Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 28
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR2
bætir við að hún sé afar hrifin af
kjólunum í þeirri verslun. Sjálfur
drottningarkjóllinn er hins vegar
fenginn frá Bandaríkjunum, en
Guðlaug valdi hann í gegnum
internetið og tengdamóðir hennar
sá svo um að ferja hann með sér
heim til Íslands.
„Ég lá yfir kjólasíðunum þar
sem auðvitað komu endalaust
margir til greina en ég var
heppin með valið því auðvitað
rennir maður
svolítið blint í
sjóinn. Ef frá
eru taldir kjól-
arnir kann ég
annars alltaf
best við mig
í gallabuxum
og leggings
og er hrifin af
því að vera í eilítið rómantískum
blússum við, úr þunnu efni, með
blúndum og slíku.“
juliam@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
„Nei, langt því frá, ég er ekkert
inni í tölvuleikjum,“ segir Linda
Jóhannsdóttir, nemandi í fata-
hönnun, hlæjandi þegar blaðamað-
ur spyr hvort hún sé leikjanörður.
Linda fékk þó fyrstu verðlaun
fyrir hönnun sína á persónur
í tölvuleiknum EVE Online
í samstarfsverkefni leikja-
framleiðandans CCP og
Listaháskóla Íslands.
Nemendur á fyrsta ári
í fatahönnun hönn-
uðu hver sex til átta
alklæðnaði og voru
verðlaun veitt fyrir
fyrstu þrjú sætin.
„Ég fékk pen-
ingaverðlaun og
skrifaði undir plagg
um að CCP hefði
notkunarrétt á
línunni. Það er
auðvitað það
sem mann lang-
ar allra mest, að
hönnunin verði
notuð í leik-
inn og maður
sjái hana í þrí-
vídd,“ segir
Linda.
Hún segir verkefnið
hafa verið mjög krefj-
andi og stíll persónanna
í tölvuleiknum eins langt
frá hennar eigin og
hugsast geti. Það hafi
þó verið gaman að tak-
ast á við persónur EVE
Online.
„Þetta var krefjandi
en ótrúlega skemmti-
legt. Leikurinn er byggð-
ur upp á ættbálkum sem
hafa hver sína sögu og
menningu. Ég valdi mér
Galante-ættbálkinn sem
er glyskenndari en hinir
og reyndi að ímynda mér
hverju ég vildi klæðast í
leiknum. Ég vildi hafa fötin
kvenleg en þó sterk og sexí
og notaði leður, blúndur
og prjónaefni, sem ég held
að hafi ekki verið notað áður
í tölvuleik,“ segir Linda. „Ég
reikna samt ekki með að ég taki
upp á því að spila leikinn sjálf, og
þó, maður veit aldrei.“
heida@frettabladid.is
Er enginn leikjanörður
Linda Jóhannsdóttir, nemandi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, fékk fyrstu verðlaun í samkeppni
leikjaframleiðandans CCP um hönnun á fatnaði fyrir persónur í tölvuleiknum EVE Online.
Linda Jóhannsdóttir segist seint
munu verða tölvuleikjanörður
en hún lenti í fyrsta sæti í
hönnunarkeppni um fatnað
á persónur EVE Online hjá
leikjaframleiðandanum CCP.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég reyndi
að ímynda
mér hverju
ég vildi
klæðast í
leiknum,“
segir
Linda.
Linda
notaði leður,
blúndur og
prjónaefni,
sem ekki
hafa sést
í leiknum
áður.
Linda hannaði á Galante-ættbálkinn,
sem hún segir glyskenndari en hina
ættbálkana í leiknum.
10%
20%
Spennandi
borgir
i beinu flugi í sumar og haust
Tallinn
Zagreb
Riga
Tískurisarnir Yves Saint Laurent og Christian Louboutin takast nú á í
réttarsal. Málið snýst um að Louboutin telur Saint Laurent hafa stolið hönnun
fyrirtækisins með því að setja rauðan lit á sóla skónna sinna en það er
einmitt einkennismerki skófatnaðar frá Louboutin.
Söng- og leikkonan Queen Latifah
hefur hannað sína fyrstu tískulínu fyrir
fyrirtækið HSN og mun hún koma á
markað í ágúst.
Samkvæmt tímaritinu People mun
línan, sem kallast Queen collection,
innihalda föt og fylgihluti fyrir konur í
stærðunum 2 til 24.
Lathifah er sjálf íturvaxin og taldi
nauðsynlegt að fötin í hennar línu yrðu
til í öllum stærðum.
Í línunni er einnig að finna leðurveski,
en stjarnan segist sjálf vera brjáluð í
veski. „Ég get þess vegna gengið um
í joggingbuxum en með þrjú þúsund
dala veski við.”
Drottningin með
eigin tískulínu
QUEEN LATIFAH HEFUR HANNAÐ
TÍSKULÍNU FYRIR FYRIRTÆKIÐ HSN.
Queen Latifah hannar tískulínu með fötum
og fylgihlutum fyrir konur í stærðum frá
tveimur upp í tuttuguogfjóra.