Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 26.05.2011, Qupperneq 52
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR32 Hrífandi dávaldur hljóða og tóna stjórnar leiðangri um dimman skóg eða bjartar sléttur. Sýningin Ferðalag Fönixins er sjónrænt ævintýr í skógi eða á sléttu eða á ísbreiðu eða inni í þver- skurði trésins; bara hvar þar sem hver og einn vill staðsetja þetta ferðalag. Áhorfendur sátu í hring; í miðju hans var sviðið málað í það sem virtist vera árhringir, sem segja sögu trésins en eru um leið völundarhús þar sem lifandi verur – kannski fuglar, kannski hrottalegir veiðimenn – komast ekki alltaf leið- ar sinnar heldur lenda í öngstræti. Áhorfendur hafa líklega verið um tvö hundruð og jafnmargar eru þær sennilega sögurnar eða myndbrot- in sem til urðu á sýningunni sem Eivör Pálsdóttir, María Ellingsen og Reijo Kela stóðu fyrir á Listahátíð á þriðjudagskvöld. Í bláleitum ljósum halda þau af stað í leit að hamingjunni eða mögu- leikunum á að komast út úr þessari hringiðu. Hér hafa höfundar leitað í gamlar sagnir um fuglinn Fönix. Um þann fugl eru til margar goð- sagnir; ein kínversk er á þá leið að hann geti alltaf endurfæðst. Ekki var um neina hreinræktaða frásögn að ræða; umgjörðin í tóna- og hljóða- heiminum var eins og úr dimmum skógum norðursins og ekki laust við að ísbreiður Grænlands séu nálæg- ar við undirleik trommunnar. Urg og surg úr djúpum börkum þursa leiddu hugann til norðurs með tónum og hljóðmyndum sem einnig minntu á heim Samanna. Eivör Pálsdóttir stendur í stafni og stjórnar hljóðum, tónum, stun- um og hljóðfæraleik. Aðrar hljóð- myndir óma víðs vegar í bakgrunni meðan þau María Ellingsen og dans- arinn Reijo Kela heyja sína baráttu undir þungum drumbum sem hanga úr loftinu. Þar skiptust á lífræn og tilbúin efni; afhoggið tré og stein- dautt rör, sennilega úr áli. Gleði og líf berst við dauða og eyðileggingu. Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari er ekki síður höf- undur verksins með sinni oft dul- arfullu ljóstúlkun, einkum þegar hvíti fuglinn liggur einn í skógin- um undir ljóstilbrigðum sem birtast eins og gegnum skin laufskrúðs af himni ofan. Fuglinn, sem Reijo Kela ljáir lífi, bregður sér í gervi bjarn- ar eða hins illskeytta veiðimanns nútímans. Tilbúinn að drepa hvern þann fugl sem á vegi hans verður. Þegar hann hverfur er saklausi fuglinn kominn blindaður í sama búning. Nokkuð sterk mynd af eyði- leggingaröflum og yfirgangi þeirra er svífast einskis fyrir eigin hag og gera náttúrufólkið að þrælum sínum. Leikmynd Snorra Freys Hilmars- sonar rammar verkið vel inn, þótt það sé í raun enginn eiginlegur rammi því hringurinn og allt sem hann segir okkur gerir söguna endalausa. Búningar Filippíu voru marg- ræðir. Hvíti fuglinn jafnt brúður í mannsmynd og tákn sakleysis sem vængbrotins fugls meðan hin stór- kostlega múndering Eivarar í dökk- um litum, með slóða sem fellur eins og ný jörð yfir alla náttúruna þegar hún klífur fram úr fylgsni sínu og syngur í lokin einu orðin sem sögð eru í sýningunni: „Þetta er mín sýn, eða þetta er mín synd.” Á þeim tímapunkti var búið að vagga áhorfendum svo vel inn í skóginn og seiðinn að andinn hrein- lega lyftist með hennar kraftmiklu kristaltæru tónum og vildi fá meira að heyra. Í dagskránni er talað um listviðburð, líklega í skorti á skil- greiningu á sýningunni, en það þarf ekki að skilgreina alla hluti né held- ur skilja. Stundum er það skynjunin sem fær að fara á sjón-tónleika og bera svo með sér litaðar hreyfan- legar raddir í myndum, með von- inni um að allt geti endurfæðst. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Heillandi sýning. MEÐ VON UM AÐ ALLT GETI ENDURFÆÐST Stúlknakórinn Graduale futuri sem starfræktur er við Lang- holtskirkju heldur sína fyrstu sjálfstæðu vortónleika í Lang- holtskirkju í kvöld klukkan átta. Kórinn mun syngja lög úr ýmsum áttum, en einnig koma fram með kórnum Kjartan Valdemarsson á píanó, Ingólfur Magnússon á bassa, Jón Stefáns- son á orgel, Rósa Jóhannesdótt- ir á harðangursfiðlu og Jon Kjell Seljeseth á hljómborð. Strengja- kvartett skipaður kórmeðlimum stígur einnig á svið. Kórinn en skipaður 23 stúlkum á aldrinum 9 til 15 ára en þess má geta að stór hluti kórsins stefnir á ferð á kóramót, Norbusang, í Dan- mörku. Stjórnandi kórsins er Rósa Jóhannesdóttir. Miðaverð er 2.000/1.000 krónur. Frítt er fyrir 12 ára og yngri. Að tónleikum lokn- um gefst tónleikagestum kost- ur á að fá sér kaffi og veitingar af hlaðborði sem verður í boði foreldrafélagsins. Vortónleikar hjá Graduali futuri GRADUALE FUTURI Fyrstu sjálfstæðu vortónleikarnir verða í Langholtskirkju 26. maí klukkan átta. Leiklist ★★★★ Ferðalag Fönixins Sýnt í Borgarleikhúsinu á Lista- hátíð í Reykjavík Höfundar og flytjendur: Eivör Pálsdóttir, María Ellingsen og Reijo Kela. Tónlist: Eivör Páls- dóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 26. maí 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Færeyska hljómsveitið ORKA spilar í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Aðgangseyrir er ókeypis. 20.00 Stúlknakór Langholtskirkju, Graduale futuri, heldur fyrstu sjálf- stæðu vortónleika sína í kvöld kl. 20. Miðaverð er 2000/1000 krónur. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri. 21.00 Hljómsveitin Dead Sea Apple heldur tónleika á Sódóma Reykjavík í kvöld. Hljómsveitin gat sér gott orð á tíunda áratugnum. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir kr. 1000. 22.00 Sing for Me Sandra, Ultra Mega Technobandið Stefán, Yoda Remote og Jón Þór spila á Faktorý í kvöld. Húsið opnar kl. 21 og hefjast tón- leikarnir kl. 22. Aðgangseyrir er ókeypis. ➜ Sýningar 11.00 Ljósmyndasýning Diana Storå- sen opnaði nýlega í Þjóðmenningar- húsinu. Diana fæst við fólk og minn- ingar í ljósmyndum sínum. Sýningu lýkur í ágúst. ➜ Umræður 20.00 Guðmundur Oddur Magn- ússon verður með sýningastjóraspjall um sýninguna Hugvit í Hafnarborg í kvöld. Guðmundur ræðir við gesti um sýninguna. Spjallið hefjst kl. 20. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. PI PA R\ TB W A S ÍA 1 11 49 1 ÞJÓÐHETJAN OG ÞJÓÐRÍKIÐ Jón Sigurðsson 200 ára Málþing um þjóðhetjuna og þjóðríkið í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar á vegum Háskóla Íslands, Sagnfræðistofnunar og afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar í Hátíðasal Háskóla Íslands 27. maí 2011. DAGSKRÁ 13:00–13:10 Setning Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis Fundarstjórn Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands 13:10–13:40 „Var Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja?“ Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands 13:40–14:10 „Kvenhetja eða þjóðhetja?“ Erla Hulda Halldórsdóttir, sagnfræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands 14:10–14:40 „Hver fær að blása á kertin? Í tilefni af 200 ára afmæli H. C. Andersen.“ Jón Karl Helgason, dósent í íslensku við Háskóla Íslands 14:40–15:10 „Þjóðréttarfræðingurinn Jón Sigurðsson.“ Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 15:10–15:40 „Faðir, frelsari, forseti. Jón Sigurðsson sem sameiningartákn 1879–2011.“ Páll Björnsson, sagnfræðingur og dósent í nútímafræði við Háskólann á Akureyri 15:40–16:00 Kaffihlé 16:00–17:00 Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar: „Sködduð og frelsandi karlmennska: Stríð, hetjutilburðir og baráttan um þjóðina. Þýskaland á fyrri hluta 20. aldar, 1900–1930 [Damaged and Redemptive Masculinity: War, National Heroics, and the Fight over the People. Germany in the early Twentieth Century, 1900–1930].“ Geoff Eley, prófessor í sagnfræði við University of Michigan. Fundarstjórn: Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði og forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.