Fréttablaðið - 26.05.2011, Síða 52
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR32
Hrífandi dávaldur hljóða og tóna
stjórnar leiðangri um dimman skóg
eða bjartar sléttur.
Sýningin Ferðalag Fönixins er
sjónrænt ævintýr í skógi eða á
sléttu eða á ísbreiðu eða inni í þver-
skurði trésins; bara hvar þar sem
hver og einn vill staðsetja þetta
ferðalag. Áhorfendur sátu í hring;
í miðju hans var sviðið málað í það
sem virtist vera árhringir, sem
segja sögu trésins en eru um leið
völundarhús þar sem lifandi verur –
kannski fuglar, kannski hrottalegir
veiðimenn – komast ekki alltaf leið-
ar sinnar heldur lenda í öngstræti.
Áhorfendur hafa líklega verið um
tvö hundruð og jafnmargar eru þær
sennilega sögurnar eða myndbrot-
in sem til urðu á sýningunni sem
Eivör Pálsdóttir, María Ellingsen og
Reijo Kela stóðu fyrir á Listahátíð á
þriðjudagskvöld.
Í bláleitum ljósum halda þau af
stað í leit að hamingjunni eða mögu-
leikunum á að komast út úr þessari
hringiðu. Hér hafa höfundar leitað
í gamlar sagnir um fuglinn Fönix.
Um þann fugl eru til margar goð-
sagnir; ein kínversk er á þá leið að
hann geti alltaf endurfæðst. Ekki
var um neina hreinræktaða frásögn
að ræða; umgjörðin í tóna- og hljóða-
heiminum var eins og úr dimmum
skógum norðursins og ekki laust við
að ísbreiður Grænlands séu nálæg-
ar við undirleik trommunnar. Urg og
surg úr djúpum börkum þursa leiddu
hugann til norðurs með tónum og
hljóðmyndum sem einnig minntu á
heim Samanna.
Eivör Pálsdóttir stendur í stafni
og stjórnar hljóðum, tónum, stun-
um og hljóðfæraleik. Aðrar hljóð-
myndir óma víðs vegar í bakgrunni
meðan þau María Ellingsen og dans-
arinn Reijo Kela heyja sína baráttu
undir þungum drumbum sem hanga
úr loftinu. Þar skiptust á lífræn og
tilbúin efni; afhoggið tré og stein-
dautt rör, sennilega úr áli. Gleði og
líf berst við dauða og eyðileggingu.
Björn Bergsteinn Guðmundsson
ljósameistari er ekki síður höf-
undur verksins með sinni oft dul-
arfullu ljóstúlkun, einkum þegar
hvíti fuglinn liggur einn í skógin-
um undir ljóstilbrigðum sem birtast
eins og gegnum skin laufskrúðs af
himni ofan. Fuglinn, sem Reijo Kela
ljáir lífi, bregður sér í gervi bjarn-
ar eða hins illskeytta veiðimanns
nútímans. Tilbúinn að drepa hvern
þann fugl sem á vegi hans verður.
Þegar hann hverfur er saklausi
fuglinn kominn blindaður í sama
búning. Nokkuð sterk mynd af eyði-
leggingaröflum og yfirgangi þeirra
er svífast einskis fyrir eigin hag
og gera náttúrufólkið að þrælum
sínum.
Leikmynd Snorra Freys Hilmars-
sonar rammar verkið vel inn, þótt
það sé í raun enginn eiginlegur
rammi því hringurinn og allt sem
hann segir okkur gerir söguna
endalausa.
Búningar Filippíu voru marg-
ræðir. Hvíti fuglinn jafnt brúður í
mannsmynd og tákn sakleysis sem
vængbrotins fugls meðan hin stór-
kostlega múndering Eivarar í dökk-
um litum, með slóða sem fellur eins
og ný jörð yfir alla náttúruna þegar
hún klífur fram úr fylgsni sínu og
syngur í lokin einu orðin sem sögð
eru í sýningunni: „Þetta er mín sýn,
eða þetta er mín synd.”
Á þeim tímapunkti var búið að
vagga áhorfendum svo vel inn í
skóginn og seiðinn að andinn hrein-
lega lyftist með hennar kraftmiklu
kristaltæru tónum og vildi fá meira
að heyra. Í dagskránni er talað um
listviðburð, líklega í skorti á skil-
greiningu á sýningunni, en það þarf
ekki að skilgreina alla hluti né held-
ur skilja. Stundum er það skynjunin
sem fær að fara á sjón-tónleika og
bera svo með sér litaðar hreyfan-
legar raddir í myndum, með von-
inni um að allt geti endurfæðst.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Heillandi sýning.
MEÐ VON UM AÐ ALLT GETI ENDURFÆÐST
Stúlknakórinn Graduale futuri
sem starfræktur er við Lang-
holtskirkju heldur sína fyrstu
sjálfstæðu vortónleika í Lang-
holtskirkju í kvöld klukkan átta.
Kórinn mun syngja lög úr
ýmsum áttum, en einnig koma
fram með kórnum Kjartan
Valdemarsson á píanó, Ingólfur
Magnússon á bassa, Jón Stefáns-
son á orgel, Rósa Jóhannesdótt-
ir á harðangursfiðlu og Jon Kjell
Seljeseth á hljómborð. Strengja-
kvartett skipaður kórmeðlimum
stígur einnig á svið. Kórinn en
skipaður 23 stúlkum á aldrinum
9 til 15 ára en þess má geta að
stór hluti kórsins stefnir á ferð
á kóramót, Norbusang, í Dan-
mörku. Stjórnandi kórsins er
Rósa Jóhannesdóttir.
Miðaverð er 2.000/1.000
krónur. Frítt er fyrir 12 ára
og yngri. Að tónleikum lokn-
um gefst tónleikagestum kost-
ur á að fá sér kaffi og veitingar
af hlaðborði sem verður í boði
foreldrafélagsins.
Vortónleikar
hjá Graduali futuri
GRADUALE FUTURI Fyrstu sjálfstæðu vortónleikarnir verða í Langholtskirkju 26. maí
klukkan átta.
Leiklist ★★★★
Ferðalag Fönixins
Sýnt í Borgarleikhúsinu á Lista-
hátíð í Reykjavík
Höfundar og flytjendur: Eivör
Pálsdóttir, María Ellingsen og
Reijo Kela. Tónlist: Eivör Páls-
dóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn
Guðmundsson. Búningar: Filippía
Elísdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr
Hilmarsson
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 26. maí 2011
➜ Tónleikar
20.00 Færeyska hljómsveitið ORKA
spilar í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.
Aðgangseyrir er ókeypis.
20.00 Stúlknakór Langholtskirkju,
Graduale futuri, heldur fyrstu sjálf-
stæðu vortónleika sína í kvöld kl. 20.
Miðaverð er 2000/1000 krónur. Frítt
inn fyrir 12 ára og yngri.
21.00 Hljómsveitin Dead Sea Apple
heldur tónleika á Sódóma Reykjavík
í kvöld. Hljómsveitin gat sér gott orð á
tíunda áratugnum. Tónleikarnir hefjast
kl. 21. Aðgangseyrir kr. 1000.
22.00 Sing for Me Sandra, Ultra
Mega Technobandið Stefán, Yoda
Remote og Jón Þór spila á Faktorý í
kvöld. Húsið opnar kl. 21 og hefjast tón-
leikarnir kl. 22. Aðgangseyrir er ókeypis.
➜ Sýningar
11.00 Ljósmyndasýning Diana Storå-
sen opnaði nýlega í Þjóðmenningar-
húsinu. Diana fæst við fólk og minn-
ingar í ljósmyndum sínum. Sýningu
lýkur í ágúst.
➜ Umræður
20.00 Guðmundur Oddur Magn-
ússon verður með sýningastjóraspjall
um sýninguna Hugvit í Hafnarborg í
kvöld. Guðmundur ræðir við gesti um
sýninguna. Spjallið hefjst kl. 20.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
11
49
1
ÞJÓÐHETJAN OG ÞJÓÐRÍKIÐ
Jón Sigurðsson 200 ára
Málþing um þjóðhetjuna og þjóðríkið í tilefni 200 ára afmælis Jóns
Sigurðssonar á vegum Háskóla Íslands, Sagnfræðistofnunar og afmælisnefndar
Jóns Sigurðssonar í Hátíðasal Háskóla Íslands 27. maí 2011.
DAGSKRÁ
13:00–13:10 Setning Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis
Fundarstjórn Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
13:10–13:40 „Var Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja?“ Guðmundur
Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
13:40–14:10 „Kvenhetja eða þjóðhetja?“ Erla Hulda Halldórsdóttir,
sagnfræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands
14:10–14:40 „Hver fær að blása á kertin? Í tilefni af 200 ára afmæli H. C.
Andersen.“ Jón Karl Helgason, dósent í íslensku við Háskóla Íslands
14:40–15:10 „Þjóðréttarfræðingurinn Jón Sigurðsson.“ Björg Thorarensen,
prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands
15:10–15:40 „Faðir, frelsari, forseti. Jón Sigurðsson sem sameiningartákn
1879–2011.“ Páll Björnsson, sagnfræðingur og dósent í nútímafræði við Háskólann
á Akureyri
15:40–16:00 Kaffihlé
16:00–17:00 Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar: „Sködduð og
frelsandi karlmennska: Stríð, hetjutilburðir og baráttan um þjóðina.
Þýskaland á fyrri hluta 20. aldar, 1900–1930 [Damaged and Redemptive
Masculinity: War, National Heroics, and the Fight over the People.
Germany in the early Twentieth Century, 1900–1930].“ Geoff Eley,
prófessor í sagnfræði við University of Michigan.
Fundarstjórn: Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði og forstöðumaður
Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.