun að skikka Orku- veituna til endurskoða skýrsl- una frá grunni. Vegna sam- legðaráhrifa og ófyrirséðra umhverfisáhrifa ætti að skoða ítarlega hvort ástæða sé til að setja orkuvinnslu og virkjana- staði á Hellisheiðarsvæðinu í sameiginlegt umhverfismat. - gar Heilbrigðisnefnd mótmælir niðurstöðu OR: Óttast loftmengun frá Gráuhnúkum HELLISHEIÐARVIRKJUN Orkuveitan vill nýta jarðhita við Gráuhnúka í Hellisheiðar- virkjun og kveður þá vinnslu engin áhrif munu hafa á loftgæði. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis vill að fyrirtækið vinni nýja frummatsskýrslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Þjóðkirkjan og hús- næði tengd heilbrigðisþjónustu eru einu stofnanir lands- ins sem þurfa ekki að greiða gatnagerðargjöld samkvæmt lögum. Alþingi, ráðuneytin og opinberar byggingar á vegum ríkis og sveitarfélaga þurfa að greiða gjöldin, sem og eigendur annarra lóða. Fréttablaðið komst að þessu þegar rætt var við Ágúst Jóns- son, framkvæmdastjóra eigna- sviðs Reykjavíkurborgar, vegna umfjöllunar um svæðið í kringum flugvöllinn í Vatnsmýri, en eigendur svæðisins hafa verið undanþegnir greiðslu á gatna- gerðargjöldum síðan árið 1989. Í samþykkt um gatnagerðar- gjald í Reykjavíkurborg segir að borgin innheimti gjaldið af fasteignum í þéttbýli innan lög- sagnarumdæmisins. Gjaldskylda er óháð eignarhaldi á lóðum eða mannvirkjum. Samkvæmt lögum um kristni- sjóð, frá árinu 1970, er sveitar- félögum kaupstaða skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu, frá árinu 2007, er sveitarfélögum einnig skylt að láta í té lóðir undir byggingar, ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda og lóðarleigu. Að öllu jöfnu er gatnagerðar- gjald fimmtán prósent af bygg- ingarkostnaði fermetra í vísitölu- húsi fjölbýlis eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu Íslands. - sv Þjóðkirkjan og heilbrigðisstofnanir eru undanþegnar gjaldtöku samkvæmt lögum: Þurfa ekki að greiða gatnagerðargjöld KIRKJAN Á SELTJARNARNESI Samkvæmt lögum þurfa sveitarfélög að láta þjóð- kirkjunni lóðir í té án gatnagerðargjalds, bæði fyrir byggingu kirkna og heimili presta í umdæminu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.