Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 16
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Um helmingur flugfarþega hefur ekki fengið þá aðstoð sem flugrekendum ber að bjóða vegna seinkunar á flugi. Þetta eru niðurstöður rafrænnar könnunar Neyt- endasamtakanna og Evr- ópsku neytendaaðstoðar- innar sem gerð var í apríl síðastliðnum. Misbrestur er jafnframt á að flug- rekendur setji upp auðlæsilega til- kynningu við innritunarborð um rétt neytenda eins og þeim ber að gera. Neytendum er heldur ekki alltaf kunnugt um rétt sinn. „Könnunin er ekki hávísindaleg eða marktæk þar sem aðeins bárust 75 svör en það vakti athygli okkar að upplýsingar til farþega virðast ekki skila sér,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum. Þegar seinkun verður um tvær klukkustundir eða meira í styttra flugi og þrjár klukkustundir eða meira í flugi sem er 1.500-3.500 km hvíla á flugrekanda ákveðnar skyldur til að aðstoða farþegana. Samkvæmt fyrrgreindri könnun svöruðu 50 prósent farþega í milli- landaflugi að þau hefðu aldrei notið lögbundinnar aðstoðar. Flugrekanda ber til að mynda að bjóða farþegum upp á hressingu í samræmi við lengd tafar. Farþegar eiga rétt á að hringja tvö símtöl eða senda tölvupóst án endurgjalds og rétt á gistingu auk ferða til og frá flugvelli ef þörf er á. Hildigunnur segir að þótt könn- unin hafi verið smá í sniðum sé ljóst að það varði flugfarþega miklu að vera meðvitaðir um rétt sinn og einnig þurfi flugrekendur að kynna réttindi flugfarþega fyrir þeim. Sé ágreiningur milli farþega og flugrekanda geta farþegar skot- ið máli sínu til Flugmálastjórnar sem nú hefur úrskurðarvald í far- þegamálum eftir breytingu sem gerð var á lögum um loftferðir í fyrra. Stofnunin getur beitt dag- sektum og eru lágmarkssektirnar 10.000 krónur. „Áður gátum við bara mælst til þess að málið skyldi útkljáð með vissum hætti,“ segir Valdís Aðal- steinsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Flugmálastjórn. „Það er hægt að kæra ákvarð- anirnar til innanríkisráðuneytis- ins innan þriggja mánaða frá því að þær eru teknar. Það er því ekki fyrr en eftir þessa þrjá mánuði sem stofnunin getur beitt dagsekt- um hafi flugrekandinn ekki fylgt ákvörðuninni,“ greinir Valdís frá. Flugmálastjórn er farin að úrskurða í kærumálum, sem eru þó nokkur, en dagsektum hefur enn ekki verið beitt. „Fyrir tveimur vikum ítrekaði stofnunin á fundi með flugrek- endum mikilvægi þess að upp- fylla upplýsingaskyldu til far- þega. Þeim var jafnframt tjáð að Flugmálastjórn myndi gera reglu- bundnar úttektir vegna þessa,“ bætir Valdís við. Upplýsingar um rétt flugfar- þega er meðal annars að finna á vef Flugmálastjórnar, www.flug- malastjorn.is, og vef Neytenda- stofu, www.neytendastofa.is. ibs@frettabladid.is Flugfarþegar þekkja ekki nógu vel rétt sinn Í LEIFSSTÖÐ Upplýsingar um réttindi farþega virðast ekki skila sér til þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna gagnleg ráð til að hreinsa gull- og silfurskartgripi. Gull Blandið 1 msk. af uppþvottalegi saman við 2 dl af soðnu köldu vatni í glerskál. Gullskartgripirnir eru settir í skálina og látnir liggja í hálfa til eina klukkustund. Gott er að bursta þá með mjúkum bursta. Þegar skartið er orðið hreint er hvolft úr skálinni í sigti og skolað yfir með köldu vatni. Leggið síðan skartgripina á handklæði og fægið með mjúkum klút. Silfur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 ½ dl kalt vatn Hitið vatnið og bætið þurrefnunum út í. Látið rjúka og setjið skartgripina í löginn. Látið liggja um stund, takið skartið upp úr og fægið með mjúkum klút. GÓÐ HÚSRÁÐ gull og silfur Hvernig hreinsa á gull- og silfurskartgripi SAMGÖNGUR Sumaráætlun Strætó tekur gildi næstkomandi sunnudag 29. maí. Breytingin felst í því að vagnar á leiðum 1, 2, 3. 4, 6, 11, 12, 14 og 15 munu aka á 30 mínútna fresti í stað 15 mínútna. Ferðunum verður fjölgað aftur í haust þegar skólarnir byrja að nýju og sumarfríum lýkur. Bergdís I. Eggertsdóttir, verkefnastjóri Strætó bs., segir sumaráætlunina taka mið af minni eftirspurn á sumrin en á veturna. „Eftirspurnin eftir þjónustu Strætó er eðli- lega minni á sumrin en á veturna. Þar munar mest um að skólastarf liggur niðri auk þess sem almenn sumarfrí hafa sitt að segja.“ Nánari upplýsingar um sumaráætlunina er að finna á vefnum www.straeto.is. Nýjar leiðabæk- ur eru fáanlegar á öllum sölustöðum. - ibs Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudaginn: Ferðum fækkað yfir sumarið ÞJÓNUSTAN MINNKAR Vegna minni eftirspurnar að sumarlagi verður ferðum Strætó fækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Spilaðu með og láttu sólina leika við þig! SÓLAR Verð á mann frá: 88.844 kr. Sólarlottó - Almería Hálft fæði innifalið! m.v. 2 fullorðna og 2 börn 17. júní - vika Höfum til leigu rúmgóða sali fyrir hóptímakennslu sem og einkaþjálfun. Sér tækjasalur með hlaupabrautum og öðrum upphitunartækjum. Bjóðum upp á fast gjald fyrir einkaþjálfara. Salirnir henta vel fyrir t.d. danskennslu, Cross fit, boxþjálfun, Fitnessbox, Rope Yoga, barnaleikfimi o.fl. Einnig er góð aðstaða fyrir nuddara og sjúkraþjálfara. Einstakt tækifæri þar sem startkostnaður er enginn, aðeins fast leiguverð. Góð búningsaðstaða er fyrir hendi. Hægt er að leigja sal að hluta til eða að fullu. Upplýsingar í síma 8615718 (Bergþór) eða á threk@threk.is Viltu starfa sjálfstætt við líkamsrækt? Neytendastofa hefur bannað Múrbúðinni að nota myndmerkið Evidrain. Tengi leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir notkun Múrbúðarinnar á mynd- merkinu Evidrain og taldi merkið mjög líkt merkinu Unidrain sem Tengi hefði umboð fyrir. Í ákvörðun Neytendastofu segir að myndmerkin séu mjög áþekk og mikil hætta á að ruglingur verði á milli þeirra. „Neytendastofa taldi Tengi eiga betri rétt til merkisins af því að það félag hafði notað sitt merki lengur,“ segir á vef Neytendastofu. - óká ■ Viðskipti Tengi má enn nota sína mynd FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. 6.299 KRÓNUR er sú upphæð sem meðalheimili eyðir í bækur, blöð og ritföng í hverjum mánuði samkvæmt könnun Hagstofu Íslands. Könnunin er ekki hávísindaleg eða marktæk þar sem aðeins bárust 75 svör en það vakti athygli okkar að upplýsingar til farþega viðrast ekki skila sér. HILDIGUNNUR HAFSTEINSDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR HJÁ NEYTENDASAMTÖKUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.