Fréttablaðið - 26.05.2011, Page 4

Fréttablaðið - 26.05.2011, Page 4
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 25.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,3911 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,55 117,11 189,12 190,04 163,83 164,75 21,968 22,096 20,893 21,017 18,355 18,463 1,4204 1,4288 184,34 185,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í sérblaði um heilsu í gær gleymdist föðurnafn Jóhanns Leós Lindusonar Birgissonar í umfjöllun um bók hans Í annarra manna spor. LEIÐRÉTTING postulínsbollar með sílikonloki og haldi. kr. 1299.- Baggubag eru sterkir, pokar sem rúma jafn mikið og venjulegur plastpoki. minnkum notkun á plasti og pappabollum kr. 1950.- IUMHVERF SVÆNT ÞÆGILEGT & DÓMSMÁL Tveir meðlimir vélhjóla- gengisins Black Pistons beittu mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum fyrr í mánuðinum, hrottalegum hótunum og ofbeldi. Þeir börðu hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýddu hann með þykkri rafmagnssnúru og hótuðu honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tenn- ur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna. Gæsluvarðhald yfir mönnunum, Ríkharð Júlíusi Ríkharðssyni, for- sprakka Black Pistons, og Davíð Frey Rúnarssyni rennur út á morgun, en þeir sitja jafnframt í einangrun. Í kjölfar þessa máls barst lög- reglunni tilkynning um að menn- irnir væri viðriðnir önnur mál af svipuðum toga. Í síðustu viku greindi maður lögreglunni frá því að hafa greitt ódæðismönnunum umtalsverða fjárhæð í því skyni að koma syni sínum undan þeim. Af ótta við mennina vildi hann ekki aðhafast frekar í málinu á sínum tíma. Lögreglan hefur nú tekið málið til rannsóknar og mun reyna að upplýsa það meðal ann- ars með því að afla upplýsinga um bankareikninga Black Pistons- mannanna. Enn fremur hefur lögreglan nýverið fengið upplýsingar um að Davíð Freyr hafi svipt annan mann frelsi og haldið föngnum og misþyrmt í bifreið og í iðnaðar- húsnæði. Rannsókn þess máls er á algjöru frumstigi, að því er fram kemur í gögnum frá lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu, sem send voru Hæstarétti. Ofbeldismennirnir tveir sem sitja nú inni fyrir að hafa haldið manni nauðugum og misþyrmt sóttu hann að kvöldi þriðjudags- ins 10. maí í iðnaðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Honum var ekið að heimili Ríkharðs og mis- þyrmt þar. Barsmíðarnar stóðu yfir allt fram til hálf eitt um nótt- ina. Þá var hann fluttur með hettu yfir höfðinu í geymsluhúsnæði sem hann þekkti ekki. Þar var honum haldið til morguns en þá sótti Davíð Freyr hann og fór með hann aftur á heimili Ríkharðs, þar sem ofbeldismennirnir rukk- uðu hann um ofangreinda „skuld“. Síðan var enn ekið með fórnar- lambið sem tókst að sleppa út úr bílnum við Borgartún í Reykjavík um klukkan tólf á hádegi daginn eftir. Við leit í íbúð Ríkharðs voru víða blóðblettir og sams konar sverð, hnífur og leðurbelti sem fórnarlambið hafði áður lýst. ritstjorn@frettabladid.is OFBELDISVERK Lögregla fann meðal annars sverð, hníf og leðurbelti í íbúð annars ofbeldismannsins, en þeir hótuðu fórnarlambinu að skera sundur sinar í fótum hans og draga úr honum tennurnar. Sviðsett mynd. Rannsaka fleiri brot félaga í Black Pistons Tveir meðlimir vélhjólagengisins Black Pistons, sem beittu mann grófu ofbeldi fyrr í mánuðinum, eru til rannsóknar fyrir fleiri mál. Um er að ræða fjárkúgun, nauðung og ofbeldi gegn að minnsta kosti tveimur öðrum einstaklingum. UMHVERFISMÁL Sýnataka úr jarð- vegi og sjávarseti til mælingar á díoxíni og fleiri efnum er hafin á vegum Umhverfisstofnunar. Umrædd svæði fyrir jarðvegs- sýnatöku eru í grennd við starf- andi og aflagðar sorpbrennslur, sorpflokkunarstöð, stærstu verk- smiðjur, í nokkrum brennustæðum fyrir árlegar opnar brennur auk þess sem sýni verða tekin á tíu við- miðunarstöðum þar sem ekki er að vænta díoxíns af manna völdum. Sýni úr sjávarseti verða tekin í Skutulsfirði og á viðmiðunarstað. Við sýnatökuna er gengið út frá því að taka jarðvegssýnin á lítt röskuðu landi undan gróðurþekju þar sem tún eða gras er ekki slegið og jörð ekki of blaut. Undantekn- ing er þó Engidalur, inn af Skutuls- firði, þar sem einnig verður tekið sýni til samanburðar undan túni sem slegið er reglulega. Verkís í samvinnu við rannsókn- arþjónustuna Sýni hefur tekið að sér sýnatökuna og mun sjá til þess að mælingar fari fram í sýnunum. Mælingarnar munu fara fram hjá rannsóknarstofunni Eurofins. Sýnatökunni lýkur á næstu tveim- ur vikum og er niðurstaðna að vænta eigi síðar en 20. júní næst- komandi. - shá Sýnataka Umhverfisstofnunar vegna Funamálsins hafin víða um land: Mælingar á díoxíni hafnar FUNI Á ÍSAFIRÐI Mesta díoxín-mengunin er talin finnast í nágrenni við sorp- brennsluna Funa og sérstök áhersla er lögð á sýnatöku í Skutulsfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 29° 25° 17° 26° 25° 17° 17° 22° 15° 27° 27° 32° 14° 17° 19° 14°Á MORGUN Strekkingur allra austast og með SA-ströndinni, annars hægari. LAUGARDAGUR Fremur hægur vindur víða um land. 78 5 8 8 6 67 76 8 7 7 6 6 7 5 6 6 6 3 5 7 6 5 3 4 3 6 3 4 3 SKIN OG SKÚRIR Það verður nokkuð bjart víða um land í dag en suðvestan til fer að rigna þeg- ar líður á daginn og þá bætir í vind. Á morgun verður ein- hver væta víða um land en mest þó á Suðausturlandi. Á laugardag léttir til sunnanlands og þá gæti hitinn náð 14 stigum vestan til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður NOREGUR Sjö íslenskir hestar drápust þegar þeir urðu fyrir lest í Meråker í Noregi á þriðjudag. Alls höfðu ellefu hestar sloppið út úr gerði í nokkurra kílómetra fjarlægð og voru á leið yfir járn- brautarteinana þegar óhappið átti sér stað. Fjögurra hrossa var að auki saknað í fyrstu og óvíst um afdrif þeirra, en í gær kom hesturinn Máni í leitirnar, lítillega meiddur. Eigandi hestanna sagði í sam- tali við Verdens Gang að Máni væri frekar styggur og það hafi sennilega orðið honum til lífs. 60 farþegar voru í lestinni sem ók á hestana en engan sakaði. - þj Lestarslys í Noregi: Sjö íslenskir hestar drápust SVEITARSTJÓRNIR Þrír bæjarfulltrú- ar af sjö í Vesturbyggð eru nú samtímis í fæðingarorlofi. Sagt er frá þessu á vef sveitarfélags- ins undir fyrirsögninni „Bæjar- fulltrúar í Vesturbyggð leggja sitt af mörkum við að fjölga í sveitarfélaginu.“ Fram kemur að bæjarfull- trúarnir sem um ræðir séu Ásgeir Sveinsson, Ásdís Snót Guðmundsdóttir og Guðrún Egg- ertsdóttir sem öll hafa eignast syni nú á síðustu mánuðum, nú síðast Guðrún sem ól son 14. maí síðastliðinn. „Vesturbyggð óskar þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með drengina,“ segir á heimasíðu Vesturbyggðar. - gar Frjósemi í Vesturbyggð: Bæjarfulltrúar í fæðingarorlofi EGYPTALAND, AP Egypsk stjórnvöld hafa ákveðið að frá og með næsta laugardegi verði landamærahlið- ið í Rafah yfir til Gasasvæðis- ins opið fyrir umferð Palestínu- manna. Herstjórnin, sem tók við völdum í Egyptalandi til bráða- birgða eftir að Hosni Mubarak forseti hraktist frá völdum, segir opnun landamæranna eiga meðal annars að efla sættir milli Palestínu manna innbyrðis. Þetta er mikil stefnubreyting frá því að Mubarak var við völd. - gb Egyptar opna Rafah: Opið verður til Gasa framvegis LANDAMÆRAHLIÐIÐ Í Rafah verður framvegis opið fyrir Palestínumenn. NORDICPHOTOS/AFP DÝRAHALD Umhverfis- og sam- gönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að öryggi hunda og hundaeigenda verði bætt á næstu dögum á Geirsnefi við Elliðaár- ósa. Þetta er gert með því að loka fyrir akstur inn á svæðið. Lokun verður beggja vegna við hunda- gerðið. Þetta var samþykkt ein- róma á fundi ráðsins á þriðjudag. Kvartanir hafa borist undan- farin misseri um að akstur á þessum slóðum dragi úr öryggi hunda en leyfilegt er að sleppa hundum lausum á þessu svæði. - shá Hundahald í Reykjavík: Öryggi hunda bætt á Geirsnefi DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fimmtugan karl- mann fyrir umboðssvik. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2007 mis- notað aðstöðu sína, sem versl- unarstjóri Byko á Selfossi, og án heimildar komið því til leiðar að 5x ehf. fékk afhentar vörur frá versluninni án þess að stað- greiða þær, sem var andstætt lánareglum Byko hf. Byko krefst þess að maðurinn verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að upphæð 6.508.140 króna. - jss Verslunarstjóri fyrir dóm: Ákærður fyrir umboðssvik

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.