Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 8
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR8
Verulega hefur dregið úr virkni
eldgossins í Grímsvötnum og um
miðjan dag í gær rann ekkert
hraun úr gígum fjallsins. Gígar
sem gosið hefur í eru fullir af
vatni og leggur gufustróka upp af
þeim milli þess sem sprengingar
verða í fjallinu.
„Þetta er orðið mjög lítið gos
sem hefur bara áhrif í gígnum
og næsta nágrenni hans,“ segir
Magnús Tumi Guðmundsson, pró-
fessor í jarðeðlisfræði við Háskóla
Íslands.
Hann varar þó fólk við því að
fara of nærri eldstöðinni, enda séu
sprengingarnar sem komi af og til
þegar kvika komi upp á yfirborðið
afar hættulegar fólki sem fari of
nærri gígunum.
Slíkar sprengingar mældust
aðfaranótt miðvikudags, og fór
öskustrókurinn frá fjallinu í allt
að tólf kílómetra hæð eftir slíkar
sprengingar. Strókurinn fór hæst
í yfir 20 kílómetra hæð stuttu eftir
að gosið hófst.
Flugvél Landhelgisgæslunn-
ar, TF-SIF, flaug áleiðis að gos-
inu með vísindamenn seinni-
part dags í gær, en þurfti frá að
hverfa vegna gjóskumisturs áður
en hún komst nægilega nálægt
gosstöðinni.
„Aðalgosið er búið, þetta hefur
öll einkenni þess að eldgosið sé að
deyja út,“ segir Magnús Tumi.
Hann segir að gosið geti kraum-
að svona í einhvern tíma. Það gæti
þess vegna hætt alveg í dag, eða
það gæti kraumað í nokkrar vikur
eða jafnvel mánuði áður en því
lýkur endanlega.
Eldgosið í Grímsvötnum var
mjög öflugt samanborið við fyrri
gos í fjallinu. Leita þarf aftur til
ársins 1873 til að finna viðlíka öfl-
ugt gos þar, segir Magnús Tumi.
Hann segir ekkert hægt að
segja til um það út frá sögu eld-
gosa í Grímsvötnum hvort líkur
séu á því að næsta gos þar verði
álíka öflugt og þetta gos var í
upphafi.
Aska frá gosinu berst ekki leng-
ur nægilega hátt til að hafa áhrif
á flugumferð. Enn gætir þó áhrifa
frá öskuskýi frá fyrsta degi goss-
ins, en það hefur borist undan
vindi til norðanverðrar Evrópu, og
gæti haft áhrif á flug næstu daga.
brjann@frettabladid.is
Orka fyrir samgöngur
Dagskrá:
Clean and Renewable Energy
Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku
Orka í samgöngum - hvaða lausn er best?
Guðrún Sævarsdóttir, lektor við Tækni- og verkfræðideild HR
Græna orkan - vettvangur stefnumótunar í orkuskiptum
Sverrir Viðar Hauksson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar
Philip Metcalfe er rafmagnsverkfræðingur og starfar sem ráðgjafi með áherslu á fjárfest-
ingar í endurnýjanlegri orku. Hann hefur m.a. starfað í verkefnum um lífdísel, vindmyllur
og kolefnisviðskipti.
Fundarstjóri: Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI
Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis
Skráning á www.si.is
Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir
fundaröð um orkumál í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð
Föstudaginn 27. maí kl. 8.30 - 10.00
ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM
Ekki er útlit fyrir að frekari tafir
verði á millilandaflugi í Evrópu
sökum ösku frá Grímsvatnagosi,
en tæplega 450 flugferðum var
aflýst á þýskum flugvöllum í gær,
aðallega í Bremen, Hamborg og
Berlín.
Ösku varð einnig vart í Rúss-
landi en það hafði ekki áhrif á
flugumferð.
Samkvæmt tilkynningu frá
Eurocontrol, loftferðaeftirliti Evr-
ópu, eru þýskir flugvellir opnir
að nýju og er ekki gert ráð fyrir
frekari töfum í dag.
Í tilkynningu frá Isavia segir
jafnframt að ekki sé búist við
frekari töfum á flugi frá Kefla-
víkurflugvelli.
Þó eru enn deilur í Bretlandi þar
sem flugfélög telja að flugbannið
á þriðjudag hafi verið allt of víð-
tækt. British Airways fóru að for-
dæmi Ryanair frá deginum áður
og sendu þotu í rannsóknarflug
upp í meint öskusvæði. Þeir sögðu
engin merki um skemmdir vegna
ösku.
Þýski samgönguráðherrann
sagði í viðtali við AP að varúðar-
ráðstafanirnar væru réttlætanleg-
ar. Gosið í Eyjafjallajökli í fyrra
hafi verið lærdómsríkt og yfirvöld
séu vel undir slík tilvik búin. - þj
Útlit fyrir að engar frekari tafir verði á flugi:
Flug í Evrópu aftur
komið á fulla ferð
ALLT Í SAMT LAG Ólíklegt er að frekari tafir verði á millilandaflugi í Evrópu sökum
Grímsvatnagoss. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS
Gufa stígur upp af gígum
Lítið bar á eldgosinu í Grímsvötnum í gær þótt af og til kæmu sprengingar. Fólk er varað við því að fara of
nærri eldfjallinu. Flugvél Landhelgisgæslunnar komst ekki að fjallinu í gær vegna gjóskumisturs.
EFTIRLITSFLUG Vísindamenn flugu að gosstöðvunum í Grímsvötnum í flugvél Land-
helgisgæslunnar í gær, en komust ekki nærri vegna gjóskumisturs. MYND/SIGURJÓN
Settur hefur verið á laggirnar
sjóður sem ætlað er að safna fé
meðal fyrirtækja til að styrkja
bændur á því svæði sem orðið
hefur fyrir búsifjum af völdum
eldgossins í Grímsvötnum.
Í tilkynningu frá Guðna
Ágústssyni, fyrrverandi landbún-
aðarráðherra, sem situr í verk-
efnisstjórn sjóðsins, er skorað
á fyrirtækin í landinu að leggja
framtakinu til fé.
Þar segir að þótt hluti þess
tjóns sem bændur hafa orðið
fyrir fáist bættur sýni reynsl-
an að margt muni þar standa
útaf. Bændur verði að óbreyttu
að bera verulegan hluta af tjóni
vegna gossins sjálfir. - bj
Söfnun meðal fyrirtækja:
Styrkja bændur
á gossvæðinu
ASKA Bændur hafa orðið fyrir miklum
búsifjum í eldgosinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HREINSUNARSTARF Mikið verk er fram undan við að hreinsa ösku sem fokið hefur í
skafla. Björgunarsveitarmenn tóku til hendinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gosaska getur virkað eins og
sandblástur á bíla, að því er fram
kemur hjá Ævari Friðrikssyni,
tæknistjóra Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda, á vef félagsins.
„Lakk á bílum og framrúður
eru auðvitað í hættu ef ekið er
langtímum saman í gosmekk-
inum og sérstaklega ef ekið er
greitt,“ er eftir Ævari haft. „Lakk
og jafnvel framrúðurnar verða
mattar. Ennfremur geta loftsíur
orðið fljótar að fyllast og jafnvel
stíflast.“ Hann segir því skyn-
samlegt af bíleigendum að eiga
loftsíu til vara. - óká
Askan getur skemmt bíla:
Lakk og fram-
rúður í hættu